Fara í efni

Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð

Málsnúmer 202011069

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 2. fundur - 18.11.2020

Eitt af starfsmarkmiðum Betri Borgarfjarðar (verkefni byggðastofnunar um brothættar byggðir) er að koma upp starfsaðstöðu á efri hæð Fjarðaborgar. Verkefnið Fjarðarborg ? Samfélagsmiðstöð hefur á þessu ári hlotið þrjá styrki til verkefnisins, öndvegisstyrk úr brothættum byggðum (aðgerð vegna Covid-19), frumkvæðisstyrk úr sjóði brothættra byggða og úr uppbyggingasjóði Austurlands. Heimastjórn Borgarfjarðar óskar eftir staðfestingu á því að hún hafi umboð til að ráðstafa styrkfénu til verksins og hafa yfirumsjón með því.

Byggðaráð Múlaþings - 5. fundur - 24.11.2020

Fyrir lá bókun heimastjórnar Borgarfjarðar dags. 18.11.2020, varðandi styrki er fengist hafa til uppbyggingar í Fjarðaborg og mögulega ráðstöfun þeirra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðarráð samþykkir að heimastjórn Borgarfjarðar verði falið að ráðstafa styrkfénu, sem er að fjárhæð um það bil. kr. 15,8 milljónir. Verkefnið snýst um að koma upp bættri starfsaðstöðu á efri hæð Fjarðarborgar og annist umsjón með því.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 6. fundur - 05.03.2021

Heimastjórn Borgarfjarðarhrepps hefur umsjón með verkefninu Fjarðarborg ? Samfélagsmiðstöð og hélt fund vegna málsins 24.febrúar síðastliðinn. Á þeim fundi var kallaður til rýnihópur sem fór yfir teikningar og tillögur sem bárust frá Ástu Maríu Þorsteinsdóttur arkitekt og kostnaðaráætlun fyrir endurnýjun raflagna frá Bjarnþóri Harðarsyni. Næstu skref verkefnisins eru að fá lokaútgáfu af teikningum, kynning fyrir íbúum og meta kostnað verkliða. Í framhaldi af því verður byrjað á framkvæmdum á efri hæð hússins en styrkfé til verksins nær eingöngu til framkvæmda á þeirri hæð. Verkefnið felur í sér að auka atvinnutækifæri á Borgarfirði með því að koma upp nútímalegri skrifstofuaðstöðu á hæðinni. Verkefninu er ætlað að styðja við þá starfsemi sem fyrir er í húsinu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 10. fundur - 04.06.2021

Steingrímur Randver Jónsson frá framkvæmdasviði Múlaþings kom inn á fund og fór yfir stöðu mála varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á Fjarðaborg.

Fyrir liggur tilboð í frumhönnun frá Verkráði sem heimastjórn gerir ekki athugasemdir við.

Gestir

  • Steingrímur Randver Jónsson

Heimastjórn Borgarfjarðar - 13. fundur - 06.09.2021

Haldinn var íbúafundur 31.08.21. vegna fyrirhugaðra framkvæmda í tengslum við verkefnið Fjarðarborg Samfélagsmiðstöð. Hugrún Hjálmarsdóttir og Steingrímur Jónsson mættu á fundinn og fóru yfir þær tillögur sem umhverfis ? og framkvæmdasvið Múlaþings hefur unnið.

Heimastjórn vill þakka Hugrúnu, Steingrími og öðrum sem mættu á fundinn fyrir góðan fund og þakkar umhverfis ? og framkvæmdasviði góða vinnu við verkefnið. Í ljósi jákvæðra viðbragða á fundinum og að engin athugasemd barst heimastjórn samþykkir heimastjórn að halda áfram með verkefnið á þeirri braut sem mörkuð var á fundinum.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 19. fundur - 10.01.2022

Steingrímur Jónsson verkefnisstjóri framkvæmdamála Múlaþings mætti á fund heimastjórnar í gegnum fjarfundarbúnað og kynnti stöðu mála er snúa að framkvæmdum í Fjarðarborg.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Steingrímur Jónsson - mæting: 14:30

