Daggæslu í heimahúsum er sinnt af sjálfstætt starfandi dagforeldrum sem hafa formlegt leyfi yfirvalda til þess. Leyfi eru veitt samkvæmt reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum og sér daggæslufulltrúi um útgáfu starfsleyfa til daggæslu. Daggæslufulltrúi hefur umsjón með lögbundnu eftirliti eins og kveðið er á um í reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum.
Reglur um daggæslu barna í heimahúsum
Reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005.
Umsókn um leyfi til daggæslu barna í heimahúsi
Niðurgreiðsla vegna daggæslu
Gjaldskrá dagforeldra liggur ekki fyrir þar sem hún er frjáls, sbr. ákvörðun Samkeppnisráðs frá 1991. Sveitarfélagið greiðir ákveðna upphæð með hverju barni sem vistað er hjá dagforeldrum. Til þess að njóta niðurgreiðslu þurfa foreldrar að eiga lögheimili í sveitarfélaginu.
Eyðublöðin er hægt að nálgast á skrifstofu Múlaþings, Lyngási 12, Egilsstöðum og hjá dagforeldrum.
Upplýsingar um daggæslu eru veittar í síma 4 700 730.