Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

129. fundur 07. október 2024 kl. 08:30 - 11:35 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fulltrúar B-lista (EGG) og V-lista (ÁMS) sátu fundinn undir liðum 1-8.

1.Vinnuskóli 2024

Málsnúmer 202405065Vakta málsnúmer

Garðyrkjustjóri kynnir samantekt á starfi vinnuskólans 2024.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Jón Kristófer Arnarson

2.Fjárfestingaráætlun 2025

Málsnúmer 202409095Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að endurskoðaðri 10 ára fjárfestingaráætlun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi drögum að 10 ára fjárfestingaráætlun til umsagnar hjá ungmennaráði, öldungaráði, byggðaráði, fjölskylduráði og heimastjórnum. Áætlunin verður tekin fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.

3.Kærunefnd útboðsmála, kæra UHA Umhverfisþjónustu ehf.

Málsnúmer 202407034Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Lögð er fram til kynningar annars vegar ákvörðun Kærunefndar útobðsmála í máli nr. 30/2024 og hins vegar úrskurður sömu nefndar í máli nr. 23/2024. Málin varða útboð sveitarfélagsins á úrgangsþjónustu en öllum kröfum kæranda, UHA umhverfisþjónustu ehf., var hafnað.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson

4.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202409169Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að gjaldskrám fyrir árið 2025, annars vegar fyrir skipulags- og byggingarmál og hins vegar meðhöndlun og förgun úrgangs. Ekki er gert ráð fyrir breytingu á gjaldskrám fyrir handsömum og vörslu búfjár eða hunda- og kattahald á næsta ári.

Málið er áfram í vinnslu og verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson
  • Vordís Jónsdóttir

5.Afslættir af gatnagerðargjöldum í Múlaþingi

Málsnúmer 202101232Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að afslætti af gatnagerðargjöldum í Múlaþingi fyrir árið 2025.

Máli frestað til næsta fundar.

6.Deiliskipulag, Möðrudalur

Málsnúmer 202403017Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur kynning á fyrirhugaðri vinnu við gerð deiliskipulags í Möðrudal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð áform og telur mikilvægt að skipulagsáætlunin taki til allrar þeirrar starfsemi og uppbyggingar sem er til staðar í dag og er fyrirhuguð.
Allar megin forsendur fyrirhugaðrar skipulagsáætlunar eru í samræmi við aðalskipulag og er málsaðila því heimilt að falla frá gerð skipulagslýsingar, líkt og kveðið er á um í 2. gr. 40. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

7.Umsókn um framkvæmdaleyfi, göngustígur að Gufufossi

Málsnúmer 202410010Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna göngustígar upp að Gufufossi í Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fyrirhuguð áform eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli fyrirliggjandi gagna, með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

8.Umsókn um framkvæmdaleyfi, vegagerð, Hafnarvegur að Hafnarhólma

Málsnúmer 202409185Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni vegna endurbyggingar Hafnarvegar að Hafnarhólma á Borgarfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fyrirhuguð áform eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Borgarfjarðarhrepps 2004-2016. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

9.Innsent erindi, Uppsetning löggæslumyndavéla í Fellabæ

Málsnúmer 202410035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá embætti Lögreglustjórans á Austurlandi þar sem farið er á leit við sveitarfélagið að það fjármagni kaup og uppsetningu á löggæslumyndavélum með númeraálestri í Fellabæ.

Máli frestað til næsta fundar.

10.Umhverfisþing 2024

Málsnúmer 202410015Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar auglýsing frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu um fyrirhugað umhverfisþing sem halda á þann 5. nóvember 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur öll áhugasöm til að sækja fyrirhugað umhverfisþing og leggur til við heimastjórnir, sem fara með hlutverk náttúruverndarnefnda sveitarfélagsins, að tilnefna einn fulltrúa hver til að sitja þingið, hvort heldur í fjar- eða staðfundi.

Samþykkt samhljóða.

11.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá vinnufundi stýrihóps og umhverfis- og framkvæmdaráðs 30. sept 2024.

Fundi slitið - kl. 11:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?