Fara í efni

Eignasjóður

Eignasjóður er rekinn sem sjálfstæð bókhaldseining innan A-hluta Múlaþings.  Tekjur hans eru að mestu bókfærð leiga allra fasteigna í eigu sveitarfélagsins nema félagslegra íbúða, sem reiknuð er út eftir ákveðinni formúlu ár hvert.

Þessar reiknuðu tekjur eiga síðan að standa undir afborgun lána sem hvíla á eignunum, tryggingum, fasteignagjöldum og svo öllu viðhaldi þeirra og umsjá. Með því að færa slíka fasta ákveðna leigu á hverja húseign eru útgjöldin stofnanna og deilda fyrirsjáanleg og sveiflur í kostnaði við viðhald jafnast út í gegnum Eignasjóðinn.  Yfirmaður Eignasjóðs annast utanumhald sjóðsins og áætlanagerð, en bókhald hans er hluti af öðru bókhaldi sveitarfélagsins. 

Síðast uppfært 17. september 2020
Getum við bætt efni þessarar síðu?