Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

53. fundur 10. október 2024 kl. 09:00 - 11:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, Ný vegtenging, athafna- og hafnarsvæði

Málsnúmer 202110146Vakta málsnúmer

Heimastjórn líst vel á þær hugmyndir sem koma fram um að skoðaðar verið aðstæður í Sandbrekkuvík og leggur til að hugmyndin verði skoðuð áfram í tengslum við Aðalskipulagsgerð, en leggur áherslu á að framkvæmdir við Gleðivík haldi áfram samkvæmt áætlun. Sjóvarnarhuti framkvæmda í Gleðivík sé nauðsynlegur til að bæta aðstöðu og gera hana betri með tilliti til ölduhreyfinga.

Einnig telur heimastjórn mikilvægt að veglínur séu skoðaðar vandlega, til að tryggja sem besta tengingu við þjóðveg 1 og sem besta nýtingu á svæðinu vestan við Gleðivík.

2.Leikskólinn Bjarkatún skólaárið 2024 - 2025

Málsnúmer 202401181Vakta málsnúmer

Heimastjórn tekur undir niðurstöðu starfshóps um leikskólamál á Djúpavogi og Fjölskylduráðs, að farið verði í strax í viðbyggingu á næsta ári. (Sviðsmynd 7)

Gert er ráð fyrir því að viðbygging verði tilbúin til notkunar haustið 2027

3.Ljóðaslóð um Langatanga Djúpavogi

Málsnúmer 202408027Vakta málsnúmer

Heimastjórn líst vel á framkomnar hugmyndir frá Ars Longa um ljóðastíg.

Heimastjórn telur mikilvægt að áður en frekari fjárframlög frá sveitarfélaginu komi til verkefna á vegum Ars Longa sé gerð grein fyrir stöðu mála á fyrri verkefnum (endurbótum á Vogshúsi sem er í niðurníðslu og hættulegt umhverfi sínu).

Erindið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi þegar upplýsingar um framgang í Vogshúsi liggja fyrir.

4.Erindi vegna Faktorshúss á Djúpavogi

Málsnúmer 202409048Vakta málsnúmer

Erindi frá forsvarsmönnum Goðaborgar ehf sem er leigutaki Faktorshús á Djúpavogi, um mögulegar breytingar á samningi og hugsanlega sölu á Faktorshúsi.

Heimastjórn leggur til að það verði skoðað að auglýsa Faktorshúsið til sölu og að andvirði sölunnar verði nýtt til verkefna í gamla Djúpavogshreppi í samráði við heimastjórn.

5.Íbúafundur Heimastjórnar Djúpavogs.

Málsnúmer 202202045Vakta málsnúmer

Áætlað er að halda íbúafund heimastjórnar Djúpavogs mánudaginn 4. nóvember kl 17:00. Gert er ráð fyrir að boða sviðsstjóra og kjörna fulltrúa á fundinn.

6.Cittaslow

Málsnúmer 202203219Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 16 og 17 frá samráðshópi um Cittaslow.

7.Fjárfestingaráætlun 2025

Málsnúmer 202409095Vakta málsnúmer

Heimastjórn felur starfsmanni að koma athugasemdum við fjárfestingaáætlun 2025 á framfæri í samræmi við umræður á fundinum.

8.Umhverfisþing 2024

Málsnúmer 202410015Vakta málsnúmer

Umhverfisþing fer fram í Hörpu. 5. nóvember og stendur frá kl. 13-16. Umfjöllunarefni þingsins eru náttúruvernd, loftslagsmál og aðlögun að loftslagsbreytingum.
Þingið er öllum opið á meðan að húsrúm leyfir. Einnig verður hægt að fylgjast með þinginu í opnu streymi.
Heimastjórn samþykkir að senda fulltrúa á þingið.

9.Steinar 1, framkvæmdir, gamla kirkjan á Djúpavogi

Málsnúmer 202106143Vakta málsnúmer

Heimastjórn hefur ítrekað auglýst eftir samstarfsaðilum um nýtingu gömlu kirkjunnar án árangurs.
Heimastjórn leggur því til að skoðað verði að selja húsið því það getur ekki staðið lengur autt. Nauðsynlegt er að finna húsinu hlutverk til framtíðar.

