Fara í efni

Umsókn um frávik frá skipulagsskilmálum, Álfagata 8

Málsnúmer 202412151

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 137. fundur - 13.01.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um frávik frá skipulagsskilmálum á lóðinni Álfagata 8 (L238327). Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að reisa 100 m2 bílskúr innan ytri byggingarreits lóðarinnar en fyrirhuguð áform gera ráð fyrir byggingu 160 m2 geymsluhúsnæðis/bílskúrs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu vegna fyrirliggjandi umsóknar um heimild til að byggja bílskúr sem er 60m2 umfram skilmála í deiliskipulagi. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Jafnframt á þeirri forsendu að heildarstærð umræddrar lóðar er 16.909m2.
Vakin er athygli málsaðila á því að ekki er heimilt að reisa á lóðinni geymsluhúsnæði.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd