Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

51. fundur 10. október 2024 kl. 09:00 - 14:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Ragna Stefanía Óskarsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Dögg Sveinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Alda Marín Kristinsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Alda Marín Kristinsdóttir fulltrúi sveitarstjóra á Borgarfirði eystra

1.Málefni Stakkahlíðar

Málsnúmer 202210013Vakta málsnúmer

Þann 28. september síðastliðinn stóð heimastjórn fyrir opnum kynningarfundi um friðlýsingar og möguleika sem felast í þeim. Eins og áður hefur verið fjallað um, fól þáverandi umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Umhverfisstofnun (UST) að hefja undirbúning að ferli friðlýsingar á jörðinni Stakkahlíð í Loðmundarfirði.
Erindi á fundinum voru tvö, annað frá Davíð Örvari Hanssyni sérfræðingi hjá UST, sem fjallaði um friðlýsingar og annað frá Ágústu Helgadóttur sérfræðingi hjá Landi og skógi, um möguleika í endurheimt votlendis. 20 gestir sóttu fundinn og sköpuðust fróðlegar og líflegar umræður um bæði málefni.

Heimastjórn þakkar framsögumönnum og gestum fyrir komuna.

Málið er í vinnslu.

2.Félag fjarbúa á Borgarfirði

Málsnúmer 202410069Vakta málsnúmer

Sigrún Jónsdóttir, formaður Félags fjarbúa á Borgarfirði, óskaði í tölvupósti 9.9.2024 eftir fundi með heimastjórn. Fulltrúar stjórnar komu inn á fundinn og ræddu um ýmis umbótamál er við koma Borgarfirði. Rætt var um framhald á söguskiltaverkefni félagsins, möguleika á göngustíg út fjörðinn af Bökkunum, umhverfis- og umferðarmál og fleira.
Heimastjórn þakkar fulltrúum Félags fjarbúa fyrir góð innlegg.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Guðný Sigríður Ólafsdóttir - mæting: 09:30
  • Árni Áskelsson - mæting: 09:30
  • Sigrún Jónsdóttir - mæting: 09:30

3.Ályktanir af Aðalfundi NAUST 2024

Málsnúmer 202409067Vakta málsnúmer

Fyrir liggja ályktanir frá aðalfundi Náttúruverndarsamtaka Austurlands sem haldinn var 7. september 2024.

Lagt fram til kynningar.

4.Umhverfisþing 2024

Málsnúmer 202410015Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, dagsettur 27.9.2024, þar sem vakin er athygli á IIIX. Umhverfisþingi sem fer fram í Hörpu, 5. nóvember.
Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 7.10.2024: Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur öll áhugasöm til að sækja fyrirhugað umhverfisþing og leggur til við heimastjórnir, sem fara með hlutverk náttúruverndarnefnda sveitarfélagsins, að tilnefna einn fulltrúa hver til að sitja þingið, hvort heldur í fjar- eða staðfundi.
Fulltrúar heimastjórnar munu sitja þingið.

5.Fjárfestingaráætlun 2025

Málsnúmer 202409095Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að endurskoðaðri 10 ára fjárfestingaráætlun Múlaþings. Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 7.10.2024: Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi drögum að 10 ára fjárfestingaráætlun til umsagnar hjá ungmennaráði, öldungaráði, byggðaráði, fjölskylduráði og heimastjórnum. Áætlunin verður tekin fyrir að nýju.

Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnti fjárfestingaáætlun sveitarfélagsins.

Heimastjórn fagnar áframhaldandi framkvæmdum við Fjarðarborg og áformum um byggingu líkamsræktar við Sparkhöll en saknar þess að engar nýframkvæmdir eru áætlaðar næstu níu ár þar á eftir. Heimastjórn Borgarfjarðar óskar eftir því að tillit verði tekið til þess þegar útdeilt verður úr sameiginlegum sjóðum er varða t.d. gatnagerð, göngustíga, gangstéttir, götulýsingu og viðhald.

Samþykkt samhljóða án handauppréttingar.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 10:15

6.Ráðstöfun eignar

Málsnúmer 202408181Vakta málsnúmer

Heimastjórn hefur haft til umfjöllunar mögulega sölu á íbúðarhúsnæðinu Þórshamri á Borgarfirði. Heimastjórn samþykkir fyrir sitt leyti að húsið verði sett í söluferli að því gefnu að andvirði eignarinnar verði nýtt til uppbyggingar nýrra leiguíbúða á Borgarfirði.

