Í upphafi máls nr. 2 vakti formaður (JB) máls á mögulegu vanhæfi sínu undir liðum 2 og 3 sem framkvæmdastjóri Tækniminjasafns Austurlands og fól varaformanni (EGG) stjórn fundarins. JB gerði grein fyrir vanhæfi sínu og bar EGG upp tillögu til atkvæðagreiðslu. Vanhæfið var samþykkt samhljóða og vék formaður af fundi við umræðu og afgreiðslu beggja mála.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna stækkunar á hafnarsvæði Seyðisfjarðar og nýju safnasvæði var auglýst í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti til og með 1. janúar 2025. Fyrir liggja umsagnir sem bárust á auglýsingatíma en þær gáfu ekki tilefni til efnislegra breytinga á tillögunni. Jafnframt liggur fyrir endanleg skipulagstillaga til staðfestingar.
Til máls tóku :Hildur Þórisdóttir bar fram fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn og Þröstur Jónsson
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings er sammála þeim áherslum er fram koma í fyrirliggjandi minnisblaði og uppdrætti varðandi mögulega stækkun hafnarsvæðis á Seyðisfirði. Fyrir liggur að þörf er á auknu landrými fyrir hafnsækna starfsemi m.a. á svæðinu og eru fyrirliggjandi tillögur til þess fallnar að bregðast við því. Sveitarstjórn Múlaþings felur starfsfólki umhverfis- og framkvæmdasviðs sveitarfélagsins að hefja vinnu við breytingu aðalskipulags Seyðisfjarðarkaupstaðar á grundvelli fyrirliggjandi gagna og beinir því jafnframt til heimastjórnar Seyðisfjarðar að taka afstöðu til þess að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags samhliða.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu