Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

13. fundur 06. september 2021 kl. 14:00 - 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022 - 2025

Málsnúmer 202105150Vakta málsnúmer

Guðlaugur Snæbjörnsson kom inn á fundinn og kynnti fyrir heimastjórnarfólki forsendur og ramma fjárhagsáætlunar Múlaþings 2022 - 2025.

Heimastjórn Borgarfjarðar mun innan tíðar halda aukfund þar sem áherslur lagðar.

Gestir

  • Guðlagur Sæbjörnsson - mæting: 14:00

2.Úttekt á vöktun verndarsvæða og annarra svæða sem eru undir álagi ferðamanna innan Múlaþings sumarið 2020

Málsnúmer 202107026Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá Náttúrustofu Austurlands, dagsett 5. júlí 2021, vegna úttektar á vöktun verndarsvæða og annarra svæða sem eru undir álagi ferðamanna innan Múlaþings sumarið 2020.

Lagt fram til kynningar.

3.Borgarfjörður aðalskipulagsbreyting Gamla frystihúsið Blábjörg

Málsnúmer 202102107Vakta málsnúmer

Unnið er að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps vegna fyrirhugaðra framkvæmda hótel Blábjarga á sinni eigin lóð. Umhverfis ? og framkvæmdaráð Múlaþings bókaði eftirfarandi á fundi sínum 01.09.21:

„Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Tillagan verði jafnframt send heimastjórn Borgarfjarðar til umsagnar.“

Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við breytinguna.

4.Borgarfjörður Húsnæði Björgunarsveit og slökkvilið

Málsnúmer 202109016Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá varðstjóra slökkviliðs Borgarfjarðar og formanni björgunarsveitarinnar Sveinunga. Erindið snýr að húsnæðisvanda beggja aðila þar sem núverandi húsnæði uppfyllir ekki kröfur. Áður höfðu fulltrúar úr heimastjórn fundað með slökkviliðinu og björgunarsveitinni og rætt þessi mál. Ýmsar hugmyndir og útfærslur um lausn voru ræddar og aðkomu heimastjórnar og svtarfélagsins óskað.


Ljóst er að núverandi húsnæði rúmar ekki alla þá starfsemi sem þar er. Lausn vandans gæti falist í því að einhver starfsemi víki. Heimastjórn leggur til að skipaður verði hópur sem greinir vandann og skili tillögum að lausn. Í þessu samhengi vill heimastjórn benda á þarfagreiningu fyrir atvinnuhúsnæði sem hún vinnur að í samstarfi við Betri Borgarfjörð.

Formanni heimastjórnar falið að mynda hópinn.

5.Fjarðarborg leigusamningur

Málsnúmer 202109015Vakta málsnúmer

Óttar Már Kárason fulltrúi leigutaka mætti á fundinn og ræddi málefni Fjarðarborgar.
Leigusamningur Já Sæls þarfnast endurskoðunar, samráð verður haft við lögfræðing Múlaþings í þeirri vinnu.

Gestir

  • Óttar Már Kárason - mæting: 15:30

6.Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð

Málsnúmer 202011069Vakta málsnúmer

Haldinn var íbúafundur 31.08.21. vegna fyrirhugaðra framkvæmda í tengslum við verkefnið Fjarðarborg Samfélagsmiðstöð. Hugrún Hjálmarsdóttir og Steingrímur Jónsson mættu á fundinn og fóru yfir þær tillögur sem umhverfis ? og framkvæmdasvið Múlaþings hefur unnið.

Heimastjórn vill þakka Hugrúnu, Steingrími og öðrum sem mættu á fundinn fyrir góðan fund og þakkar umhverfis ? og framkvæmdasviði góða vinnu við verkefnið. Í ljósi jákvæðra viðbragða á fundinum og að engin athugasemd barst heimastjórn samþykkir heimastjórn að halda áfram með verkefnið á þeirri braut sem mörkuð var á fundinum.

7.Lindarbakki Borgarfirði

Málsnúmer 202011211Vakta málsnúmer

Erindi barst til heimastjórnar frá Bryndísi Snjólfsdóttur þar sem farið var yfir starfsemi Lindarbakka á liðnu sumri og farið yfir nauðsynlegt viðhald á húsinu sem ráðast þarf í.

Heimastjórn fellst á ábendingarnar og þakkar Bryndísi vel unnin störf á Lindarbakka.

8.Fiskveiðilandhelgi á Borgarfjarðarmiðum - Skápurinn

Málsnúmer 202011068Vakta málsnúmer

Reglugerð um lokun „Skápsins“tók gildi í sumar og er nú nýhafið fyrsta fiskveiðiár þar sem ekki er von á togurum upp undir land í áratugi. Heimastjórn þakkar ráðherra og ráðuneyti góða vinnu við málið en bendir á að lokunin er eingöngu til eins árs og öll þau rök sem réttlættu lokunina í ár verða góð og gild ár hvert. Heimastjórn mun halda áfram hér eftir sem áður að berjast fyrir áframhaldandi lokun svæðisins fyrir veiðum með fiskibotnvörpu.

9.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur Heimastjórnar Borgarfjarðar er 4. október næstkomandi kl. 14:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 30. sept. Erindi skal senda á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?