Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

137. fundur 13. janúar 2025 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Björg Eyþórsdóttir varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Í upphafi fundar bar formaður upp tillögu um að skipaður verði sérstakur fundarstjóri til að sinna verkefnum varaformanns þar sem varaformaður er fjarverandi. Formaður kom með þá tillögu að Eiður Gísli Guðmundsson gegndi því hlutverki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Lögð er fram til kynningar fundargerð frá fundum verkefnastjóra nýs aðalskipulags með heimastjórnum sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

2.Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Hafnarsvæði

Málsnúmer 202106009Vakta málsnúmer

Í upphafi máls nr. 2 vakti formaður (JB) máls á mögulegu vanhæfi sínu undir liðum 2 og 3 sem framkvæmdastjóri Tækniminjasafns Austurlands og fól varaformanni (EGG) stjórn fundarins. JB gerði grein fyrir vanhæfi sínu og bar EGG upp tillögu til atkvæðagreiðslu. Vanhæfið var samþykkt samhljóða og vék formaður af fundi við umræðu og afgreiðslu beggja mála.

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna stækkunar á hafnarsvæði Seyðisfjarðar og nýju safnasvæði var auglýst í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti til og með 1. janúar 2025. Fyrir liggja umsagnir sem bárust á auglýsingatíma en þær gáfu ekki tilefni til efnislegra breytinga á tillögunni. Jafnframt liggur fyrir endanleg skipulagstillaga til staðfestingar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og vísar henni til staðfestingar hjá sveitarstjórn í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

3.Deiliskipulag, Seyðisfjörður, Hafnarsvæði

Málsnúmer 202106146Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Tillaga um breytingu á gildandi deiliskipulagi Hafnasvæðis, Fjarðarhafnar, Pálshúsreits og Öldunnar var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti til og með 1. janúar 2025. Fyrir liggja umsagnir sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar ásamt samantekt með drögum að viðbrögðum við þeim.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að skipulagstillagan verði uppfærð til samræmis við fyrirliggjandi minnisblað og vísar henni til heimastjórnar Seyðisfjarðar til staðfestingar í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

4.Deiliskipulag, Eiðar, frístundasvæði

Málsnúmer 202302194Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Tillaga að nýju deiliskipulagi frístundabyggðar við Eiða var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti til og með 1. janúar 2025. Fyrir liggja umsagnir sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar ásamt samantekt með tillögu að viðbrögðum við þeim.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að skipulagstillagan verði uppfærð til samræmis við fyrirliggjandi minnisblað og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til staðfestingar í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 á móti (ÁHB, ÁMS, PH).

Fulltrúar V-lista (ÁMS, PH) og L-lista (ÁHB) lögðu fram eftirfarandi bókun:
Við sjáum okkur ekki fært að samþykkja fyrirliggjandi skipulagstillögu og vísum til fyrri bókana fulltrúa V-lista og L-lista af 131.fundi og 109. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

5.Umsókn um frávik frá skipulagsskilmálum, Álfagata 8

Málsnúmer 202412151Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um frávik frá skipulagsskilmálum á lóðinni Álfagata 8 (L238327). Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að reisa 100 m2 bílskúr innan ytri byggingarreits lóðarinnar en fyrirhuguð áform gera ráð fyrir byggingu 160 m2 geymsluhúsnæðis/bílskúrs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu vegna fyrirliggjandi umsóknar um heimild til að byggja bílskúr sem er 60m2 umfram skilmála í deiliskipulagi. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Jafnframt á þeirri forsendu að heildarstærð umræddrar lóðar er 16.909m2.
Vakin er athygli málsaðila á því að ekki er heimilt að reisa á lóðinni geymsluhúsnæði.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

6.Umsókn um frávik frá skipulagsskilmálum, Bláargerði 28

Málsnúmer 202410225Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um frávik frá skipulagsskilmálum á lóðinni Bláargerði 28 (L210981) á Egilsstöðum þar sem fyrirhugað er að reisa parhús með bílskúrum sem standa munu 2,5m út fyrir byggingarreit til suðurs, í átt að innkeyrslu á lóðinni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu vegna fyrirliggjandi umsóknar. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

