Fara í efni

Öldungaráð Múlaþings

9. fundur 23. janúar 2025 kl. 10:00 - 11:30 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir
  • Baldur Pálsson
  • Þorvaldur P. Hjarðar
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir
  • Gyða Vigfúsdóttir
  • Soffía Sigríður Jónasdóttir
Starfsmenn
  • Aðalheiður Árnadóttir
  • Helga Þórarinsdóttir
Fundargerð ritaði: Aðalheiður Árnadóttir verkefnastjóri í félagslegri ráðgjöf og stuðningi

1.Svæðisbundið samráð gegn ofbeldi á Austurlandi

Málsnúmer 202309006Vakta málsnúmer

Á þriðja samráðsfundi Öruggara Austurlands sem haldinn var 10. október sl. var ákveðið að kortleggja þörf eldra fólks fyrir fræðslu varðandi ofbeldi, netbrot og fleira. Margrét María, lögreglustjórinn á Austurlandi, mætir á fundinn undir þessum lið sem forsvarsmaður verkefnisins.
Eftirfarandi tillaga er lögð fram: Öldungaráð fagnar verkefninu og leggur til að forsvarsmenn Öruggara Austurlands setji sig í samband við félög eldri borgara í hverjum kjarna fyrir sig og skipulögð verði fræðsla varðandi ofbeldi, netbrot og fleira. Samþykkt samhljóða.

2.Fjárfestingaráætlun 2025

Málsnúmer 202409095Vakta málsnúmer

Fjárfestingaáætlun Múlaþings fyrir árin 2025-2034 lögð fram til kynningar og umsagnar.
Eftirfarandi tillaga er lögð fram: Öldungaráð fagnar því að gerðar verði tvær nýjar íbúðir í Jónshúsi. Jafnframt leggur ráðið til að áfram verði unnið að úrbótum í húsnæðismálum eldri borgara í Múlaþingi.

Samþykkt samhljóða.

3.Erindi er varðar Janus heilsuefling, verkefni fyrir 65 plús

Málsnúmer 202401122Vakta málsnúmer

Bókun fjölskylduráðs vegna Janusarverkefnisins lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

4.Staða á þjónustu við aldraða í Múlaþingi

Málsnúmer 202405173Vakta málsnúmer

Bókun fjölskylduráðs frá 22. október 2024, vegna erindis öldungaráðs varðandi greiðslur fyrir fundarsetu allra ráða í Múlaþingi, lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

5.Umferðaröryggisáætlun Múlaþings

Málsnúmer 202311243Vakta málsnúmer

Umferðaröryggisáætlun Múlaþings lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

6.Beiðni um styrk fyrir námskeið fyrir eldri borgara í tækjasal

Málsnúmer 202501150Vakta málsnúmer

Bókun fjölskylduráðs var lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd