Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

10. fundur 04. júní 2021 kl. 10:00 - 12:35 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarson fulltrúi sveitarstjóra
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að bæta við lið nr. 9 á dagskrá fundarins.

1.Borgarfjörður Deiliskipulag, Gamla Frystihúsið

Málsnúmer 202105092Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð Gamla Frystihússins. Tillagan verði auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sama svæðis, sbr. 1. og 2 mgr. 41. gr. laga nr. 123/2010.

2.Gamla frystihúsið stækkun lóðar Lóðaleigusamningur,

Málsnúmer 202103162Vakta málsnúmer

Ákveða þarf ný staðföng fyrir Gamla frystihúsið í samræmi við reglugerð um staðföng.

Húsið heitir Gamla frystihúsið og eigendur vilja hafa nafnið óbreytt, heimastjórn fellst á það sjónarmið.

Starfsmanni falið að vinna málið.

3.Borgarfjarðarvegur, Eiðar - Laufás

Málsnúmer 202104015Vakta málsnúmer

Sveinn Sveinsson umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi kom á fundinn og fór yfir stöðu mála varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á Borgarfjarðarvegi, Eiðar - Laufás.

Vegurinn verður boðinn út fyrir lok júní. Hluti vegarins verður klæddur í haust um 3 km. en lokið á næsta ári.

Gestir

  • Sveinn Sveinsson

4.Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð

Málsnúmer 202011069Vakta málsnúmer

Steingrímur Randver Jónsson frá framkvæmdasviði Múlaþings kom inn á fund og fór yfir stöðu mála varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á Fjarðaborg.

Fyrir liggur tilboð í frumhönnun frá Verkráði sem heimastjórn gerir ekki athugasemdir við.

Gestir

  • Steingrímur Randver Jónsson

5.Fiskveiðilandhelgi á Borgarfjarðarmiðum - Skápurinn

Málsnúmer 202011068Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar fagnar því að reglugerð um lokun á Skápnum er komið inn í samráðsgátt stjórnvalda.

Formanni Heimastjórnar falið að skila inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

6.Deiliskipulag, Jörfi, Borgarfirði eystri

Málsnúmer 202106006Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar leggur til að Umhverfis - og framkvæmdaráð hefji vinnu við deiliskipulag svæðisins frá Jörfa að Svínalæk og byggðina þar innan við.

7.Gjaldtaka í Hafnarhólma

Málsnúmer 202101066Vakta málsnúmer

Aron Thorarenssen lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi Múlaþings kom á fundinn og kynnti minnisblað vegna fyrirhugaðrar gjaldtöku í Hafnarhólma.

Heimastjórn fagnar fyrirliggjandi minnisblaði er snýr að lagaheimildum sveitarfélagsins til gjaldtöku. Í því kemur fram að gjaldtaka sé heimil.

Í framhaldi af því gerir heimastjórn tillögu um að upp verði tekið gjald í Hafnarhólma en frítt verði fyrir yngri en 14 ára.

Starfsmanni heimastjórnar falið að koma á fundi með starfsmanni Múlaþings varðandi útfærslu á gjaldtöku og vinna málið áfram.

Gestir

  • Aron Thorarenssen

8.Umferðaröryggi á Borgarfirði

Málsnúmer 202011210Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar ítrekar fyrri bókun sína varðandi umferðaröryggi á Borgarfirði frá 30.11.20:

“Heimastjórn Borgarfjarðar beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að gera úrbætur til að auka öryggi vegfarenda og íbúa strax í vor.
Brýnt er að gera ráðstafanir á „Bökkunum“ þ.e. á veginum frá Bakkaá út að húsinu Merki þar sem vegurinn er einbreiður og án gangstéttar. Við ytri enda vegarins er hótel Ferðaþjónustunnar Álfheima, sem gerir út á gönguferðir frá hótelinu. Fimm til sex mánuði á ári er mikil umferð gangandi vegfarenda um veginn sem og akandi.
Umferðarhraði er oft langt umfram það sem getur talist ásættanlegt og á það við um þorpið allt.
Lausnin gæti falist í að setja hraðahindranir, ítarlegri merkingar eða þrengingar á veginn.

Vísað til Umhverfis - og framkvæmdaráðs

9.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur Heimastjórnar Borgarfjarðar er 5.júlí næstkomandi kl. 14:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 1. júlí. Erindi skal senda á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.

Heimastjórn vekur athygli á kynningarfundi verkefnisins "Man and Biosphere" á vegum ferðafélags Fljótsdalshéraðs sem fyrirhugaður er þriðjudaginn 22.júní. Fundurinn verður nánar auglýstur síðar.

Fundi slitið - kl. 12:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?