Fara í efni

Leikskóli á suðursvæði Egilsstaða, hugmyndir og staðarval

Málsnúmer 202203167

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 52. fundur - 06.04.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um staðarval vegna nýs leikskóla á suðursvæði Egilsstaða. Fyrir fundinum liggur vinnuskjal með nokkrum mögulegum staðsetningum og frumgreiningu á kostum og göllum þeirra.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir því við fjölskylduráð að tekin verði afstaða til þess hvað geri eigi ráð fyrir stórum leikskóla á svæðinu, sem hefur áhrif á hversu stórri lóð þarf að gera ráð fyrir undir starfsemina og þar með hvaða valkostir koma til greina.

Málið er í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 43. fundur - 26.04.2022

Umhverfis og framkvæmdaráð hefur farið fram á afstöðu fjölskylduráðs til stærðar á leikskólabyggingu á Suðursvæði á Egilsstöðum.

Fjölskylduráð telur rétt í því sambandi að gert verði ráð fyrir að lágmarki 4 deilda leikskóla með möguleika á stækkun skólans í 6 deildir. Í því sambandi telur fjölskylduráð eðlilegt að skoðað verði hvort það svæði sem merkt er nr. 5 á uppdrætti geti komið til greina fyrir leikskólann.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 130. fundur - 08.10.2024

Til umfjöllunar var hugmynd að leikskólabyggingu á suðursvæði á Egilsstöðum.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 132. fundur - 29.10.2024

Til umfjöllunar var hugmynd að leikskólabyggingu á suðursvæði á Egilsstöðum. Inn á fundinn undir þessum lið tengdist Róbert Óskar Sigurvaldason og fór yfir hugmyndir varðandi uppbyggingu íbúða og leikskóla á suðursvæði á Egilsstöðum.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Róbert Óskar Sigvaldason - mæting: 11:23

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 132. fundur - 04.11.2024

Inn á fundinn tengist Róbert Óskar Sigurvaldason sem kynnir hugmyndir sínar varðandi uppbyggingu leikskóla á suðursvæði á Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir kynninguna og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra, fjármálastjóra og fræðslustjóra að framkvæma athugun á fýsileika verkefnisins.

Samþykkt samhljóða

Benedikt V Warén M lista leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður telur að vanda þurfi mjög til verka á suðursvæðinu, bæði hvað varðar íbúðabyggð og greiðan aðgang að heildstæðu, aðlaðandi svæði, sem yrði öruggt fyrir gangandi ungmenna á leið í gæslu, skóla, íþróttir og tómstundir.
Taka ber frá stórt svæði í miðju í þessu nýja hverfi, þar sem öll fyrrnefnd grunnþjónusta uppeldis fær sinn stað á samfelldu öruggu svæði.
Mikilvægt er að fyrirtæki á heimaslóð fái að spreyta sig við slíkt verk, ásamt þeim góða kjarna iðnaðarmanna sem hér búa.
Leiðarval tengt Fjarðaheiðagöngum setur allt skipulag á þessu svæði í þrönga stöðu.

Gestir

  • Róbert Óskar Sigurvaldason
Getum við bætt efni þessarar síðu?