Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

66. fundur 17. október 2022 kl. 13:00 - 15:00 í Fjarðarborg, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Björgvin Stefán Pétursson varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
Fundargerð ritaði: Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri

1.Málefni Slökkviliðs Múlaþings

Málsnúmer 202209242Vakta málsnúmer

Slökkviliðsstjóri og varaslökkviliðsstjóri Múlaþings fóru yfir helstu verkefni.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Haraldur Geir Eðvaldsson
  • Ingvar Birkir Einarsson

2.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2023

Málsnúmer 202208143Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að 10 ára fjárfestingaráætlun Múlaþings. Áætlunin tekur eingöngu á framkvæmdum sem kosta meira en 100 milljónir í heild.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi 10 ára fjárfestingaráætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs til umfjöllunar í byggðaráði, fjölskylduráði sem og heimastjórnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð

Málsnúmer 202011069Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir stöðu verkefnisins.

Lagt fram til kynningar.

4.Niðurfelling á Sólbakkavegi 9497- 01 af vegaskrá.

Málsnúmer 202210065Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tilkynning frá Vegagerðinni um fyrirhugaða niðurfellingu Sólbakkavegar 9497-01 af vegaskrá frá og með næstu áramótum. Sveitarfélaginu er gefinn kostur á að gera athugasemdir við fyrirhugaða ákvörðun Vegagerðarinnar til 4. nóvember 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirhuguð áform Vegagerðarinnar um að fella Sólbakkaveg 9497-01 af vegaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Innsent erindi, Vegur milli Brennistaða og Gilsárteigs

Málsnúmer 202210026Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur innsent erindi, dagsett 4. október 2022, frá Þórarni Ragnarssyni á Brennistöðum þar sem óskað er eftir því að vegur milli Brennistaða og Gilsárteigs verði tekinn á vegaskrá.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tók erindið fyrir á fundi sínum þann 6. október og vísaði því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að taka upp viðræður við Vegagerðina um málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við Vegagerðina að vegur milli Brennistaða og Gilsárteigs verði tekinn á Vegaskrá. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að taka málið upp við Vegagerðina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Innsent erindi, ósk um úrbætur við Borgarfjarðarveg vegna vatnsflaums að Steinholti

Málsnúmer 202210044Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur innsent erindi, dagsett 6. október 2022, frá Ástu Steingerði Geirsdóttur þar sem óskað er eftir viðbrögðum frá sveitarfélaginu vegna mikils vatnsrennslis frá Borgarfjarðarvegi inn á lóð Steinholts.
Framkvæmda- og umhverfismálastjóri svaraði erindinu þann 7. október og greindi þar frá fyrirhuguðum framkvæmdum á Borgarfjarðarvegi á næsta ári sem munu væntanlega leysa þennan vanda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar í svar framkvæmda- og umhverfismálastjóra þar sem fram kemur að gert er ráð fyrir malbikun götunnar á næsta ári ásamt tilheyrandi frágangi meðal annars með kantsteinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um byggingarheimild, Þvermelur, 701,

Málsnúmer 202209240Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform að Þvermel (L234551). Áformin eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs en deiliskipulag er ekki í gildi. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því að fjarlægð frá næstu nágrönnum er slík að ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Stofnun lóðar, Baugur Bjólfs

Málsnúmer 202210078Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur lóðablað vegna nýrrar lóðar sem stofna á úr landi Fjarðar (L155019) undir útsýnispall í hlíðum Bjólfs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir stofnun lóðarinnar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, 144. mál

Málsnúmer 202210029Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni við frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010, uppbygging innviða 144. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings leggst gegn fyrirhuguðum breytingum á skipulagslögum eins og þau koma fyrir í innsendum drögum.
Með fyrirhugaðri breytingu er vegið að skipulagsvaldi sveitarfélaga og tækifærum íbúa til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Sveitafélagið Múlaþing hefur áður bent á mikilvægi þess að hafa um skipulagsmál sín að segja og má benda á skipulag haf- og strandsvæða í því samhengi.
Umhverfis-og framkvæmdaráð leggst gegn því fordæmi sem er sett er með þessari breytingu þar sem ríkisstofnun er sett ofar en stjórnvald þegar kemur að ákveðnum skipulagsmálum. Þetta fordæmi er hægt að nýta á fleiri sviðum og rýra með því enn frekar rétt sveitarfélaga og íbúa þess til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Samráðsgátt, Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði - lykilþættir, mál nr. 1882022

Málsnúmer 202210085Vakta málsnúmer

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál nr. 188/2022 - "Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði-lykilþættir". Frestur til að skila athugasemdum er til 21. október nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að eftirfarandi setningum sé bætt við inngang textans: "Mikilvægt er í allri umfjöllun og umgengni okkar um náttúruna og ekki síst friðlýst svæði að muna það að náttúran og gæði hennar eru ekki til fyrir mannfólkið, heldur erum við hluti af náttúrunni. Því þarf einn útgangspunkturinn við vinnu sem þessa ávallt að vera sá að náttúran sem slík á sinn sjálfstæða tilverurétt, óháð þörfum manna."

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?