Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

49. fundur 08. október 2024 kl. 13:00 - 15:40 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Snorri Emilsson varamaður
Starfsmenn
  • Dagný Erla Ómarsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Dagný Erla Ómarsdóttir

1.Starfshópur um undirbúning nýs Seyðisfjarðarskóla

Málsnúmer 202211079Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mættu Hugrún Hjálmarsdóttir og Rúnar Matthíasson hjá umhverfis- og framkvæmdasviði og Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, fræðslustjóri. Þau kynntu frumathugun vegna stækkunar Seyðisfjarðarskóla. Heimastjórn þakkar fyrir góða kynningu og líst vel á frumathugunina. Til stendur að kynna hana fyrir íbúum á næsta íbúafundi heimastjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir
  • Rúnar Matthíasson
  • Hugrún Hjálmarsdóttir

2.Regnbogagatan, tillögur að endurbótum

Málsnúmer 202410025Vakta málsnúmer

Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri, mætti undir þessum lið að ræða tillögur að endurbótum á Regnbogagötunni.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir

3.Umsókn um framkvæmdaleyfi, göngustígur að Gufufossi

Málsnúmer 202410010Vakta málsnúmer

Hugrún Hjálmarsdóttir kynnti fyrir heimastjórn frumhönnun á göngustíg upp að Gufufossi. Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við framkomin drög önnur en þau sem rædd voru á fundinum.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir

4.Fjárfestingaráætlun 2025

Málsnúmer 202409095Vakta málsnúmer

Hugrún Hjálmarsdóttir kynnti fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins. Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við framkomna fjárfestingaráætlun og þakkar góða kynningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir

5.Ályktanir af Aðalfundi NAUST 2024

Málsnúmer 202409067Vakta málsnúmer

Fyrir liggja ályktanir aðalfundar Náttúruverndarsamtaka Austurlands sem var haldinn 7. september 2024.

Lagt fram til kynningar.

Snorri Emilsson leggur fram eftirfarandi bókun:
Ég tek heilshugar undir ályktun NAUST er varðar laxeldi í Seyðisfirði og hvet sveitarstjórn Múlaþings til að nota tækifærið og standi með íbúum á Seyðisfirði, í samræmi við skoðanakönnun sem hún sjálf stóð fyrir, og lýsi því opinberlega yfir að verði af laxeldi í Seyðisfirði sé það, að öðrum annmörkum ótöldum, í óþökk og andstöðu við meirhluta íbúa Seyðisfjarðar og þar með í óþökk og andstöðu sveitarstjórnar Múlaþings, sem virðir vilja nærsamfélagsins á hverjum stað innan Múlaþings.
Það er aldrei of seint að koma athugasemdum og skoðunum á framfæri meðan ekki er komin endanleg afgreiðsla.
Það fer ekki gegn lögum að lýsa yfir afstöðu þótt afgreiðsla mála séu ekki á eigin hendi.

6.Umhverfisþing 2024

Málsnúmer 202410015Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, dagsettur 27.9.2024, þar sem vakin er athygli á IIIX. Umhverfisþingi sem fer fram í Hörpu. 5. nóvember.

Fulltrúar stefna á að mæta á fjar- eða staðfund.

Lagt fram til kynningar.

7.Íbúafundur heimastjórnar Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202209057Vakta málsnúmer

Formanni og starfsmanni falið að skipuleggja fund með íbúum Seyðisfjarðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 15:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?