Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

54. fundur 07. nóvember 2024 kl. 09:00 - 11:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum

Málsnúmer 202201165Vakta málsnúmer

Fyrir liggur niðurstaða í þjóðlendumálum í sveitarfélaginu. Fundarritari leitar afbrigða um að taka mál 202201165 á dagskrá.

Samþykkt samhljóða að taka málið á dagskrá.

Heimastjórn Djúpavogs fagnar því að komin sé niðurstaða í þjóðlendumál á Austurlandi og að úrskurðir hafi verið sveitarfélaginu og landeigendum í vil.

Samþykkt samhljóða.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 - 2028

Málsnúmer 202404017Vakta málsnúmer

Farið yfir fjárhagsáæltlun 2025 - 2028
Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 til 2028, en samkvæmt 48. grein samþykkta um stjórn Múlaþings skal fjárhagsáætlun koma til umsagnar heimastjórnar áður en hún er tekin til umræðu í sveitarstjórn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn beinir því til Umhverfis og framkvæmdaráðs að farið verði í framkvæmdir á útivistar- og leiksvæðinu í Blánni við að ræsa fram og þurrka svæðið. Í rigningum er svæðið á floti og því nauðsynlegt að bætt verði úr þessu á vormánuðum.

Einnig telur Heimastjórn nauðsynlegt sé að ráðast í endurbætur á Íþróttamiðstöð Djúpavogs, í kjölfar aukins áhuga á líkamsrækt. Nauðsynlegt er að fara í viðbyggingu sem myndi hýsa þá aðstöðu. Í kjölfarið mætti nýta svæði í kjallara hússins undir endurbætta salernisaðstöðu. Myndi þetta opna möguleika á að nýta íþróttahúsið fyrir stærri viðburði.

Myndu þessi verkefni falla vel að skilyrðum Fiskeldissjóðs um styrkveitingar.

Samþykkt samhljóða.

3.Fjárfestingaráætlun 2025

Málsnúmer 202409095Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn beinir því til Umhverfis og framkvæmdaráðs að farið verði í framkvæmdir á útivistar- og leiksvæðinu í Blánni við að ræsa fram og þurrka svæðið. Í rigningum er svæðið á floti og því nauðsynlegt að bætt verði úr þessu á vormánuðum.

Einnig telur Heimastjórn nauðsynlegt sé að ráðast í endurbætur á Íþróttamiðstöð Djúpavogs, í kjölfar aukins áhuga á líkamsrækt. Nauðsynlegt er að fara í viðbyggingu sem myndi hýsa þá aðstöðu. Í kjölfarið mætti nýta svæði í kjallara hússins undir endurbætta salernisaðstöðu. Myndi þetta opna möguleika á að nýta íþróttahúsið fyrir stærri viðburði.

Myndu þessi verkefni falla vel að skilyrðum Fiskeldissjóðs um styrkveitingar.

Samþykkt samhljóða.

4.Steinar 1, framkvæmdir, gamla kirkjan á Djúpavogi

Málsnúmer 202106143Vakta málsnúmer

Komið hafa fram hugmyndir frá hollvinasamtökum gömlu kirkjunnar varðandi samvinnu um nýtingu kirkjunnar.

Heimastjórn felur stafsmanni að koma á fundi með hollvinasamtökum Gömlu kirkjunnar og sveitarstjóra til að ræða mögulegt samstarf.

Samþykkt samhljóða.

5.Erindi vegna Faktorshúss á Djúpavogi

Málsnúmer 202409048Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn beinir því til Byggðaráðs að skoða hvort fýsilegt sé að gera langtímaleigusamning við núverandi leigutaka í Faktorshúsinu og tryggja þannig áframhaldandi uppbyggingu og starfsemi í þessu fallega og sögufræga húsi, sem er Djúpavogsbúum mikilvæg bæjarprýði.

