- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Fyrir liggur bréf frá Ólafi Aðalsteinssyni, dags. 6.11.2024, með undirskriftarlista gegn fyrirhugaðri friðlýsingu Umhverfisstofnunar á jörðinni Stakkahlíð í Loðmundarfirði.
Þann 28. september síðastliðinn stóð heimastjórn fyrir opnum kynningarfundi um friðlýsingar og möguleika sem felast í þeim. Eins og áður hefur verið fjallað um, fól þáverandi umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Umhverfisstofnun (UST) að hefja undirbúning að ferli friðlýsingar á jörðinni Stakkahlíð. Á fundinum kom fram hjá starfsmanni UST, Davíð Örvari Hanssyni, að ekki yrði farið í vinnu um friðlýsingu jarðarinnar gegn vilja íbúa og hagsmunaaðila.
Heimastjórn Borgarfjarðar, sem jafnframt gegnir hlutverki náttúruverndarnefndar, telur að ekki sé tímabært að slá af hugmyndir um friðlýsingu jarðarinnar að svo stöddu. Undirskriftarlistinn verður hafður til hliðsjónar við áframhaldandi vinnu málsins. Heimastjórn mun setja málið á dagskrá á næsta íbúafundi og hvetur íbúa til að mæta þar og viðra skoðanir sínar.
Heimastjórn samþykkir að vísa málinu til sveitarstjórnar og umhverfis- og framkvæmdaráðs.
Samþykkts samhljóða án atkvæðagreiðslu.