Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

32. fundur 03. febrúar 2023 kl. 10:00 - 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson fulltrúi sveitarstjóra
Í upphafi fundar var borin upp tillaga að bæta við dagskrárliðnum strandveiðar og var það samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

1.Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð

Málsnúmer 202011069Vakta málsnúmer

Inn á fund heimastjórnar komu Óli Grétar Metúsalemsson og Elís Benedikt Eiríksson frá Eflu ásamt Steingrími Jónssyni frá framkvæmdasviði Múlaþings.

Farið var yfir nýjustu teikningar og tíma - og kostnaðaráætlanir verkefnisins.

Heimastjórn tekur jákvætt í framkomnar tillögur og telur þær framför frá fyrri tillögum.

Lagt fram til kynningar.


Ólafur Arnar Hallgrímsson lagði fram eftirfarandi bókun:

Það er óásættanlegt að minnka nýtanlegt flatarmál félagsheimilisins þegar að með sama tilkostnaði, samkvæmt fyrri kostnaðaráætlunum, er ekki einungis hægt að halda núverandi flatarmáli heldur auka það og fá geymslupláss fyrir salinn.

Að starfsmenn Múlaþings ákveði algerlega hvaða valkostir séu til skoðunar og ýti öðrum útaf borðinu er ekki boðlegt.

2.Húsnæðisáætlun Múlaþings, endurskoðun fyrir 2023

Málsnúmer 202210141Vakta málsnúmer

Fyrir liggja uppfærð drög að húsnæðisáætlun Múlaþings 2023.

Lagt fram til kynningar.

3.Auðlindin okkar - bráðabirgðatillögur ráðuneytis sjávarútvegsmála

Málsnúmer 202302008Vakta málsnúmer

Fyrir liggja bráðabirgðatillögur frá Matvælaráðuneytinu í gegnum verkefnið Auðlindin okkar sem fjallar um sjávarútvegsstefnu Íslands.

Lagt fram til kynningar.

4.Strandveiðar 2023

Málsnúmer 202302023Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða). Frestur til að skila inn athugasemdum er til 15. febrúar.

Heimastjórn telur að besta fyrirkomulag strandveiða væri að tryggja 48 daga til veiða ár hvert. Meðan svo er ekki er framkomin hugmynd bæting á núverandi kerfi fyrir C-svæði/Norðausturland.

Heimastjórn vísar því til sveitarstjórnar Múlaþings að sveitarfélagið skili inn umsögn og taki þar tillit til fyrri bókana heimastjórna.

Samþykkt samhljóða án athugasemda.

5.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði

Málsnúmer 202212043Vakta málsnúmer

Fulltrúi sveitarstjóra fór yfir málin en í máli hans kom m.a. fram:

Unnið er að endurbótum á sjóvörnum við Blábjörg sem gengur þokkalega en risjótt tíð flýtir ekki fyrir. Væntanlega klárast framkvæmdir í næsta mánuði.

Það hyllir undir framkvæmdir við samfélagsmiðstöðina Fjarðarborg. Húsið verður lagfært og aðgengi fært til nútíma horfs. Flytja á starfsemi Múlaþings á staðnum í húsið, koma upp aðstöðu til fjarvinnu og fyrir störf án staðsetningar sem nú tíðkast og verða væntanlega samfélaginu til framdráttar.

Mikill tími hefur farið í snjómokstur síðasta mánuðinn.

Aflabrögð hafa verið góð þá sjaldan að gefur.

Einnig voru rædd frekari sjóvarnamál og lóðamál.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur Heimastjórnar Borgarfjarðar er fimmtudaginn 2. mars næstkomandi kl. 09:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 mánudaginn 27. febrúar næstkomandi næstkomandi.

Erindi skal senda annað hvort á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða eythor.stefansson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?