Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

22. fundur 06. apríl 2022 kl. 14:00 - 16:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson fulltrúi sveitarstjóra
Í upphafi fundar var borin upp tillaga um að bæta tveimur liðum nr. 6 og 7 við dagskrá fundarins og var það samþykkt samhljóða.

1.Erindi frá NAUST til heimastjórna Múlaþings vegna náttúruverndarnefnda

Málsnúmer 202203112Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá erindi frá NAUST - Náttúruverndanefnd Borgarfjarðar þar sem NAUST kallar m.a. eftir upplýsingum um störf náttúruverndarnefndar Borgarfjarðar sem skipuð er í samræmi við 14. grein laga um náttúruvernd nr.60/2013.Heimastjórn Borgarfjarðar felur starfmanni að undirbúa drög að svörum við erindi Náttúruverndarsamtaka Austurland í samvinnu við skrifstofustjóra Múlaþings og leggja fyrir heimastjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Deiliskipulagsbreyting, Ferðaþjónusta í landi Klyppstaðs í Loðmundarfirði

Málsnúmer 202109103Vakta málsnúmer

Deiliskipulagsbreytingin snýr að uppsetningu smávirkjunar í landi Klyppstaðar í Loðmundarfirði. Fyrir liggur bókun umhverfis - og framkvæmdaráðs frá 23.mars þar sem ráðið samþykkir að fyrirliggjandi breyting á deiliskipulagi ferðaþjónustu í landi Klyppstaðar í Loðmundarfirði verði auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu vísað til heimastjórnar Borgarfjarðar til afgreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við bókun umhverfis - og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Umsókn um Byggingarheimild, Hóll Borgarfirði - viðbygging

Málsnúmer 202203109Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn Borgarfjarðar liggur umsókn um byggingaráform við Hól (L157300) á Borgarfirði eystri. Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 en ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu. Fyrir heimastjórn liggur að staðfesta afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 30. mars þar sem fallið er frá grenndarkynningu áformanna með vísan til lokamálsliðar 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Borgarfjarðar staðfestir afgreiðslu umhverfis - og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Bakkaflöt, Borgarfirði

Málsnúmer 202202089Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn liggur umsókn um byggingaráform við Bakkaflöt (L233166) á Borgarfirði eystri. Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Umhverfis- og framkvæmdaráð bókaði á fundi sínum 16. febrúar 2022 að áformin yrðu grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt var fyrir eigendum Sigtúns, Kögurs hf., Ásgarðs og Bakkavegar 1. Athugasemdafrestur rann út þann 22. mars síðastliðinn án athugasemda.

Heimastjórn Borgarfjarðar staðfestir að grenndarkynningu er lokið án athugasemda.

Heimastjórn Borgarfjarðar vísar því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að hugað verði að nýrri staðsetningu bílaþvottaplans sem víkur vegna framkvæmdanna.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð

Málsnúmer 202011069Vakta málsnúmer

Inn á fund heimastjórnar komu Steingrímur Randver Jónsson frá Múlaþingi og Björn Sveinsson frá Verkís. Þeir kynntu hönnunarvinnu verkefnisins fyrir heimastjórn.Heimastjórn þakkar kynninguna og lýst vel á framkomnar hugmyndir. Næsta skref er að fá tímasetta framkvæmda- og kostnaðaráætlun fyrir verkið. Stefnt er á að framkvæmdir hefjist í haust.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Steingrímur Randver Jónsson - mæting: 15:00
  • Björn Sveinsson - mæting: 15:00

6.Erindi frá Sigurði Högna Sigurðssyni vegna skólaaksturs

Málsnúmer 202204064Vakta málsnúmer

Heimastjórn þakkar Sigurði Högna erindið. Erindið snýr að fyrirkomulagi skólaaksturs í Fellaskóla vegna samstarfs skólanna. Heimastjórn telur brýnt að finna lausn á fyrirkomulagi skólaaksturs svo starfsmenn þurfi ekki að keyra nemendur á einkabílum.

Starfsmanni falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Borgarfjarðarvegur 94 - Borgarfjörður til Borgarfjarðarhafnar

Málsnúmer 202112020Vakta málsnúmer

Heimastjórn ítrekar fyrr bókanir sínar vegna vegtengingar milli Borgarfjarðar og Borgarfjarðarhafnar. Mikilvægt er að tryggja fjármagn til framkvæmda á veginum fyrir sumarið þar sem mikill fjöldi ferðamanna og töluverðir fiskiflutningar munu fara um veginn og talsverð slysahætta vegna þess. Breikkun alls vegarins er að mati heimastjórnar algjört forgangsatriði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Síðasti reglulegi fundur starfandi Heimastjórnar Borgarfjarðar er mánudaginn 2.maí kl. 13:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 fimmtudaginn 28.apríl.

Erindi skal senda annað hvort á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða eythor.stefansson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.

Heimastjórn hvetur áhugasama að fara huga að framboði til næstu heimastjórnar en kosið er til heimastjórnar samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum 14.maí.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?