Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

5. fundur 24. nóvember 2020 kl. 08:30 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Örn Bergmann Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202010468Vakta málsnúmer

Inn á fundinn mættu fulltrúar KPMG, þeir Magnús Jónsson og Sigurjón Arnarson, og gerður grein fyrir 9 mánaða uppgjöri Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs.
Einnig fór Guðlaugur fjármálastjóri yfir nýja greiðsluáætlun og viðbótagreiðslur sem komu frá jöfnunarsjóði sveitarfélags nú á síðustu dögum.

2.Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Málsnúmer 202010469Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum

Málsnúmer 202011135Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Fundagerðir stjórnar HEF - 2020

Málsnúmer 202010482Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Byggingarnefnd Leikskólans Hádegishöfða

Málsnúmer 202010479Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð byggingarnefndar Leikskólans Hádegishöfða frá 18. nóvember, ásamt frumkostnaðaráætlun og ósk um heimild til að ráða verkfræðistofu til að hafa umsjón með og annast eftirlit með verkinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að leitað verði tilboða verkfræðistofa á svæðinu í umsjón og eftirlit með verkinu. Núverandi verkefnisstjóra verði falið sem lokaverkefni, ásamt yfirmanni eignasjóðs, að útbúa verklýsingu auk nauðsynlegra gagna og koma á framfæri við mögulega tilboðsgjafa auk þess að annast fund, ásamt formanni byggingarnefndar, þar sem tilboð verða kunngerð.

Byggðaráð samþykkir jafnframt að vísa frekari umfjöllun og úrvinnslu vegna verkefnisins, s.s. endurnýjun erindisbréfs og umboðs byggingarnefndar, til umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands

Málsnúmer 202010613Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2020

Málsnúmer 202011102Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Héraðsskjalasafni Austurlands þar sem lagt er til að aðalfundi félagsins verði frestað fram í desember auk þess að spurst er fyrir um hvort fjárhagsáætlun Héraðsskjalasafnsins fyrir árið 2021 hafi verið lögð fyrir sveitarstjórn og ef svo hafi verið gert hvort sveitarfélagið samþykki fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Eftirfarandi tillaga að bókun lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings gerir ekki athugasemd við að aðalfundi Héraðsskjalasafns Austfirðinga bs. verði frestað fram í desember. Fjárhagsáætlun Héraðsskjalasafnsins var tekin til umfjöllunar í fagnendum sveitarafélaganna fjögurra, er sameinuðust í Múlaþing, og samþykkir byggðaráð Múlaþings fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Skrifstofustjóra Múlaþings falið að koma framangreindu á framfæri við Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir

Málsnúmer 202010012Vakta málsnúmer

Fyrir lá að skipa fulltrúa í stjórn endurmenntunarsjóðs, auk þess að fyrir liggur ósk frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti um endurtilnefningu aðalfulltrúa í svæðisráð austursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að stjórn endurmenntunarsjóðs verði skipuð eftirtöldum fulltrúum:
Fulltrúar stafsfólks: Guðrún Helga Elvarsdóttir, Sigríður Herdís Pálsdóttir og Þorbjörg Sandholt.
Fulltrúar kjörinna: Jakob Sigurðsson og Elvar Snær Kristjánsson.
Starfsmanni falið að boða stjórn saman til fyrsta fundar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð leggur til að eftirtaldir aðilar verði tilnefndir sem aðal- og varafulltrúar í svæðisráð austursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði.
Aðalmenn: Berglind Harpa Svavarsdóttir og Svandís Egilsdóttir
Varamenn: Ívar Karl Hafliðason og Andrés Skúlason.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Samstarfssamningur við Körfuknattleiksdeild Hattar

Málsnúmer 202010611Vakta málsnúmer

Fyrir lágu endurskoðuð drög að samstarfssamningi við Körfuknattleiksdeild Hattar auk afgreiðslu fjölskylduráðs Múlaþings sem samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að staðfesta samstarfssamninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Minnismerki um Frelsi, í minningu og til heiðurs Hans Jónatan

Málsnúmer 202011136Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Vilhjálmi Bjarnasyni varðandi minnismerki um Frelsi, í minningu og til heiðurs Hans Jónatan.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings er þeirrar skoðunar að, ef af verður, þá standi sveitarfélagið straum að kostnaði við undirstöðu og uppsetningu og samþykkir að fela atvinnu- og menningarmálastjóra Múlaþings að annast verkefnið af hálfu sveitarfélagsins í samráði við heimastjórn Djúpavogs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Austurvegur 22 - leyndir gallar

Málsnúmer 202011122Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá kaupanda eignarinnar Austurvegur 22 á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð telur ekki forsendur til að fallist verði á kröfu kaupenda um bætur vegna leyndra galla og hafnar erindinu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð

Málsnúmer 202011069Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun heimastjórnar Borgarfjarðar dags. 18.11.2020, varðandi styrki er fengist hafa til uppbyggingar í Fjarðaborg og mögulega ráðstöfun þeirra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðarráð samþykkir að heimastjórn Borgarfjarðar verði falið að ráðstafa styrkfénu, sem er að fjárhæð um það bil. kr. 15,8 milljónir. Verkefnið snýst um að koma upp bættri starfsaðstöðu á efri hæð Fjarðarborgar og annist umsjón með því.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

13.Leiguíbúðir Borgarfirði, úthlutunarreglur

Málsnúmer 202011070Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun heimastjórnar Borgarfjarðar dags. 18.11.2020. varðandi leiguíbúðir á Borgarfirði og úthlutunarreglur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að fela skrifstofustjóra Múlaþings í samráði við formann heimastjórnar Borgarfjarðar og fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði að vinna nánari útfærslu úthlutunarreglna vegna íbúðaúthlutana í Múlaþingi. Er endanleg drög liggja fyrir verði þau lögð fyrir byggðaráð til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

14.Hafnarhús

Málsnúmer 202010633Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun heimastjórnar Borgarfjarðar dags. 18.11.2020. varðandi endurskoðun á leigusamningi vegna Hafnarhúss.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna varðandi málið og er þau liggja fyrir verður málið tekið fyrir til afgreiðslu í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

15.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 187. mál.

Málsnúmer 202011133Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum,240.mál

Málsnúmer 202011131Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Umsagnarbeiðni umfrumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 602013 (málsmeðferð o.fl.), 276. mál

Málsnúmer 202011117Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi), 265. mál.

Málsnúmer 202011132Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu einstaklinga, nr. 1402019 (sveitarfélag fyrsta lögheimilis), 82. mál.

Málsnúmer 202011142Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?