Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

2. fundur 18. nóvember 2020 kl. 14:00 - 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson
Fundargerð ritaði: Eyþór Stefánsson

1.Umsókn í Hafnarbótasjóð vegna Hafnarhúss Borgarfirði

Málsnúmer 202011097Vakta málsnúmer

Málið snýr að því að Borgarfjarðarhreppur sendi inn umsókn til Hafnarbótasjóðs í nóvember 2016 vegna byggingar Hafnarhússins og þeirrar hafnsæknu starfsemi sem gert er ráð fyrir í húsinu. Ekki hefur fengist svar frá sjóðnum. Heimastjórn Borgarfjarðar felur formanni heimastjórnar í samráði við sveitarstjóra að koma málinu áfram.

2.Hafnarhús

Málsnúmer 202010633Vakta málsnúmer

Rekstraraðilar Hafnarhúss hafa óskað eftir niðurfellingu á húsaleigu frá og með október 2020 til og með mars 2021. Rekstraraðilar benda á forsendubrest vegna sóttvarnaraðgerða út af Covid-19 veirunni og því ekki hægt að halda úti fyrirætlaðri starfsemi yfir vetrartímann. Heimastjórn telur sjálfsagt að verða við erindinu vegna fyrrgreinds forsendubrests og beinir því til byggðaráðs að samþykkja það.

3.Leiguíbúðir Borgarfirði, úthlutunarreglur

Málsnúmer 202011070Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar óskar eftir að vera falin umsjón um auglýsingar og úthlutun leiguhúsnæðis Múlaþings á Borgarfirði. Fyrirkomulag líkt og þekktist á Borgarfirði finnst ekki annars staðar í Múlaþingi. Við undirbúning sameiningarinnar var talað um að gömlu sveitarfélögin fengju að halda í sína sérstöðu og hefðir ásamt því að heimastjórnir áttu að tryggja áhrif heimamanna á sitt nærsamfélag. Heimastjórn telur þetta mál einmitt falla undir þessi sjónarmið. Heimastjórn vísar beiðninni ásamt drögum að úthlutunarreglum til Byggðaráðs.

4.Fiskveiðilandhelgi á Borgarfjarðarmiðum - Skápurinn

Málsnúmer 202011068Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar fer þess á leit við sveitarstjórn Múlaþings að unnið verði að lokun svokallaðs Skáps fyrir togveiðum. Samkvæmt lögum um fiskveiðilandhelgi Íslands mega togarar almennt veiða á miðum 12 sjómílur frá landi. Á nokkrum stöðum á landinu mega þeir koma nær og er það tilfellið á Borgarfjarðarmiðum. Þar mega togarar veiða allt að 6 sjómílur frá landi og er umrætt svæði nefnt í daglegu tali „Skápur“. Þetta hefur haft í för með sér að á hverju hausti koma togarar og veiða á heimamiðum Borgfirðinga með þeim afleiðingum að heimasmábátar þurfa róa allt að 40 sjómílur til að eiga von á afla. Þetta er eina slíka svæðið á landinu sem er svo nálægt sjávarþorpi. Þetta ástand er ógn við kjarnaatvinnugrein brothættrar byggðar.

5.Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð

Málsnúmer 202011069Vakta málsnúmer

Eitt af starfsmarkmiðum Betri Borgarfjarðar (verkefni byggðastofnunar um brothættar byggðir) er að koma upp starfsaðstöðu á efri hæð Fjarðaborgar. Verkefnið Fjarðarborg ? Samfélagsmiðstöð hefur á þessu ári hlotið þrjá styrki til verkefnisins, öndvegisstyrk úr brothættum byggðum (aðgerð vegna Covid-19), frumkvæðisstyrk úr sjóði brothættra byggða og úr uppbyggingasjóði Austurlands. Heimastjórn Borgarfjarðar óskar eftir staðfestingu á því að hún hafi umboð til að ráðstafa styrkfénu til verksins og hafa yfirumsjón með því.

6.Snjómokstur á Borgarfjarðarvegi

Málsnúmer 202011098Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar vill að vetraropnun verði alla daga vikunnar á Borgarfjarðarvegi nr. 94 um Vatnsskarð eystra. Nú er einungis opnað 6 daga vikunnar, lokað á laugardögum. Eftir sameiningu er um samgöngur innan sveitarfélags að ræða. Formanni heimastjórnar falið að koma erindinu áleiðis.

7.Víkur og Stórurð til framtíðar - Skýrsla landvarða 2020

Málsnúmer 202010433Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar lýsir yfir ánægju með verkefnið og störf landvarða undanfarin ár og vonar að verkefnið haldi áfram. Skýrslan lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?