Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

134. fundur 25. nóvember 2024 kl. 08:30 - 10:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála

1.Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð

Málsnúmer 202011069Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri með framkvæmdum við Fjarðarborg fylgir eftir minnisblaði um kostnaðaráætlun verkefnisins.
Inn á fundinn tengjast jafnframt verkefnastjóri framkvæmdamála, fulltrúi sveitarstjóra á Borgarfirði auk heimastjórnar.
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn Borgarfjarðar, sem ráðgefandi nefnd í verkefninu, að taka afstöðu til þeirra hugmynda sem ræddar voru á fundinum um næstu skref í verkefninu.
Málið verður tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Óli Grétar Metúsalemsson (EFLA)
  • Vordís Jónsdóttir
  • Alda Marín Kristinsdóttir
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson
  • Ragna Óskarsdóttir

2.Húsnæðisáætlun Múlaþings 2025

Málsnúmer 202410232Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka til endurskoðunar 10 ára húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra skipulagsmála að uppfæra húsnæðisáætlun í samræmi við umræður á fundinum. Jafnframt samþykkir ráðið að vísa málinu til umsagnar hjá heimastjórnum, fjölskylduráði og byggðaráði.
Málið verður tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.

3.Umsókn um frávik frá skipulagsskilmálum, Hamrar 10

Málsnúmer 202411145Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur erindi frá lóðarhafa við Hamra 10 (L210933) þar sem óskað er eftir heimild til að víkja frá skipulagsskilmálum.
Fyrirhugað er að reisa á lóðinni 244m2 einbýlishús en óskað er eftir heimild til að bygging gangi út fyrir byggingarreit til norð-austurs um 1m og til suðvesturs um 4m. Nýtingarhlutfall verður 0,218 en skilmálar deiliskipulags kveða á um að lágmarksnýtingarhlutfall sé 0,375.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki fallist á fyrirliggjandi beiðni með vísan til þess að frávik frá skipulagsskilmálum eru umtalsverð hvað varðar byggingarreit og nýtingarhlutfall.
Ráðið hvetur lóðarhafa til þess að vinna áfram að hönnun fyrirhugaðrar byggingar með skilmála deiliskipulags að leiðarljósi ellegar athuga hvort fyrirhuguð byggingaráform gætu betur fallið að skipulagsskilmálum lausra lóða við Bláargerði.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

4.Deiliskipulagsbreyting, Bláargerði 4

Málsnúmer 202410123Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi suðursvæðis á Egilsstöðum vegna lóðarinnar Bláargerði 4 var kynnt í Skipulagsgátt frá 22. október með athugasemdafresti til og með 21. nóvember 2024. Breytingin var jafnframt grenndarkynnt fyrir fasteignaeigendum á skipulagssvæðinu. Engar athugasemdir bárust.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagsbreytingu og felur skipulagsfulltrúa að birta auglýsingu þess efnis í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

5.Erindi vegna gatnagerðargjalda á Víkurlandi 14

Málsnúmer 202404280Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Björgunarsveitinni Báru á Djúpavogi sem sótt hefur um byggingarlóð við Víkurland 14 á Djúpavogi. Í erindinu er óskað eftir niðurfellingu á gatnagerðargjöldum vegna fyrirhugaðra framkvæmda við byggingu nýs húsnæðis fyrir björgunarsveitina.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að Björgunarsveitinni Báru verði veittur styrkur, að andvirði gatnagerðargjalda á lóðinni Víkurlandi 14, til uppbyggingar á nýju húsnæði fyrir sveitina.
Afgreiðslu málsins vísað til byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða.

6.Fundir sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna janúar til júlí 2025

Málsnúmer 202411106Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að fundadagatali sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna tímabilið janúar til júlí 2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að fundardagatali ráðsins.

Samþykkt samhljóða.

7.Styrkbeiðni vegna landvörslu á Víknaslóðum 2024

Málsnúmer 202403088Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar skýrsla landvarða á Víknaslóðum 2024 sem ber heitið "Víknaslóðir og Stórurð til framtíðar".

8.Fundargerðir svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 202312232Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 129. fundi svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.

9.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 30

Málsnúmer 2411008FVakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 30. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Múlaþings.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?