Fara í efni

Deiliskipulag, Eiðar, frístundasvæði

Málsnúmer 202302194

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 96. fundur - 02.10.2023

Eiðar village ehf. hefur lagt fram tillögu að nýju deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Eiða. Tillagan var unnin með athugasemdir og umsagnir sem bárust við kynningu skipulagslýsingu breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna sömu áforma til hliðsjónar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur að brugðist hafi verið við ábendingum og athugasemdum á fullnægjandi hátt og felur skipulagsfulltrúa að láta uppfæra skipulagstillögu breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna áformanna, til samræmis við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 100. fundur - 20.11.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga nýs deiliskipulags fyrir frístundabyggð á Eiðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sérstaklega skuli óskað eftir umsögn heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem náttúruverndarnefnd.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 41. fundur - 08.12.2023

Fyrir liggur vinnslutillaga nýs deiliskipulags fyrir frístundabyggð á Eiðum.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 20.11. 2023:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sérstaklega skuli óskað eftir umsögn heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem náttúruverndarnefnd.

Heimastjórn felur starfsmanni að koma umsögn heimastjórnar til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fyrirliggjandi skipulagstillaga, uppfærð, verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 109. fundur - 26.02.2024

Formaður (JB) vakti athygli á mögulegu vanhæfi ÁMS sem er formaður Náttúruverndarsamtaka Austurlands (NAUST) en samtökin skiluðu inn athugasemd á kynningartíma skipulagsins.
ÁMS gerði grein fyrir stöðu sinni og færði rök fyrir því að ekki væri um vanhæfi að ræða.
Tillaga um vanhæfi ÁMS var borin upp og samþykkt með 4 atkvæðum, 3 voru á móti (ÁMS, ÁHB, ÞÓ).

ÁMS lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég andmæli þessari ákvörðun ráðsins um vanhæfi mitt og tel hana ólögmæta. Hún brýtur gegn skoðanafrelsi mínu og felur í sér mismunun sem er brot á stjórnarskránni. Ég mun kæra þessa ákvörðun til Innviðaráðuneytisins.
Ég óska eftir því að afgreiðslu þessa máls verði frestað þar til niðurstaða frá Innviðaráðuneytinu liggur fyrir.

Tillaga ÁMS um að málinu yrði frestað var borin upp og felld með 4 atkvæðum gegn 3(ÁMS, ÁHB, ÞÓ).

ÁMS vék af fundi og kallaði inn varamann sinn, Huldu Sigurdís Þráinsdóttur, sem tók sæti við umræðu og afgreiðslu fundarins.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir og athugasemdir sem bárust við kynningu vinnslutillögu nýs deiliskipulags frístundabyggðar við Eiða. Jafnframt er lagt fram minnisblað með tillögu að viðbrögðum við þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að skipulagstillagan verði uppfærð í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 eru á móti (ÁHB, HSÞ, ÞÓ).

Fulltrúar V-lista (HSÞ, ÞÓ) og L-lista (ÁHB) lögðu fram eftirfarandi bókun:
Við teljum okkur ekki fært að samþykkja uppfærslu á skipulagstillögu deiliskipulags frístundabyggðar á Eiðum í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað að svo stöddu, þar sem við teljum svörin við umsögnum sem bárust ófullnægjandi. Sérstaklega er um að ræða athugasemdir Minjastofnunar þar sem kemur fram að ekki sé hægt að gefa umsögn meðan skráningu menningarminja innan svæðisins er ekki lokið og því ekki hægt að leggja mat á áhrif skipulagsins á þær. Í öðru lagi teljum við að ekki sé brugðist á fullnægjandi hátt við athugasemd heimastjórnar Fljótsdalshéraðs þar sem kemur fram að skýra þurfi framkvæmd mótvægisaðgerða vegna þess birkiskógar sem þarf að fjarlægja. Sama gildir um athugasemd Skógræktarinnar um eyðingu skóga. Athugasemd Náttúrufræðistofnunar er varðar æskilega fjarlægð mannvirkja frá vatnsbakka er auk þess ekki svarað eins og við teljum æskilegt.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 131. fundur - 28.10.2024

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur tillaga til auglýsingar fyrir nýtt deiliskipulag frístundbyggðar við Eiða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 (ÁMS, ÁHB og PH) voru á móti.

Fulltrúar V-lista og L-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Við sjáum okkur ekki fært að samþykkja fyrirliggjandi skipulagstillögu og vísum til fyrri bókunar fulltrúa V-lista og L-lista af 109. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 26.febrúar 2024.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 52. fundur - 07.11.2024

Fyrir liggur tillaga til auglýsingar fyrir nýtt deiliskipulag frístundbyggðar við Eiða.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 28.10.2024:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og felur skipulagsfulltrúa að láta auglýsa hana í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?