Fara í efni

Undirskriftasöfnun gegn fyrirhugaðri friðlýsingu Stakkahlíðar í Loðmundarfirði

Málsnúmer 202411028

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 53. fundur - 05.12.2024



Fyrir afgreiðslu þessa dagskrárliðar vakti Ragna S. Óskarsdóttir athygli á mögulegu vanhæfi sínu og var það samþykkt samhljóða. Ragna vék af fundi og í hennar stað kom Elísabet D. Sveinsdóttir varamaður inn á fundinn. Elísabet vakti einnig athygli á mögulegu vanhæfi sínu og var því einróma hafnað.

Fyrir liggur bréf frá Ólafi Aðalsteinssyni, dags. 6.11.2024, með undirskriftarlista gegn fyrirhugaðri friðlýsingu Umhverfisstofnunar á jörðinni Stakkahlíð í Loðmundarfirði.

Þann 28. september síðastliðinn stóð heimastjórn fyrir opnum kynningarfundi um friðlýsingar og möguleika sem felast í þeim. Eins og áður hefur verið fjallað um, fól þáverandi umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Umhverfisstofnun (UST) að hefja undirbúning að ferli friðlýsingar á jörðinni Stakkahlíð. Á fundinum kom fram hjá starfsmanni UST, Davíð Örvari Hanssyni, að ekki yrði farið í vinnu um friðlýsingu jarðarinnar gegn vilja íbúa og hagsmunaaðila.

Heimastjórn Borgarfjarðar, sem jafnframt gegnir hlutverki náttúruverndarnefndar, telur að ekki sé tímabært að slá af hugmyndir um friðlýsingu jarðarinnar að svo stöddu. Undirskriftarlistinn verður hafður til hliðsjónar við áframhaldandi vinnu málsins. Heimastjórn mun setja málið á dagskrá á næsta íbúafundi og hvetur íbúa til að mæta þar og viðra skoðanir sínar.

Heimastjórn samþykkir að vísa málinu til sveitarstjórnar og umhverfis- og framkvæmdaráðs.
Samþykkts samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 53. fundur - 11.12.2024

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 05.12.2024, varðandi fyrirhugaða friðlýsingu Stakkahlíðar í Loðmundarfirði. Einnig liggur fyrir undirskriftarlisti þar sem áformum um friðlýsingu og afhendingu jarðarinnar auk húsakosts til Ferðafélags Fljótsdalshéraðs er mótmælt.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason, Þröstur Jónsson og Eyþór Stefánsson til svara.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?