Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

51. fundur 10. október 2024 kl. 13:00 - 14:10 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson fulltrúi sveitarstjóra á Fljótsdalshéraði og skrifstofustjóri

1.Deiliskipulagsbreyting, Ný aðveitustöð á Hryggstekk í Skriðdal

Málsnúmer 202406165Vakta málsnúmer

Vinnslutillaga vegna breytinga á deiliskipulagi Fljótsdalslínu 3 og 4 í Skriðdal var kynnt 10. júlí með athugasemdafresti til og með 12. ágúst 2024. Brugðist hefur verið við athugasemdum sem bárust á kynningartíma.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16.9.2024 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Á fundinn undir þessum lið mætti Sóley Valdimarsdóttir, verkefnisstjóri skipulagsmála.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Deiliskipulag, Hafrafell Merkjadalur

Málsnúmer 202103163Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi Merkjadals, nýrrar frístundabyggðar í landi Hafrafells 1 (L156999).

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 23. september 2024 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir deiliskipulagið sem lagt var fram á 110. fundi ráðsins þann 4. mars síðastliðinn. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir vegtenginguna sem þar er lögð fram í samræmi við deiliskipulagstillöguna með því skilyrði að skering verði gerð í Selhöfðann til að bæta vegsýn. Umhverfis- og framkvæmdaráð fer jafnframt fram á það við Vegagerðina að farið verði í aðgerðir til að bæta umferðaröryggi á svæðinu t.d. með óbrotinni línu, lækkun umferðarhraða og svo frv.

Á fundinn undir þessum lið mætti Sóley Valdimarsdóttir, verkefnisstjóri umhverfismála.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi skipulagsáætlun og vísar því til skipulagsfulltrúa að auglýsa hana í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til að óskað verði eftir umsögn Umhverfisstofnunar um skipulagstillöguna með hliðsjón af því að svæðið er á C-hluta náttúruminjaskrár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Ályktanir af Aðalfundi NAUST 2024

Málsnúmer 202409067Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til kynningar ályktanir frá aðalfundi Náttúruverndarsamtaka Austurlands sem haldinn var 7. september 2024.

Lagt fram til kynningar.

4.Fjárfestingaráætlun 2025

Málsnúmer 202409095Vakta málsnúmer

yrir liggja drög að endurskoðaðri 10 ára fjárfestingaráætlun.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 7.10.2024:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi drögum að 10 ára fjárfestingaráætlun til umsagnar hjá ungmennaráði, öldungaráði, byggðaráði, fjölskylduráði og heimastjórnum. Áætlunin verður tekin fyrir að nýju.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að svigrúm sé í fjögurra ára fjárfestingaáætlun til að mæta nauðsynlegri innviðauppbyggingu í miðbæ Egilsstaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umhverfisþing 2024

Málsnúmer 202410015Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, dagsettur 27.9.2024, þar sem vakin er athygli á IIIX. Umhverfisþingi sem fer fram í Hörpu. 5. nóvember.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 7.10.2024:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur öll áhugasöm til að sækja fyrirhugað umhverfisþing og leggur til við heimastjórnir, sem fara með hlutverk náttúruverndarnefnda sveitarfélagsins, að tilnefna einn fulltrúa hver til að sitja þingið, hvort heldur í fjar- eða staðfundi.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs stefnir á að fylgjast með umhverfisþinginu í gegnum fjarfundabúnað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 14:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?