Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

40. fundur 04. október 2023 kl. 09:15 - 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð

Málsnúmer 202011069Vakta málsnúmer

Inn á fund heimastjórnar kom Óli Grétar Metúsalemsson og fór yfir verk- og tímaáætlun í framkvæmdum við Fjarðarborg.

Heimastjórn þakkar Óla fyrir komuna og gott spjall.

Framkvæmdir innan- og utanhúss munu hefjast á haustmánuðum og reikna má með að þær standi yfir út árið 2025. Samið hefur verið við Bjarna byggir ehf. um ákveðna verkþætti framkvæmdarinnar.

Lagt fram til kynningar.

2.Tjaldsvæði í Múlaþingi

Málsnúmer 202108124Vakta málsnúmer

Inn á fund heimastjórnar kom Árni Magnús Magnusson og fór yfir starfsemi tjaldsvæðisins.

Heimastjórn þakkar Árna fyrir komuna og gott spjall.

Lagt fram til kynningar.

3.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði

Málsnúmer 202212043Vakta málsnúmer

Við reglubundið eftirlit með neysluvatni á Borgarfirði kom í ljós að vatnið er örverumengað. Hitaveitan, í samvinnu við HAUST, vinnur að frekari sýnatökum og úrbótum.

Haldinn var fundur með fulltrúum sjómanna þar sem farið var yfir hafnarframkvæmdir með áherslu á staðsetningu tunnu í hafnarmynni.

Búið er að bjóða út hafnarframkvæmdir á ný, öllum tilboðum var hafnað í fyrra úboði. Tilboð verða opnuð 10. október.

Framkvæmdir standa yfir við þorpsgötuna. Búið er að skipta um ræsi og til stendur að leggja nýtt malbik um leið og veður leyfir.

Heimastjórn vill minna íbúa á að sækja skal um stöðuleyfi til byggingarfulltrúa ef til stendur að láta lausafjármuni (gáma, báta, hjólhýsi o.þ.h.) standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til slíkra lausafjármuna.

4.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Borgarfjarðar er áætlaður fimmtudaginn 9. nóvember 2023. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 mánudaginn 6. nóvember. Erindi skal senda á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða eythor.stefansson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?