Málinu vísað til byggðaráðs til frekari umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 10:15

7.Umsókn um lóð, Landavarðaskáli, Borgarfjörður

Málsnúmer 202306177Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um lóð frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs, dagsett 7.10.2024, fyrir landvarðaskála á athafnasvæði neðan við Fiskverkun Kalla Sveins. Óskað er eftir umsögn heimastjórnar um málið. Heimastjórn skilur þörf ferðafélagsins fyrir húsnæði landvarða en vísar til fyrri bókunar sinnar frá 9.11.2023 þar sem segir að:

Heimastjórn Borgarfjarðar óttast það fordæmi sem sett verður ef veitt verða leyfi fyrir svo smáar byggingar innanbæjar án nokkurs skipulags þar um. Sambærilegum óskum um slík hýsi innanbæjar hefur áður verið hafnað af Borgarfjarðarhreppi. Heimastjórn hvetur FFF til að sækja um viðeigandi lóð fyrir íbúðarhús fyrir landverði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, framkvæmdaáætlun

Málsnúmer 202406163Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til kynningar og umræðu 5 ára framkvæmdaáætlun er varðar uppbyggingu áfangastaða í sveitarfélaginu sem umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 19.8.2024 að horft yrði til við gerð fjárfestingaráætlunar 2025. Heimastjórn ákvað á fundi sínum 5. september 2024 að rýna framkvæmdaáætlunina betur þar sem aðeins eitt verkefni á Borgarfirði kom fram í henni.

Starfsmanni falið að setja saman minnisblað með hugmyndum í samræmi við umræður á fundinum.

9.Úthlutun á leiguhúsnæði, Lækjargrund 1

Málsnúmer 202409011Vakta málsnúmer

Lækjargrund 1 á Borgarfirði var auglýst til leigu á vefsíðu Múlaþings þann 4. september 2024. Umsóknarfrestur rann út 18. september og bárust þrjár umsóknir. Heimastjórn samþykkir að Maciej Jerzy Zukowski fái úthlutað Lækjargrund 1. Haft verður samband við umsækjanda um afhendingartíma og leigusamning.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Almenningssamgöngur í Múlaþingi

Málsnúmer 202406020Vakta málsnúmer

Vegagerðin tilkynnti með bréfi dagsettu 14.5.2024 að hún myndi ekki framlengja gildandi þjónustusamning við Borgarhöfn ehf. um akstur á leið 95 milli Borgarfjarðar og Egilsstaða. Heimastjórn fjallaði síðast um málið á fundi 6. júní sl. og vísaði til sveitarstjórnar sem tók málið fyrir 12.6.2024.

Vegagerðin hefur ekki brugðist við ákalli heimastjórnar og sveitarstjórnar um endurskoðun ákvörðunarinnar. Heimastjórn Borgarfjarðar ítrekar að hún harmar afstöðu Vegagerðarinnar og telur þetta kaldar kveðjur til Borgfirðinga sem hafa nýtt ferðirnar til að sækja þá þjónustu sem ekki er að fá heima fyrir, s.s. læknisþjónustu og skólaþjónustu og verslun.

Heimastjórn Borgarfjarðar skorar á Vegagerðina að endurskoða þessa ákvörðun og vísar málinu aftur til sveitarstjórnar. Starfsmanni einnig falið að senda erindi á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði

Málsnúmer 202212043Vakta málsnúmer

Borgarfjarðarhöfn
Vinna við nýja löndunarbryggju klárast að öllum líkindum í næstu viku. Verið er að vinna að frágangi lagna og rafmagns, bæði fyrir löndunarbryggju og tunnu.

Fjarðarborg
Framkvæmdir í suðurstofu og miðrými á efri hæð eru að klárast og stefnt að því að skrifstofa sveitarfélagsins flytji þangað upp á næstu vikum. Þar verða enn fremur til reiðu skrifstofurými til útleigu fyrir áhugasama. Áfram verður haldið með framkvæmdir í vetur, m.a. klæðningu utanhúss og í anddyri.

12.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Borgarfjarðar er fyrirhugaður fimmtudaginn 7. nóvember. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 mánudaginn 4. nóvember. Erindi skal senda á netfangið alda.kristinsdottir@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?