Verði húsið selt leggur heimastjórn áherslu á að að söluandvirðinu verði ráðstafað til verkefna í gamla Djúpavogshreppi.

Málið verður tekið fyrir aftur á næsta fundi.

10.Djúpavogsflugvöllur

Málsnúmer 202410056Vakta málsnúmer

Lokun isavia á umferð bíla um flugbraut:

Flugvöllurinn á Djúpavogi hefur í gegnum tíðina verið notaður til að komast út að söndum. Nú hefur Ísavia lokað á umferð um flugvöllinn sem gerir það að verkum að illfært er fyrir fólk að komast keyrandi að þessari útivistarperlu.

Heimastjórn telur mikilvægt að gott aðgengi sé að þessu svæði svo fólk geti notið þess að heimsækja sandana. Huga þarf tafarlaust að lausnum, gera þarf veg og bílastæði að svæðinu. Framkvæmd þessi fellur vel að áherslum Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og vill heimastjórn að sótt verði um styrk fyrir framkvæmdinni.

11.Breyting á almenningssamgöngum Djúpivogur - Höfn

Málsnúmer 202410064Vakta málsnúmer

Vegagerðinni barst fyrirspurn frá flugfélaginu Mýflug með ósk um breytingar á núverandi flugáætlun. Það hefur þau áhrif á almenningssamgöngur að leið 94 frá Djúpavogi yfir á Höfn getur ekki ekið um morguninn til að ná morgunfluginu því akstur yrði á undan vetrarþjónustu á þjóðveginum. Rekstraraðili leiðar 94 hefur lagt til að breyta akstrinum yfir í kvöldferð verði tillaga um nýja flugáætlun samþykkt. Akstur yrði fyrir seinna flugið á þeim dögum sem tvö flug er í boði.

Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við mögulegar breytingar á flugáætlun og akstursáætlun. Heimstjórn telur þó mikilvægt að tryggja að almenningssamgöngur séu með besta móti til og frá byggðarlaginu. Einnig ætti að endurskoða mögulegar breytingar komi í ljós að nýtingin verði verri.

12.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202409169Vakta málsnúmer

Fram hafa komið athugasemdir frá foreldrum á Djúpavogi varðandi kostnað við aðgang að líkamsræktaraðstöðu fyrir unglinga.

Heimastjórn leggur til að frítt verði í líkamsræktaraðstöðuna í Íþróttamiðstöð Djúpavogs með sama hætti og í sundlaugina fyrir unglinga og hefur því þegar verið komið á framfæri við starfsfólk fjölskyldusviðs sem mun taka málið upp á næsta fundi Fjölskylduráðs.

Ekki sé rétt að mismuna unglingum eftir því hvort þeir velji sund eða líkamsrækt sér til heilsubótar innan íþróttamiðstöðvarinnar.

13.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Vatnsveita: Lagning lagnar frá vatnsbóli að gömlu lögninni að Teigum langt komin. Búið að panta dælubúnað.

Djúpavogshöfn: Þekja langt komin, búið að tengja vatnslagnir og leggja háspennukapal að spennistöð.

Borgarland: Byrjað að keyra í götuna og næst liggur fyrir að leggja lagnir og grófjafna götuna.

Malbik: Malbik verður lagt næsta mánudag eða þriðjudag (14 eða 15) á Vogalandið og í kringum höfnina.

Upplýsingaskilti fyrir Djúpavog: Eru tilbúin og munu verða sett upp fyrir næsta sumar. Yfirlitskort og göngleiðarkort að Æðarsteinsvita.

Hitaveita: Til stendur að fara í borun á annari holu fljótlega.

14.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur heimastjórnar Djúpavogs verður haldin fimmtudaginn 7. nóvember nk kl 10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast starfsmanni heimastjórnar fyrir kl 16:00 föstudaginn 1. nóvember á netfangið eidur.ragnarsson@mulathing.is

Fundi slitið - kl. 11:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?