Ekki verði hugað að sölu á Faktorshúsi að sinni. Leggja ætti áherslu á að klára skipulag miðsvæðisins sem fyrst og setja skilmála um starfsemi á lóðum á miðbæjartorfunni til að tryggja að ekki sé hægt að setja hvaða starfsemi sem er í umrædd hús og að framtíðarsýn um nýtingu þeirra sé til staðar.

Samþykkt samhljóða.

6.Breytingar á skattheimtu skemmtiferðaskipa við Ísland.

Málsnúmer 202411010Vakta málsnúmer

Heimastjórn óttast að þar sem afnám ívilnananna sé enn óútfært og ekki hefur verið unnið mat á efnahagsáhrifum ákvörðunarinnar eins og til stóð, muni það hafa veruleg neikvæð áhrif á komu skemmtiferðaskipa til Djúpavogs.
Undanfarin ár hefur byggst upp mikil þjónusta við þessi skip á Djúpavogi og einsýnt að fótunum verði kippt undan þeim fyrirtækjum sem selt hafa þjónustu til þessara skipa, verði áformin að veruleika.

Óvissan hefur leitt til þess að fyrirtækin séu farin að afbóka ferðir, ekki endilega vegna þess að þau séu á móti því að greiða sanngjörn gjöld, heldur vegna þess að ekki liggur fyrir hversu mikið eigi að greiða eða hvenær. Ferðir með skemmtiferðaskipum eru seldar langt fram í tímann og skammur fyrirvari ásamt mikilli óvissu geri það að verkum að ekki er hægt að aðlaga verð ferðanna að umræddum breytingunum.

Tekjur Djúpavogshafnar vegna komu þessara skipa eru umtalsverðar og myndi fækkun skipa hafa veruleg neikvæð áhrif á uppbyggingarmöguleika hafnarinnar og svæðisins.

Heimastjórn skorar á yfirvöld að endurskoða þessa ákvörðun.

Samþykkt samhljóða.

7.Íbúafundur Heimastjórnar Djúpavogs.

Málsnúmer 202202045Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá íbúafundi frá 4. nóv.

Heimastjórn þakkar íbúum fyrir afar góða mætingu og góðar og málefnalegar umræður.

8.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Útrás við Langatanga: Dæling hófst þann 31. okt og er það sérstakt fagnaðarefni að þessi áfangi sé í höfn.

Vatnsveita: Lagnavinnu að mestu lokið, beðið er eftir dælubúnaði til að setja upp. Gert er ráð fyrir því að ný vatnsveita verði kominn í notkun fyrir jól.

Djúpavogshöfn: Vinnu við þekju er lokið, frágangur á rafmagni og vatni er í gangi.

Hitaveita: Til stendur að bora 2 tilraunaholur í lok ársins til að kortleggja betur mögulegt hitavatnsnýtingu.

Lýsing: Verið er að setja upp ljósastaura milli Gleðivíkurbryggju og Bræðslu, en enn er beðið eftir svörum frá Vegagerðinni varðandi lýsingu frá Bræðslu að Hvarfi. Unnið er í lagfæringum á annari lýsingu innanbæjar eftir þörfum.

Öxi: Vegagerðin bíður færis til að hefla veginn sem er mjög holóttur, en of blautt hefur verið til að fara í það verk.

Slökkvistöð: Búið er að bjóða út endurbætur á slökkvistöðinni og ætti sú vinna að hefjast innan skamms.

Jólaundurbúningur: Fyrir mistök var jólatré staðarins ekki keypt af Skógræktarfélagi Djúpavogs á síðasta ári eins og hefð hefur verið fyrir undanfarin ár. Framvegis verður leitað fyrst til Skógræktarfélagsins með jólatré fyrir íbúa Djúpavogs.


9.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur Heimastjórnar Djúpavogs verður haldin fimmtudaginn 5. des kl 10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast starfsmanni heimastjórnar fyrir kl 16:00 föstudaginn 29. nóvember á netfangið eidur.ragnarsson@mulathing.is

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?