Heimastjórn Borgarfjarðar - 22. fundur - 06.04.2022

Inn á fund heimastjórnar komu Steingrímur Randver Jónsson frá Múlaþingi og Björn Sveinsson frá Verkís. Þeir kynntu hönnunarvinnu verkefnisins fyrir heimastjórn.Heimastjórn þakkar kynninguna og lýst vel á framkomnar hugmyndir. Næsta skref er að fá tímasetta framkvæmda- og kostnaðaráætlun fyrir verkið. Stefnt er á að framkvæmdir hefjist í haust.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Steingrímur Randver Jónsson - mæting: 15:00
  • Björn Sveinsson - mæting: 15:00

Heimastjórn Borgarfjarðar - 23. fundur - 09.05.2022

Steingrímur Jónsson verkefnisstjóri framkvæmdamála í Múlaþingi og Björn Sveinsson frá Verkís komu á fund heimastjórnar og kynntu nýjar tillögur að lausnum aðgengismála í Fjarðarborg. Til skoðunar er hagkvæmni þess að setja upp lyftu - og stigahús við norðvesturvegg hússins sem snýr að grunnskólanum.

Heimastjórn tekur jákvætt í tillöguna en vísar henni til aðgengisfulltrúa Múlaþings og samráðshóps um málefni fatlaðs fólks í Múlaþingi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Björn Sveinsson - mæting: 09:30
  • Steingrímur Jónsson - mæting: 09:30

Heimastjórn Borgarfjarðar - 24. fundur - 24.06.2022

Heimastjórn Borgarfjarðar fór yfir stöðuna á verkefninu Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð. Vegna ónægra upplýsinga mun heimastjórn halda aukafund um málið.

Afgreiðslu frestað.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 25. fundur - 04.07.2022

Farið var yfir forsögu málsins og útfærslur að lausnum varðandi aðgengismál og nýtingu á Fjarðarborg rýndar og ræddar. Fundargestir voru almennt sammála um að tvær leiðir væru færar sem hvor um sig byggja á fyrri hugmyndum.

Heimastjórn Borgarfjarðar leggur til að framkvæmdasvið Múlaþings ásamt hönnuði verði falið að útfæra, meta kosti og galla og kostnaðarmeta nánar tvær tillögur sem ræddar voru á fundinum. Meginmunurinn á þeim tillögum sem á að útfæra er staðsetning á lyftu og stiga. Tillaga 1 snýr að því að lyfta og nýr aðalinngangur sé þar sem núverandi stigi milli hæða liggur og nýr stigi á efri hæð lægi úr anddyri upp í norðurstofu. Í tillögu 2 er komið fyrir innangengri lyftu og stigahúsi í horninu þar sem salur og anddyri mætast. Báðar tillögur eru til þess fallnar að bæta aðgengi í húsið.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Gestir

  • Björn Sveinsson, frá Verkís - mæting: 10:00
  • Bergur Þorri Benjamínsson, fyrrum formaður Sjálfsbjargar - mæting: 10:00

Heimastjórn Borgarfjarðar - 27. fundur - 12.09.2022

Heimastjórn bendir á að á fjárhagsáætlun 2022 var úthlutað fjármagni til framkvæmda í Fjarðarborg. Þar á meðal var styrkfé frá Byggðastofnun sem þarf að nýta á þessu ári.

Heimastjórn ítrekar að framkvæmdir ættu að hefjast á árinu. Takist það ekki þarf Múlaþing að huga að því hvernig nýta skuli það fjármagn sem þarf að ráðstafa 2022.

Heimastjórn óskar eftir því við umhverfis - og framkvæmdasvið Múlaþings að þau gögn sem þarf til að taka ákvarðanir í þessu máli verði unnin sem fyrst og kynnt heimastjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 66. fundur - 17.10.2022

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir stöðu verkefnisins.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 32. fundur - 03.02.2023

Inn á fund heimastjórnar komu Óli Grétar Metúsalemsson og Elís Benedikt Eiríksson frá Eflu ásamt Steingrími Jónssyni frá framkvæmdasviði Múlaþings.

Farið var yfir nýjustu teikningar og tíma - og kostnaðaráætlanir verkefnisins.

Heimastjórn tekur jákvætt í framkomnar tillögur og telur þær framför frá fyrri tillögum.

Lagt fram til kynningar.


Ólafur Arnar Hallgrímsson lagði fram eftirfarandi bókun:

Það er óásættanlegt að minnka nýtanlegt flatarmál félagsheimilisins þegar að með sama tilkostnaði, samkvæmt fyrri kostnaðaráætlunum, er ekki einungis hægt að halda núverandi flatarmáli heldur auka það og fá geymslupláss fyrir salinn.

