Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

146. fundur 31. mars 2025 kl. 08:30 - 11:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Hulda Sigurdís Þráinsdóttir varamaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála

1.Deiliskipulagsbreyting, Grund við Stuðlagil, breytt lóðamörk

Málsnúmer 202503209Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur tillaga, dags. 25.03.2025, að breytingu á breytingu á deiliskipulagi ferðaþjónustu í landi Grundar á Jökuldal. Tillagan er unnin af LOGG ehf. fyrir hönd Hótel Stuðlagil hef.
Deiliskipulagsbreytingin felur í sér stækkun viðskipta- og þjónustulóðar um 2,7 ha. en kallar hún einnig á breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að láta vinna óverulega breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga, í samræmi við fyrirliggjandi áform og á kostnað málsaðila.

Málið verður tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir - mæting: 08:30

2.Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðaflugvöllur, aðflugsljós

Málsnúmer 202503075Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Í upphafi máls vakti ÞB athygli á mögulegu vanhæfi sínu sem starfsmaður Isavia Innanlandsflugvalla ehf. Tillagan var borin upp til atkvæða og felld með 7 atkvæðum.

Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar frá Isavia Innanlandsflugvellir ehf. Með breytingunni verður gert ráð fyrir nýjum aðflugsljósum, ásamt nauðsynlegum öryggis- og tækjabúnaði, norðan við nyrðri enda flugbrautarinnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir - mæting: 09:00

3.Götulýsing í Múlaþingi

Málsnúmer 202502195Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar bókun frá 145. fundi byggðaráðs þar sem tekið var fyrir erindi frá framkvæmda- og umhverfismálastjóra varðandi tilfærslu á verkefnum er lúta að götulýsingu yfir til HEF veitna.
Málið er áfram í vinnslu.

4.Unglingalandsmót UMFÍ 2025

Málsnúmer 202309202Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt á framkvæmdum sveitarfélagsins í tengslum við Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer um verslunarmannahelgina á Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun.

Samþykkt samhljóða.

5.Faktorshúsið Djúpavogi

Málsnúmer 202103213Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmdamála situr fundinn undir þessum lið.
Farið yfir stöðu framkvæmda við Faktorshúsið.
Frestað til næsta fundar.

Gestir

  • Rúnar Matthíasson - mæting: 09:45

6.Fjárfestingaráætlun 2025

Málsnúmer 202409095Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að breytingum á fjárfestingaráætlun ársins 2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að breytingum á fjárfestingaráætlun ársins 2025 með þeim viðbótarbreytingum sem ræddar voru á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 11:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd