Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

135. fundur 02. desember 2024 kl. 08:30 - 10:35 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála

1.Fjárfestingaráætlun 2025

Málsnúmer 202409095Vakta málsnúmer

Í samræmi við bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 18. nóvember sl., undir máli nr. 202404144, eru lögð fram uppfærð drög að 10 ára fjárfestingaráætlun Múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tíu ára fjárfestingaráætlun og vísar henni til staðfestingar hjá sveitarstjórn samhliða fjárhagsáætlun.

Samþykkt samhljóða.

2.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202409169Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að breytingu á gjaldskrá þjónustumiðstöðva Múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi breytingar á gjaldskrá þjónustumiðstöðva Múlaþings í samræmi við þær breytingar sem ræddar voru á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

3.Gamla ríkið á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010547Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gögn vegna fyrirhugaðrar sölu á Gamla ríkinu á Seyðisfirði. Um er að ræða drög að auglýsingu, lýsingu á fasteign, tilboðsblað ásamt drögum að kaupsamningi og sérstökum samningsskilmálum vegna endurbyggingarinnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi fyrirkomulag og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að óska eftir samþykki Minjaverndar hf. fyrir samningsskilmálum. Jafnframt leggur ráðið áherslu á að húsið verði eingöngu selt til endurgerðar innan núverandi lóðar.

Samþykkt samhljóða.

4.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri skipulagsmála fer yfir stöðu verkefnis.
Lagt fram til kynningar.

5.Húsnæðismál Tónlistarskólans á Egilsstöðum

Málsnúmer 202111078Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá skólastjóra Tónlistarskólans á Egilsstöðum, dagsett 27. nóvember 2024, er varðar húsnæðismál skólans.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til umfjöllunar í fjölskylduráði í tengslum við forgangsröðun verkefna á 10 ára fjárfestingaráætlun.

Samþykkt samhljóða.

6.Fiskeldissjóður, umsóknir 2025

Málsnúmer 202411206Vakta málsnúmer

Starfsmaður heimastjórnar á Djúpavogi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrirhugaðar umsóknir í Fiskeldissjóð teknar til umræðu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir upplýsingum frá heimastjórn Djúpavogs um möguleg verkefni, og forgangsröðun þeirra til 3 ára, sem eru styrkhæf í Fiskeldissjóð.

Málið verður tekið fyrir að nýju þegar ofangreint liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Eiður Ragnarsson - mæting: 10:00

7.Málefni hafna í Múlaþingi

Málsnúmer 202111134Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri hafna fer yfir stöðu ýmissa mála.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Eiður Ragnarsson

8.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2024

Málsnúmer 202402003Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri hafna sat fundinn undir þessum lið.
Fundargerð frá 467. fundi Hafnasambandi Íslands lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Eiður Ragnarsson

Fundi slitið - kl. 10:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?