Að starfsmenn Múlaþings ákveði algerlega hvaða valkostir séu til skoðunar og ýti öðrum útaf borðinu er ekki boðlegt.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 33. fundur - 02.03.2023

Hugrún Hjálmarsdóttir sviðsstjóri umhverfis - og framkvæmdasviðs Múlaþings sat undir þessum lið fundarins og fór yfir stöðu mála varðandi verkefnið Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð.

Heimastjórn fagnar því að vinna sé hafin við verkefnið og samþykkir að vísa málinu til áframhaldandi vinnslu í umhverfis - og framkvæmdaráði. Heimastjórn leggur til að hún hafi áfram aðkomu að verkefninu í ráðgefandi hlutverki og að á framkvæmdatíma verkefnisins verði horft til núverandi starfsemi hússins og hún verði fyrir lágmarkstruflunum. 

Samþykkt með tveimur atkvæðum (ES, AMK) en einn sat hjá (ÓAH).

Ólafur Arnar Hallgrímsson lagði fram eftirfarandi bókun: 
Þegar bardagi er tapaður er ekki annað að gera en vinna með það sem meirihlutinn samþykkir og reyna að hafa þar áhrif til góðs.Ég mun engu að síður sannfæringar minnar vegna ekki greiða því atkvæði að sú leið sem nú er verið að leggja upp í verði farin. En fyrir liggur að hefja vinnu við öflunar leyfa og tímasetja einstaka verkþætti í fyrirhuguðu niðurbroti á framhlið Fjarðarborgar. Það er ekki skynsamleg né góð leið að mínu mati að því markmiði sem lagt var af stað með í upphafi.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 10:00

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 79. fundur - 06.03.2023

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer yfir undirbúning framkvæmda við Fjarðarborg.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fara í endurbætur á Fjarðaborg að fenginni tillögu Heimastjórnar Borgarfjarðar og samþykkir að heimastjórn hafi áfram aðkomu að verkefninu í ráðgefandi hlutverki og að á framkvæmdatíma verkefnisins verði horft til núverandi starfsemi hússins og hún verði fyrir lágmarkstruflunum.

Samþykkt samhljóða.

Ungmennaráð Múlaþings - 22. fundur - 13.03.2023

Undir þessum lið mætti Eyþór Stefánsson og fór yfir stöðu mála á framkvæmdum í Fjarðarborg.

Ungmennaráð þakkar Eyþóri fyrir greinargóðar upplýsingar.

Gestir

  • Eyþór Stefánsson - mæting: 17:00

Heimastjórn Borgarfjarðar - 38. fundur - 15.08.2023

Steingrímur Jónsson starfsmaður á umhverfis- og framkvæmdasviði Múlaþings mætti á fund heimastjórnar og fór yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við Fjarðarborg.

Útboði er lokið og verið er að fara yfir þau tilboð sem bárust.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Steingrímur Jónsson - mæting: 10:30

Heimastjórn Borgarfjarðar - 40. fundur - 04.10.2023

Inn á fund heimastjórnar kom Óli Grétar Metúsalemsson og fór yfir verk- og tímaáætlun í framkvæmdum við Fjarðarborg.

Heimastjórn þakkar Óla fyrir komuna og gott spjall.

Framkvæmdir innan- og utanhúss munu hefjast á haustmánuðum og reikna má með að þær standi yfir út árið 2025. Samið hefur verið við Bjarna byggir ehf. um ákveðna verkþætti framkvæmdarinnar.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 41. fundur - 09.11.2023

Óli Grétar Metúsalemsson verkefnisstjóri frá Eflu kom inn á fund heimastjórnar og fór yfir stöðu mála varðandi framkvæmdir í Fjarðarborg sem nú eru hafnar. Undir þessum lið sátu jafnframt varamenn og varaformaður heimastjórnar.

Heimastjórn þakkar gestum fundarins komuna og góðar umræður á fundinum.

Áhugasamir geta skoðað teikningar af verkefninu á eftirfarandi slóð af heimasíðu Múlaþings: https://webdata.mulathing.is/Data/Teikningar/Fjarðarborg/20214.pdf

Verkefnið er nokkuð á eftir áætlun en öruggt er að húsið verður klárt til notkunar fyrir þorrablót þótt hluti anddyris verði þiljaður af fram á vor. Skipt verður um glugga á framhlið hússins í haust ef veður leyfir, annars verður tíminn notaður til framkvæmda á efri hæð.

Líkamsræktaraðstaða í Norðurstofu verður líklegast áfram þar fram á vor en ljóst er að tæma þarf geymslu í sýningarklefa sem fyrst. Hlutaðeigandi vinsamlegast beðnir um að huga að tæmingu hennar en því má koma fyrir tímabundið í Hreppstofu.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Ragna Óskarsdóttir - mæting: 10:00
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson - mæting: 10:00
  • Elísabet D. Sveinsdóttir - mæting: 10:00
  • Óli Grétar Metúsalemsson - mæting: 10:00

Heimastjórn Borgarfjarðar - 42. fundur - 06.12.2023

Inn á fund heimastjórnar kom Óli Grétar Metúsalemsson frá Eflu.

Óli fór yfir og ræddi við heimastjórn um stöðu og næstu skref verkefnisins.

Stefnt er á að Óli komi reglulega inn á fundi heimastjórnar á meðan verktíma stendur.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Óli Grétar Metúsalemsson - mæting: 10:00

Heimastjórn Borgarfjarðar - 44. fundur - 01.02.2024

Inn á fund heimastjórnar kom Óli Grétar Metúsalemsson og fór yfir stöðu framkvæmda í Fjarðarborg.

Vinna er í fullum gangi og stefnt er að því að miðstofa og suðurstofa á efri hæð verði tilbúnar til notkunar í vor og anddyri sömuleiðis.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Óli Grétar Metúsalemsson - mæting: 09:15

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 123. fundur - 19.08.2024

Fyrir liggur erindi frá fráfarandi verkefnastjóra brothættra byggða á Borgarfirði, Eyþóri Stefánssyni, varðandi ráðstöfun á styrk í tengslum við verkefnið "Fjarðarborg samfélagsmiðstöð".

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að styrknum verði ráðstafað til kaupa á skrifstofubúnaði og felur skrifstofustjóra að vinna að málinu í samráði við fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 134. fundur - 25.11.2024

Verkefnastjóri með framkvæmdum við Fjarðarborg fylgir eftir minnisblaði um kostnaðaráætlun verkefnisins.
Inn á fundinn tengjast jafnframt verkefnastjóri framkvæmdamála, fulltrúi sveitarstjóra á Borgarfirði auk heimastjórnar.
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn Borgarfjarðar, sem ráðgefandi nefnd í verkefninu, að taka afstöðu til þeirra hugmynda sem ræddar voru á fundinum um næstu skref í verkefninu.
Málið verður tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Óli Grétar Metúsalemsson (EFLA)
  • Vordís Jónsdóttir
  • Alda Marín Kristinsdóttir
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson
  • Ragna Óskarsdóttir

Heimastjórn Borgarfjarðar - 53. fundur - 05.12.2024


Fyrir liggur minnisblað um kostnaðaráætlanir við framkvæmdir á Fjarðarborg og breytingatillögur á núgildandi teikningum. Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn Borgarfjarðar, sem ráðgefandi nefnd í verkefninu, að taka afstöðu til þeirra hugmynda sem ræddar voru á fundinum um næstu skref í verkefninu.

Miðvikudaginn 4. desember komu Hugrún Hjálmarsdóttir, umhverfis- og framkvæmdastjóri, Vordís Jónsdóttir verkefnastjóri á framkvæmdasviði og Jón Grétar Traustason byggingastjóri til fundar við heimastjórn um stöðu verkefnisins og framvindu. Í ljósi þess að endurbætur á Fjarðarborg hafa verið umfangsmeiri en ráð var fyrir gert í upphafi fellst heimastjórn Borgarfjarðar á að það fé sem ætlað var til nýbyggingar líkamsræktarsalar við Sparkhöllina verði nýtt til þess að ljúka framkvæmdum í Fjarðarborg. Því verður líkamsræktaraðstaðan áfram starfrækt á 2. hæð á meðan húsrúm leyfir. Nýbygging við Sparkhöll færist aftar á fjárfestingaáætlun. Unnið er að öflun frekari gagna í samræmi við umræður á fundinum og mun heimastjórn taka málið aftur fyrir þegar þau liggja fyrir.

Málið er í vinnslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?