7.Aðalskipulag Norðurþings 2025-2045

Málsnúmer 202308183Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni við vinnslutillögu nýs Aðalskipulags Norðurþings 2025-2045, mál nr. 0538/2023 í Skipulagsgátt. Umsagnarfrestur er til 9. febrúar 2025. Fyrir liggur greinargerð aðalskipulagsins en athygli er vakin á fleiri gögnum sem aðgengileg eru í Skipulagsgátt.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi skipulagstillögu.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

8.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Hádegisás

Málsnúmer 202412109Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá. Stofna á 4000 m2 lóð úr óskiptu landi Hallgeirsstaða (L156860) og Vörðubrúnar (L156885) sem fær heitið Hádegisás.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

9.Samkomulag um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis við Austurtún 2-6.

Málsnúmer 202412169Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja hugmyndir ÞHG ehf. um uppbyggingu á 4 einbýlishúsum við Austurtún 2-6 en fyrirtækið hefur jafnframt óskað eftir samkomulagi við sveitarfélagið í tengslum við lóðaúthlutun og uppbyggingarhraða. Jafnframt liggur fyrir minnisblað starfsfólks varðandi erindið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur vel í fyrirliggjandi hugmyndir og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að ganga frá samkomulagi við málsaðila í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

10.Innsent erindi, áskorun um stöðvun framkvæmda við Slökkvistöðina á Djúpavogi

Málsnúmer 202501062Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Þóri Stefánssyni, dags. 08.01.25, þar sem skorað er á sveitarfélagið að stöðva þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á slökkvistöð Djúpavogs.
Máli frestað.

11.Leikskóli á suðursvæði Egilsstaða, hugmyndir og staðarval

Málsnúmer 202203167Vakta málsnúmer

Fyrir liggja niðurstöður fýskileikakönnunar sem ráðið óskaði eftir að yrði unnin á fundi sínum 4. nóvember 2024.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi fyrirliggjandi gagna telur umhverfis- og framkvæmdaráð ekki nægilegar forsendur til að flýta framkvæmdum við byggingu nýs leikskóla á Suðursvæði Egilsstaða.
Málinu er vísað til afgreiðslu hjá byggðaráði og kynningar hjá fjölskylduráði.

Samþykkt samhljóða.

12.Undirskriftasöfnun gegn fyrirhugaðri friðlýsingu Stakkahlíðar í Loðmundarfirði

Málsnúmer 202411028Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 05.12.2024, varðandi fyrirhugaða friðlýsingu Stakkahlíðar í Loðmundarfirði.
Jafnframt liggur fyrir annars vegar undirskriftarlisti þar sem áformum um friðlýsingu og afhendingu jarðarinnar auk húsakosts til Ferðafélags Fljótsdalshéraðs er mótmælt og hins vegar erindi frá Ólafi Aðalsteinssyni, dags. 06.01.2025, þar sem ýmsum upplýsingum er komið á framfæri.
Lagt fram til kynningar.

13.Samfélagsverkefni heimastjórna 2025

Málsnúmer 202412125Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um útfærslu á samfélagsverkefnum heimastjórna árið 2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir óbreytt fyrirkomulag og skiptingu fjármuna frá fyrra ári. Heimastjórnir Borgarfjarðar, Djúpavogs og Seyðisfjarðar fá 2 milljónir hver til umráða og heimastjórn Fljótsdalshéraðs 4 milljónir.
Ráðið hvetur heimastjórnir til að leita eftir samstarfi við grunnskólanemendur um hugmyndir að verkefnum.

Samþykkt samhljóða.

14.Húsnæðisáætlun Múlaþings 2025

Málsnúmer 202410232Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að endurskoðaðri húsnæðisáætlun Múlaþings fyrir árið 2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir endurskoðaða húsnæðisáætlun Múlaþings til næstu 10 ára og vísar henni til staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

15.Sjálfbærnimat Fljótsdalsstöðvar

Málsnúmer 202501073Vakta málsnúmer

Lögð eru fram til kynningar drög að matsskýrslu þar sem birtar eru niðurstöður sjálfbærniúttektar Fljótsdalsstöðvar.
Opið er fyrir umsagnir frá 9. janúar 2025 til 10. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.

16.Meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi 2025

Málsnúmer 202501060Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið og fer yfir stöðu mála við sorphirðu.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd