Fara í efni

Deiliskipulag, Seyðisfjörður, Hafnarsvæði

Málsnúmer 202106146

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 13. fundur - 28.06.2021

Heimastjórn telur mikilvægt að hefja vinnu við nýtt deiliskipulag á hafnarsvæði Seyðisfjarðar samhliða breytingum á aðalskipulagi. Heimastjórn felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við deiliskipulagið.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 110. fundur - 04.03.2024

Í upphafi máls nr. 9 vakti formaður (JB) máls á mögulegu vanhæfi sínu undir liðum 9 og 10 sem framkvæmdastjóri Tækniminjasafns Austurlands og fól varaformanni (ÞB) stjórn fundarins. JB gerði grein fyrir vanhæfi sínu og bar ÞB upp tillögu til atkvæðagreiðslu. Vanhæfið var samþykkt samhljóða og vék formaður af fundi við umræðu og afgreiðslu beggja mála.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga breytinga á gildandi deiliskipulagi Hafnasvæðis, Fjarðarhafnar, Pálshúsreits og Öldunnar. Megin markmið breytinganna er að auka athafnarými hafnarinnar með greiðu aðgengi að hafnarkanti og tryggja öruggt svæði fyrir uppbyggingu Tækniminjasafns Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa því til heimastjórnar Seyðisfjarðar að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 44. fundur - 07.03.2024

Í upphafi máls vakti formaður (JB) máls á mögulegu vanhæfi sínu undir málsliðnum. JB gerði grein fyrir vanhæfi sínu, opnuð var mælendaskrá og var tillagan síðan tekin til afgreiðslu. Vanhæfistillagan var samþykkt samhljóða og fól JB varaformanni Björgu Eyþórsdóttur stjórn fundarins. Í framhaldi vék JB af fundi við umræðu og afgreiðslu máls. Undir liðnum kom Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála inn á fundinn og fór yfir málið.

Fyrir heimastjórn lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs dags.4. mars sl. er varðar breytingar á gildandi deiliskipulagi Hafnasvæðis,Pálshúsreit og Öldunnar. Markmið breytinganna er að auka athafnarými hafnarinnar með greiðu aðgengi að hafnarkanti og tryggja öruggt svæði fyrir uppbyggingu Tækniminjasafns Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en telur að endurskoða þurfi lóðarstærðir á athafnasvæði móts Lónsleiru auk þjónustusvæðis við Hafnargötu svo hægt sé að bjóða upp á minni byggingarlóðir í bland við stærri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sóley Valdimarsdóttir - mæting: 08:45

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 121. fundur - 01.07.2024

Í upphafi máls nr. 2 vakti formaður (JB) máls á mögulegu vanhæfi sínu undir liðum 2 og 3 sem framkvæmdastjóri Tækniminjasafns Austurlands og fól varaformanni (ÞB) stjórn fundarins. JB gerði grein fyrir vanhæfi sínu og bar ÞB upp tillögu til atkvæðagreiðslu. Vanhæfið var samþykkt samhljóða og vék formaður af fundi við umræðu og afgreiðslu beggja mála.

Vinnslutillaga fyrir breytingu á gildandi deiliskipulagi Hafnasvæðis, Fjarðarhafnar, Pálshúsreits og Öldunnar var kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti til 16. apríl 2024.
Fyrir liggja umsagnir sem bárust á kynningartíma og viðbrögð við þeim, auk uppfærðrar skipulagstillögu þar sem brugðist hefur verið við ábendingum.

Málið er áfram í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 131. fundur - 28.10.2024

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur tillaga til auglýsingar vegna breytinga á deiliskipulagi Hafnasvæðis, Fjarðarhafnar, Pálshúsreits og Öldunnar á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Seyðisfjarðar að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 50. fundur - 07.11.2024

Í upphafi máls vakti formaður (JB) máls á mögulegu vanhæfi sínu undir málsliðnum. JB gerði grein fyrir vanhæfi sínu, opnuð var mælendaskrá og var tillagan tekin til afgreiðslu. Vanhæfistillagan var samþykkt samhljóða. Vék JB af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Fyrir fundinum liggur bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs dags. 28.10.2024 er varðar tillögu til auglýsingar vegna breytinga á deiliskipulagi Hafnarsvæðis, Fjarðarhafnar, Pálshúsreits og Öldunnar á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og felur skipulagsfulltrúa að láta auglýsa hana í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?