Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

123. fundur 19. ágúst 2024 kl. 08:30 - 10:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir varamaður
  • Björg Eyþórsdóttir varamaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála

1.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202309111Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri, Björn Ingimarsson, situr fundinn undir þessum lið og leggur fram tillögu að breytingu á gjaldskrá hafna Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá og vísar henni til staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

2.Umsókn um byggingarleyfi, Miðás 19-21 19R, 700

Málsnúmer 202407033Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform fyrir viðbyggingu við vöruhús Eimskips á lóðinni Miðás 19-21 (L157903) á Egilsstöðum.
Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en ekki er í gildi deiliskipulag. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

3.Umsókn um byggingarleyfi, Austurvegur 24-28, 710,

Málsnúmer 202404295Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu byggingaráforma á lóðinni Austurvegur 24 (L154896) á Seyðisfirði lauk þann 14. júní sl. Athugasemdir bárust sem málsaðili hefur brugðist við og liggja fyrir breyttir aðaluppdrættir ásamt skuggavarpsteikningum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að nýjar teikningar verði grenndarkynntar að nýju í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái sem fyrr til fasteignaeigenda við Austurveg 22, 29 og 30 auk Miðtúns 2 og 4.

Samþykkt samhljóða.

4.Breyting á lóð, Loftskjól

Málsnúmer 202408040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um stækkun lóðarinnar Loftskjól (L159256) á Djúpavogi.

Máli frestað til næsta fundar.

5.Lóðaúthlutun, Fellabær, Selbrún

Málsnúmer 202407024Vakta málsnúmer

Fyrir liggja lóðablöð fjögurra lóða við Selbrún í fellabæ og liggur fyrir ráðinu að ákvaða um úthlutun lóðanna samkvæmt reglum um úthlutun lóða hjá Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að um úthlutun lóða við Selbrún nr. 2, 4, 6 og 8 fari samkvæmt lið b) í 3. gr. reglna um úthlutun lóða hjá Múlaþingi. Verkefnastjóra skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.
Jafnframt samþykkir ráðið að úthluta Selbrún 5 til Búðinga ehf. í tengslum við samning við Brák hses. um uppbyggingu 10 íbúða, á grundvelli lið c) í 3. gr. ofangreindra reglna.

Samþykkt samhljóða.

6.Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð

Málsnúmer 202011069Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá fráfarandi verkefnastjóra brothættra byggða á Borgarfirði, Eyþóri Stefánssyni, varðandi ráðstöfun á styrk í tengslum við verkefnið "Fjarðarborg samfélagsmiðstöð".

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að styrknum verði ráðstafað til kaupa á skrifstofubúnaði og felur skrifstofustjóra að vinna að málinu í samráði við fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði.

Samþykkt samhljóða.

7.Málefni Fjarðarborgar

Málsnúmer 202408007Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 8. ágúst 2024, þar sem því er beint til umhverfis- og framkvæmdaráðs að brugðist verði við skemmdum í kjallara undir sviði Fjarðarborgar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdamálastjóri upplýsti um að unnið hafi verið að viðgerðum í sumar og verður þeim áframhaldið eins og þörf er á.

Samþykkt samhljóða.

8.Félagsheimilið Herðubreið, rekstur

Málsnúmer 202212047Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá forstöðukonu Herðubreiðar, Sesselju Jónasdóttur, og atvinnu- og menningarmálastjóra, Aðalheiði Borgþórsdóttur, varðandi tillögur að endurbótum á félagsheimilinu fyrir árin 2025 og 2026.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til verkefnastjóra framkvæmdamála til skoðunar vegna þeirra framkvæmda sem eru í gangi og við gerð viðhaldsáætlunar næstu ára.

Samþykkt samhljóða.

9.Umgengni ferðafólks við Sveinstekksfoss

Málsnúmer 202408008Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála, Stefán Aspar Stefánsson, sat fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur erindi frá landeigendum jarðarinnar Lindarbrekku í Berufirði þar sem óskað er eftir því að sveitafélagið styrki innviði fyrir ferðamenn á plani við Sveinstekksfoss. Annarsvegar með tæmingu á kömrum sem landeigendur hafa sett upp á svæðinu og hins vegar með því að koma upp sorplosunaraðstöðu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki fallist á að verða við fyrirliggjandi erindi. Sveitarfélagið sér almennt ekki um rekstur salerna í dreifbýli eða sorphirðu á ferðamannastöðum.

Samþykkt samhljóða.

10.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, framkvæmdaáætlun

Málsnúmer 202406163Vakta málsnúmer

Lögð er fram bókun byggðaráðs um 5 ára framkvæmdaáætlun er varðar uppbyggingu áfangastaða í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að horft verði til fyrirliggjandi áætlunar við gerð fjárfestingaráætlunar 2025. Jafnframt er lagt til að framkvæmdaáætlunin verði lögð fyrir heimastjórnir til kynningar og umræðu.

Samþykkt samhljóða.

11.Skýrsla framkvæmda- og umhverfismálastjóra

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer yfir stöðu verkefna á sviðinu.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?