Fara í efni

Fjárfestingaráætlun 2025

Málsnúmer 202409095

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 129. fundur - 07.10.2024

Fyrir liggja drög að endurskoðaðri 10 ára fjárfestingaráætlun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi drögum að 10 ára fjárfestingaráætlun til umsagnar hjá ungmennaráði, öldungaráði, byggðaráði, fjölskylduráði og heimastjórnum. Áætlunin verður tekin fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 49. fundur - 08.10.2024

Hugrún Hjálmarsdóttir kynnti fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins. Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við framkomna fjárfestingaráætlun og þakkar góða kynningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir

Heimastjórn Djúpavogs - 53. fundur - 10.10.2024

Heimastjórn felur starfsmanni að koma athugasemdum við fjárfestingaáætlun 2025 á framfæri í samræmi við umræður á fundinum.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 51. fundur - 10.10.2024

Fyrir liggja drög að endurskoðaðri 10 ára fjárfestingaráætlun Múlaþings. Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 7.10.2024: Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi drögum að 10 ára fjárfestingaráætlun til umsagnar hjá ungmennaráði, öldungaráði, byggðaráði, fjölskylduráði og heimastjórnum. Áætlunin verður tekin fyrir að nýju.

Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnti fjárfestingaáætlun sveitarfélagsins.

Heimastjórn fagnar áframhaldandi framkvæmdum við Fjarðarborg og áformum um byggingu líkamsræktar við Sparkhöll en saknar þess að engar nýframkvæmdir eru áætlaðar næstu níu ár þar á eftir. Heimastjórn Borgarfjarðar óskar eftir því að tillit verði tekið til þess þegar útdeilt verður úr sameiginlegum sjóðum er varða t.d. gatnagerð, göngustíga, gangstéttir, götulýsingu og viðhald.

Samþykkt samhljóða án handauppréttingar.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 10:15

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 51. fundur - 10.10.2024

yrir liggja drög að endurskoðaðri 10 ára fjárfestingaráætlun.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 7.10.2024:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi drögum að 10 ára fjárfestingaráætlun til umsagnar hjá ungmennaráði, öldungaráði, byggðaráði, fjölskylduráði og heimastjórnum. Áætlunin verður tekin fyrir að nýju.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að svigrúm sé í fjögurra ára fjárfestingaáætlun til að mæta nauðsynlegri innviðauppbyggingu í miðbæ Egilsstaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?