Fara í efni

Samfélagsverkefni heimastjórna 2025

Málsnúmer 202412125

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 137. fundur - 13.01.2025

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um útfærslu á samfélagsverkefnum heimastjórna árið 2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir óbreytt fyrirkomulag og skiptingu fjármuna frá fyrra ári. Heimastjórnir Borgarfjarðar, Djúpavogs og Seyðisfjarðar fá 2 milljónir hver til umráða og heimastjórn Fljótsdalshéraðs 4 milljónir.
Ráðið hvetur heimastjórnir til að leita eftir samstarfi við grunnskólanemendur um hugmyndir að verkefnum.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 53. fundur - 06.02.2025

Fyrir fundinum liggur bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs dags. 13. janúar um samfélagsverkefni heimastjórna 2025. Heimastjórnir Borgarfjarðar, Djúpavogs og Seyðisfjarðar fá 2 milljónir hver til umráða og heimastjórn Fljótsdalshéraðs 4 milljónir. Hvatt er til að heimastjórnir leiti eftir samstarfi við grunnskólanemendur um hugmyndir að verkefnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar lýsir yfir ánægju með verkefnið og mun taka málið upp aftur á næsta fundi. Fram að þeim fundi mun heimastjórn leita eftir samvinnu við grunnskólanemendur sem og kalla eftir hugmyndum frá íbúum um verkefnið. Senda má inn hugmyndir á heimasíðu Múlaþings eða skila inn hugmyndum bréfleiðis á bæjarskrifstofu Seyðisfjarðar, bt. fulltrúa sveitarstjóra fyrir 28.febrúar nk.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 55. fundur - 06.02.2025

Fyrir liggur bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 13.1.2025 þar sem kemur fram að ráðið samþykkir óbreytt fyrirkomulag og skiptingu fjármuna frá fyrra ári. Heimastjórnir Borgarfjarðar, Djúpavogs og Seyðisfjarðar fá 2 milljónir hver til umráða og heimastjórn Fljótsdalshéraðs 4 milljónir.
Ráðið hvetur heimastjórnir til að leita eftir samstarfi við grunnskólanemendur um hugmyndir að verkefnum.
Heimastjórn samþykkir að fela starfsmanni að auglýsa eftir tillögum að samfélagsverkefnum í samræmi við bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 55. fundur - 06.02.2025

Fyrir liggja gögn vegna samfélagsverkefna heimastjórna Múlaþings.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 13.1.2025 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir óbreytt fyrirkomulag og skiptingu fjármuna frá fyrra ári. Heimastjórnir Borgarfjarðar, Djúpavogs og Seyðisfjarðar fá 2 milljónir hver til umráða og heimastjórn Fljótsdalshéraðs 4 milljónir.
Ráðið hvetur heimastjórnir til að leita eftir samstarfi við grunnskólanemendur um hugmyndir að verkefnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs lýsir yfir ánægju með verkefnið og felur starfsmanni að leita eftir samvinnu við grunnskólanemendur sem og kalla eftir hugmyndum frá íbúum um verkefnið. Senda má inn hugmyndir á heimasíðu Múlaþings eða skila inn hugmyndum á bæjarskrifstofu sveitarfélagsins fyrir 28. febrúar 2025.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 57. fundur - 07.02.2025

Heimastjórnir Borgarfjarðar, Djúpavogs og Seyðisfjarðar fá 2 milljónir hver til umráða og heimastjórn Fljótsdalshéraðs 4 milljónir.
Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur heimastjórnir til að leita eftir samstarfi við grunnskólanemendur um hugmyndir að verkefnum.
Heimastjórn felur fulltrúa að auglýsa eftir hugmyndum að samfélagsverkefnum.

Samþykkt samhljóða

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 54. fundur - 06.03.2025

Fyrir liggja 17 hugmyndir að samfélagsverkefnum sem íbúar hafa sent sveitarfélaginu en frestur til að skila inn hugmyndum rann út 28. febrúar 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar þakkar fyrir góðar, skemmtilegar og fjölbreyttar hugmyndir af samfélagsverkefnum. Starfsmanni falið að meta og kostnaðagreina tillögur í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 58. fundur - 06.03.2025

Farið yfir þær hugmyndir og tillögur að samfélagsverkefnum sem borist hafa frá ibúum. Til ráðstöfunar eru 2 milljónir úr sveitarsjóði og einnig hafði Þorrablótsnefnd Djúpavogs lagt til 863.229.- kr til viðbótar til stuðnings við það/þau verkefni sem verða valin.
Heimastjórn vill þakka Þorrablótsnefndum fyrir stuðing við samfélagsverkefnið.
Heimastjórn felur starfsmanni að kostnaðargreina 6 hugmyndir frá íbúum fyrir næsta fund heimastjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 56. fundur - 06.03.2025

Fyrir liggja hugmyndir að samfélagsverkefnum sem íbúar hafa sent sveitarfélaginu en frestur til að skila hugmyndum rann út 28. febrúar 2025.
Eftirfarandi bókun lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur starfsmanni að skoða kostnað og raunhæfni verkefnanna og leggja fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 57. fundur - 06.03.2025

Fyrir liggja að hugmyndir að samfélagsverkefnum sem íbúar hafa sent sveitarfélaginu en frestur til að skila hugmyndum rann út 28. febrúar 2025. Tvær milljónir eru til úthlutunar á Borgarfirði.
Sjö tillögur bárust úr ýmsum áttum og þakkar heimastjórn kærlega fyrir þær.
Heimastjórn samþykkir að verkefnið "Kastali á leiksvæði við Fjarðarborg, grunnskóla og Sparkhöll" frá nemendum grunnskólans verði fyrir valinu að þessu sinni.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 55. fundur - 03.04.2025

Fyrir liggur áframhaldandi vinna með samfélagsverkefnin og ákvörðunartaka.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn þakkar fyrir þær hugmyndir sem bárust og snéru meðal annars að uppsetningu á klifurvegg, töfrateppi í Stafdal, stækkun og bættu aðgengi að sjóðbaðsstofunni SAMAN, útilíkamsrækt, sólargeisli í Hólmann auk þess sem fjöldi hugmynda barst frá grunnskólanemendum.
Niðurstaða heimastjórnar er að fara að tillögum grunnskólanemenda og setja upp rampa fyrir hjól, hjólabretti og línuskauta. Einnig er von á, í tengslum við frágang á ofanflóðavörnum við Fjarðargarð, að gerð verði hjólabraut þar.
Heimastjórn ætlar einnig að styrkja foreldrafélag leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla í kaupum og uppsetningu á leiktæki fyrir yngstu börnin með aðkomu Seyðisfjarðarskóla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 57. fundur - 08.04.2025

Fyrir liggja hugmyndir að samfélagsverkefnum sem íbúar hafa sent sveitarfélaginu en frestur til að skila hugmyndum rann út 28. febrúar 2025.
Eftirfarandi bókun gerð:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur starfsmanni að ganga frá tillögum að verkefnum í samræmi við niðurstöður fundarins og vísa þeim til viðeigandi sviða og starfsfólks sveitarfélagsins eins og við á.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 59. fundur - 10.04.2025

Búið er að kostnaðargreina nokkrar af þeim hugmyndundum um samfélagsverkefni sem sendar voru inn eftir auglýsingu heimstjórnar.
Heimastjórn þakkar íbúum fyrir góðar hugmyndir, þá sérstaklega nemendum grunnskólans og að sjálfsögðu Þorrablótsnefndinni sem lagði til 863 þúsund krónur sem er uppsafnaður hagnaður af þorrablótum undanfarinna ára.

Heimastjórn fór vel yfir og kostnaðargreindi verkefnin og var niðurstaðan að veita tveggja milljóna króna samfélagsstyrknum, ásamt framlagi Þorrablótsnefndar, í fjögur ólík verkefni.

Má þar fyrst nefna uppbyggingu í Íþróttamiðstöð Djúpavogs (infrarauður sánaklefi, hefðbundinn sánaklefi, kalt kar, skolsturta og geymslurekki) en í það verkefni verður einnig nýttur 200 þúsund króna styrkur frá Kvenfélaginu og 700 þúsund króna ágóði happdrættisins á Októberfest 2024. Þeim var einnig veitt í kaup á fjölbreyttum vatnsleiktækjum fyrir sundlaugina og rennibraut fyrir busllaugina. Samtals fær Íþróttamiðstöðin 1.850.000.- í þessi verkefni úr samfélagsjóðnum.

Fjórða verkefnið er endurbygging og lagfæring á göngustígnum upp Klifið. 1.073.229.-

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd