Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

145. fundur 24. mars 2025 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir aðalmaður
  • Hulda Sigurdís Þráinsdóttir varamaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fulltrúi V-lista (ÞÓ) sat fundinn undir liðum nr. 3-12.

Hafnarstjóri (Dagmar Ýr Stefánsdóttir) og verkefnastjóri hafna (Eiður Ragnarsson) sátu fundinn undir liðum nr. 1-4. Markaðsstjóri hafna (Aðalheiður Borgþórsdóttir) sat fundinn undir liðum nr. 1-3 og yfirhafnarvörður (Rúnar Gunnarsson) sat fundinn undir liðum nr. 3 og 4.

1.Starfsemi Cruise Iceland

Málsnúmer 202503118Vakta málsnúmer

Stjórnarformaður Cruise Iceland kynnir starfsemi samtakanna.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Sigurður Jökull Ólafsson - mæting: 08:30

2.Cruise Iceland, fundargerðir

Málsnúmer 202503082Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tvær fundargerðir frá fundum Cruise Iceland. Annars vegar frá stjórnarfundi samtakanna og hins vegar fundi þeirra með hagaðilum á Austurlandi. Báðir fundir fóru fram þann 6. mars síðast liðinn á Egilsstöðum og í fjarfundi.

Fyrir ráðinu liggur jafnframt áskorun frá fundi hagaðila á Austurlandi um að hafnir Múlaþings leggi til fjármagn í rannsóknir á efnahagslegum áhrifum skemmtiferðaskipa.
Lagt fram til kynningar.

3.Umferðastýring á Seyðisfirði

Málsnúmer 202411166Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að umferðarstýringu í miðbæ Seyðisfjarðar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum er varða vörulosun. Starfsmönnum falið að láta birta auglýsingu um lokanir í Lögbirtingarblaðinu og tilkynna til lögreglu og þjónustuaðila.

Samþykkt samhljóða.

4.Sjóvarnir og bryggja Strandavegi 29

Málsnúmer 202503173Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað, dags. 21.3.2025, þar sem farið er yfir viðhaldsþörf bryggju og sjóvarna við Strandaveg 29 á Seyðisfirði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Hafnarstjóra falið að hafa samband við eiganda bryggjunnar varðandi ástand og framtíð hennar.

Samþykkt samhljóða.

5.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Farið er yfir fyrirkomulag og tímasetningu fyrirhugaðra íbúafunda í tengslum við kynningu vinnslutillögu nýs aðalskipulags.
Jafnframt er lagt fram til kynningar minnisblað um almennt hæfi sveitarstjórnarmanna vegna aðalskipulagstillögu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að íbúafundir verði haldnir milli kl. 17:00 og 19:00 á eftirfarandi stöðum:
2. apríl - Egilsstaðir, Valaskjálf
3. apríl - Borgarfjörður, Fjarðarborg
9. apríl - Seyðisfjörður, Herðubreið
10. apríl - Djúpivogur, Hótel Framtíð

Íbúar eru hvattir til að fjölmenna á fundina og kynna sér nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins. Rafræn kynning verður einnig gerð aðgengileg á heimasíðunni og samfélagsmiðlum.

Samþykkt samhljóða.

6.Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðir, Austurtún 2-6

Málsnúmer 202502131Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að breytingu á deiliskipulagi íbúðalóða við Austurtún 2-6 í Votahvammi á Egilsstöðum. Breyta á þremur par- og raðhúsalóðum í 4 einbýlishúsalóðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Votahvamms í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt samþykkir ráðið, með vísan til gr. 5.9.3. í skipulagsreglugerð, að fallið verði frá grenndarkynningu breytinganna.

Samþykkt samhljóða.

7.Umsókn um byggingarheimild, Bakki 1, 720

Málsnúmer 202502210Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi/heimild fyrir byggingu frístundahúss á landi Bakka (L157637) á Borgarfirði. Ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til grenndarkynningar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

8.Umsókn um breytingu á staðfangi, Þrándarstaðir lóð 7

Málsnúmer 202503143Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um breytingu á staðfangi Þrándarstaða lóð 7 (L217277). Óskað er eftir að nýtt staðfang verði Svörtuloft.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að láta breyta staðfanginu.

Samþykkt samhljóða.

9.Umsókn um breytingu á staðfangi, Höfði lóð 2

Málsnúmer 202503163Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um breytingu á staðfangi Höfða /lóð 2 (L157515). Óskað er eftir að nýtt staðfang verði Hrafnsás.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að láta breyta staðfanginu.

Samþykkt samhljóða.

10.Umsókn um lóð, Iðjusel 1

Málsnúmer 202502225Vakta málsnúmer

Fyrir liggur sameiginlegt erindi frá Kornþurrkun Austurlands ehf. og Björgunarsveitinni Jökli sem sótt hafa um byggingarlóð við Iðjusel 1 í Fellabæ. Í erindinu er óskað eftir niðurfellingu á gatnagerðargjöldum vegna fyrirhugaðra framkvæmda við byggingu húsnæðis fyrir björgunarsveitina og nýja kornþurrkunarstöð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fagnar fyrirhugaðri uppbyggingu á lóðinni og felur skipulagsfulltrúa að láta ganga frá úthlutun hennar. Ráðið hafnar þó fyrirliggjandi beiðni um niðurfellingu á gatnagerðargjöldum en beinir því til byggðaráðs að veita Björgunarsveitinni Jöklum styrk, að andvirði gatnagerðargjalda, fyrir þeim hluta byggingarinnar sem á að hýsa þeirra starfsemi.

Samþykkt samhljóða.

11.Beiðni um úrbætur á bílastæðamálum í kringum Bókakaffi, Hlöðum í Fellabæ

Málsnúmer 202503167Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Grétu Sigurjónsdóttur, fyrir hönd Bókakaffi Hlöðum ehf., þar sem farið er fram á að sveitarfélagið fjölgi bílastæðum við bakka Lagarfljóts um 8-10.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir ábendinguna og leggur til að núverandi almenningsstæði við Bókakaffi verði máluð í sumar.
Ráðið bendir jafnframt á að almenningsbílastæði eru staðsett innst í Helgafelli og við Sunnufell, sem nýst gætu viðskiptavinum.

Samþykkt samhljóða.

12.Fjárfestingaráætlun 2025

Málsnúmer 202409095Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að breytingum á fjárfestingaráætlun ársins 2025.
Málið er áfram í vinnslu og verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd