Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

131. fundur 22. október 2024 kl. 08:30 - 13:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 - 2028

Málsnúmer 202404017Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2025 og þriggja ára áætlunar 2026 til 2028 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 12. júní 2024.

Í vinnslu.

3.Fjárfestingaráætlun 2025

Málsnúmer 202409095Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að endurskoðaðri 10 ára fjárfestingaráætlun sem umhverfis- og framkvæmdaráð vísaði m.a. til byggðaráðs til umsagnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð felur sveitarstjóra að koma athugasemdum á framfæri í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Hafnargata 42B, sala

Málsnúmer 202311355Vakta málsnúmer

Frestur til að skila inn tilboðum í Hafnargötu 42B á Seyðisfirði rann út þann 25. september 2024. Tvö tilboð bárust í fasteignina sem seld er til flutnings á nýja lóð við Oddagötu 5. Engin tilboð bárust í Hafnargötu 44B sem auglýst var samhliða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að gengið verði til samninga við hæstbjóðanda í eignina Hafnargötu 42B á Seyðisfirði í samræmi við ákvæði er fram komu í auglýsingu eftir tilboðum í eignina. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Fylgiskjöl:

5.Innsent erindi, útsýnispallur á Skálanesi

Málsnúmer 202410005Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Ólafi Péturssyni varðandi möguleg kaup á pallinum sem er úti á Skálanesi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að láta skoða valkosti varðandi viðbrögð við fyrirliggjandi erindi varðandi möguleg kaup á pallinum úti á Skálanesi. Erindið verði tekið fyrir til afgreiðslu er niðurstaða úr þeirri skoðun liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Sameiginleg styrkbeiðni björgunarsveita og slysavarnardeilda Múlaþings

Málsnúmer 202011224Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til upplýsingar ársreikningar björgunarsveita eins og kveðið er á um í gildandi samstarfssamningi viðkomandi og sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að boða fulltrúa björgunarsveitanna til fundar með fulltrúum sveitarfélagsins. Umfjöllunarefnið verði mögulegur áframhaldandi samstarfssamningur en núgildandi samningur rennur út um nk. áramót.

Samþykkt samhljóða án handauppréttingu.

7.Ráðstöfun eignar, Þórshamar

Málsnúmer 202408181Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 10.10.2024, varðandi sölu á íbúðarhúsnæðinu Þórshamri á Borgarfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að íbúðarhúsnæðið Þórshamar á Borgarfirði verði sett í söluferli og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra framkvæmd málsins. Byggðaráð leggur einnig áherslu á að gengið verði frá samkomulagi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) varðandi íbúðauppbyggingu á Borgarfirði, sem og í öðrum kjörnum sveitarfélagsins, þar sem gert verði ráð fyrir aðkomu sveitarfélagsins með stofnframlögum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Aðstaða fyrir kjörna fulltrúa

Málsnúmer 202410106Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið kom Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri Múlaþings, og gerði grein fyrir mögulegri nýtingu sveitarfélagsins á aðstöðu fyrir kjörna fulltrúa hjá Setrinu Vinnustofu ehf.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að gerður verði samningur við Setrið Vinnustofu ehf. varðandi starfsaðstöðu fyrir kjörna fulltrúa. Gerður verði samningur til þriggja mánaða til að byrja með og að þeim tíma liðnum verði tekin um það ákvörðun hvort samið verði um áframhaldandi nýtingu eða ekki. Skrifstofustjóra falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Starfstöðvar þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytisins á Seyðisfirði

Málsnúmer 202410118Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar varðandi það að mögulega standi til að loka þýðingarmiðstöðvum utanríkisráðuneytisins á Akureyri, Ísafirði og Seyðisfirði á komandi árum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings lýsir furðu sinni á að hafnar séu aðgerðir er miða að því að loka þýðingarmiðstöðvum utanríkisráðuneytisins á landsbyggðinni á þeirri forsendu að þörf sé aðhalds í rekstri málaflokksins. Með hliðsjón af áherslum í byggðastefnu stjórnvalda sem og með vísan til áherslna á störf án staðsetninga hvetur byggðaráð Múlaþings stjórnvöld til þess að taka þessi áform til endurskoðunar. Sveitarstjóra falið að koma afgreiðslu byggðaráðs á framfæri við SSA, utanríkisráðherra og þingmenn kjördæmisins með ósk um viðbrögð.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Fundargerðir stjórnar HEF 2024

Málsnúmer 202401099Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar HEF veitna, dags. 08.10.2024.

Lagt fram til kynningar.

11.Aðalfundur HAUST 2024

Málsnúmer 202410104Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boðun til aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands sem haldinn verður á Höfn í Hornafirði 6. nóvember kl. 14:00.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Helgi Hlynur Ásgrímsson og Jónína Brynjólfsdóttir sitji aðalfund Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir hönd sveitarfélagsins og fari með atkvæði fyrir hönd Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2024

Málsnúmer 202410117Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boðun til aðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga sem haldinn verður miðvikudaginn 30. október nk. kl. 13:00 í Safnahúsinu í Neskaupstað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Helgi Hlynur Ásgrímsson mæti sem fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfund Héraðsskjalasafns Austurlands, sem haldinn verður miðvikudaginn 30. október nk. í Safnahúsinu í Neskaupstað, og fari með atkvæði Múlaþings. Jafnframt samþykkir byggðaráð að Þórhallur Borgarsson verði varamaður og mæti á aðalfundinn eigi aðalmaður þess ekki kost.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

13.Beiðni um hækkun á rekstrarstyrk, Tækniminjasafn Austurlands

Málsnúmer 202410119Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Tækniminjasafni Austurlands varðandi hækkun á rekstrarstyrk fyrir árið 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra, ásamt fjármálastjóra og atvinnu- og menningarmálastjóra, að greina hvernig megi bregðast við fyrirliggjandi erindi um hækkun á rekstrarstyrk til Tækniminjasafns Austurlands. Horft skuli til þess að umbeðin hækkun rúmist innan samþykktrar rammaáætlunar sveitarfélagsins. Erindið verður tekið til afgreiðslu í byggðaráði er umrædd greining liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

14.Umsókn um stofnframlag

Málsnúmer 202407006Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar var fyrirhuguð framkvæmd í Bláargerði á Egilsstöðum sem vænta má stofnframlagsumsóknar vegna.

Í vinnslu.

15.Unaós, næstu skref eftir bruna á fjárhúsi og hlöðu

Málsnúmer 202311208Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Framkvæmdasýslu - Ríkiseignum þar sem óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins Múlaþings um að brunabótum verði ráðstafað í hreinsun brunarústa, endurbætur og lagfæringar á íbúðarhúsinu auk þess að ábúendur muni eiga möguleika á endurbyggingu útihúsa síðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

16.Sértækur byggðahvóti, Borgarfjörður eystri

Málsnúmer 202410126Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Byggðastofnun varðandi aflamark Byggðastofnunar á Borgarfirði eystri auk tillögu að svari sveitarfélagsins.

Í upphafi umfjöllunar undir þessum lið bar Helgi Hlynur Ásgrímsson upp hugsanlegt vanhæfi vegna fjölskyldutengsla. Vanhæfistillagan borin upp og samþykkt samhljóða. Vék Helgi af fundi kl.13:05

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir tillögu að svari við erindi Byggðastofnunar varðandi aflamark á Borgarfirði eystri og felur sveitarstjóra að svara erindinu fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 13:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?