Fara í efni

Aðalskipulag, hafnarsvæði á Seyðisfirði aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 202106009

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 13. fundur - 09.06.2021

Fyrir lá minnisblað skipulagsráðgjafa, ásamt uppdrætti, varðandi mögulega stækkun hafnarsvæðis á Seyðisfirði.

Til máls tóku :Hildur Þórisdóttir bar fram fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn og Þröstur Jónsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings er sammála þeim áherslum er fram koma í fyrirliggjandi minnisblaði og uppdrætti varðandi mögulega stækkun hafnarsvæðis á Seyðisfirði. Fyrir liggur að þörf er á auknu landrými fyrir hafnsækna starfsemi m.a. á svæðinu og eru fyrirliggjandi tillögur til þess fallnar að bregðast við því. Sveitarstjórn Múlaþings felur starfsfólki umhverfis- og framkvæmdasviðs sveitarfélagsins að hefja vinnu við breytingu aðalskipulags Seyðisfjarðarkaupstaðar á grundvelli fyrirliggjandi gagna og beinir því jafnframt til heimastjórnar Seyðisfjarðar að taka afstöðu til þess að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags samhliða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 25. fundur - 16.06.2021

Bókun sveitarstjórnar um skipulag hafnarsvæðis á Seyðisfirði lögð fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 43. fundur - 19.01.2022

Hafnastjóri kynnti fyrir ráðinu tillögur Vegagerðarinnar um breytt skipulag á Seyðisfjarðarhöfn.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 49. fundur - 16.03.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja gögn varðandi stöðu máls við breytingu á hafnarsvæði í aðalskipulagi Seyðisfjarðar. Hafnastjóri sat fundinn undir liðnum.

Málið er í vinnslu.

Gestir

  • Björn Ingimarsson

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 51. fundur - 30.03.2022

Skipulagsfulltrúi fer yfir stöðu máls varðandi matsskyldu fyrirhugaðra skipulagsbreytinga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa, í samráði við hafnastjóra, að undirbúa næstu skref til að ná niðurstöðu um það hvort framkvæmdin er tilkynningaskyld eða matsskyld.

Málið er áfram í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 22. fundur - 04.04.2022

Undir þessum lið kom Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi Múlaþings og fór yfir fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir við Seyðisfjarðarhöfn. Heimastjórn þakkar Sigurði fyrir komuna á fundinn og góða yfirferð yfir fyrirhugaða stækkun á Strandarbakka og útfærslu á nýrri smábátahöfn.

Gestir

  • Sigurður Jónsson - mæting: 10:00

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 72. fundur - 19.12.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulags- og matslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030, dagsett 8. desember 2022. Lýsingin nær til stækkunar á hafnarsvæði Seyðisfjarðar ásamt nýju deiliskipulagi svæðisins auk breytinga á deiliskipulagi Fjarðarhafnar, Pálshúsreits og Öldunnar.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi skipulags- og matslýsing verði kynnt samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 32. fundur - 11.01.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 19.12.2022, þar sem því er beint til sveitarstjórnar Múlaþings að fyrirliggjandi skipulags- og matslýsing verði kynnt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að skipulags- og matslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupsstaðar 2010-2030 dagsett 08.12.2022 verði kynnt samkvæmt 1. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 32. fundur - 08.03.2023

Fyrir heimastjórn Seyðisfjarðar liggur að gefa umsögn um breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030, breytingar á hafnasvæði.

Heimastjórn Seyðisfjarðar gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi skipulagstillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sigurður Jónsson - mæting: 15:00

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 110. fundur - 04.03.2024

Í upphafi máls nr. 9 vakti formaður (JB) máls á mögulegu vanhæfi sínu undir liðum 9 og 10 sem framkvæmdastjóri Tækniminjasafns Austurlands og fól varaformanni (ÞB) stjórn fundarins. JB gerði grein fyrir vanhæfi sínu og bar ÞB upp tillögu til atkvæðagreiðslu. Vanhæfið var samþykkt samhljóða og vék formaður af fundi við umræðu og afgreiðslu beggja mála.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna stækkunar á hafnarsvæði Seyðisfjarðar og nýtt safnasvæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 121. fundur - 01.07.2024

Í upphafi máls nr. 2 vakti formaður (JB) máls á mögulegu vanhæfi sínu undir liðum 2 og 3 sem framkvæmdastjóri Tækniminjasafns Austurlands og fól varaformanni (ÞB) stjórn fundarins. JB gerði grein fyrir vanhæfi sínu og bar ÞB upp tillögu til atkvæðagreiðslu. Vanhæfið var samþykkt samhljóða og vék formaður af fundi við umræðu og afgreiðslu beggja mála.

Vinnslutillaga fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna stækkunar á hafnarsvæði Seyðisfjarðar og nýju safnasvæði var kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti til 16. apríl 2024.
Fyrir liggja umsagnir sem bárust á kynningartíma og viðbrögð við þeim, auk uppfærðrar skipulagstillögu þar sem brugðist hefur verið við ábendingum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við byggðaráð, sem fer með heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar, að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 123. fundur - 09.07.2024

Fyrir liggur bókun frá 121. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs varðandi skipulagstillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030. Tillagan var auglýst í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti til og með 16. apríl sl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir byggðaráð Múlaþings að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna stækkunar á hafnarsvæði Seyðisfjarðar og nýju safnasvæði verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Byggðaráð felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?