- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
"Byggðaráð samþykkir að leggja fyrirliggjandi tillögur varðandi leigu, sölu og kaup íbúða fyrir heimastjórnir og fjölskylduráð til umsagnar. Er umsagnir heimastjórna liggja fyrir mun byggðaráð taka fyrirliggjandi tillögur til afgreiðslu."
Samkvæmt áliti lögfræðings er formaður heimastjórnar, Eyþór Stefánsson, vanhæfur við afgreiðslu málsins ásamt Öldu Marín Kristinsdóttur aðalmanni í heimastjórn. Sama má segja um varamenn í heimastjórn Elísabetu Sveinsdóttur og Rögnu Óskardóttur.
Fyrir afgreiðslu þessa dagskrárliðar vöktu Eyþór Stefánsson og Alda Marín Kristinsdóttir athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu og var það samþykkt samhljóða , véku þau af fundi og tók varaformaður heimastjórnar Helgi Hlynur Ásgrímsson sæti í heimastjórn við afgreiðslu þessa liðar. Fleiri varamenn eru ekki til staðar samkvæmt fundargerð kjörfundar.
Heimastjórn Borgarfjarðar hefur verið þeirrar skoðunar að hækka megi leigu íbúða í eigu sveitarfélagsins, gera verður þó þá kröfu til húsnæðisins að þar sé sinnt lágmarks viðhaldi.
Athygli vekur þó að verði farið eftir tillögum að leiguverði, mun leiga lækka í Lækjarbrún og Lækjargrund þar sem eru 4 nýjar íbúðir.
Við sameiningu sveitarfélaganna sem mynda Múlaþing vöruðu íbúar á Borgarfirði við því að hugmyndir sem þessar gætu komið fram og lögðust eindregið gegn sölu íbúða.
Fasteignaverð á Borgarfirði er enn nokkuð langt fyrir neðan byggingarkostnað nýrra íbúða. Borgarfjörður er vinsæll áningarstaður ferðamanna og því víst að mikill áhugi verður á öllu húsnæði sem er til sölu og þá helst til sumardvalar. Telur heimastjórn að framboð á leiguhúsnæði og hóflegt leiguverð hafi verið byggðarlaginu til framdráttar á liðnum árum og telur svo verða áfram.
Heimastjórn sér ekki að Múlaþing muni neyta forkaupsréttar á íbúðum, jafnvel á hærra verði en þær voru seldar á og alls óvíst að nauðsynlegu viðhaldi hafi verið sinnt.
Heimastjórn Borgarfjarðar hafnar fram komum tillögum um sölu á íbúðum sveitarfélagsins á Borgarfirði, en tekur undir að rétt væri að gera eina til tvær íbúðir að félagslegu úrræði. Heimastjórn telur óþarft að lækka leigu nýrra íbúða og gerir ekki aðrar athugasemdir við framkomna tillögu að leigugjaldi enda sé eðlilegu viðhaldi leiguíbúða sinnt.