Fara í efni

Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202409169

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 129. fundur - 07.10.2024

Fyrir liggja drög að gjaldskrám fyrir árið 2025, annars vegar fyrir skipulags- og byggingarmál og hins vegar meðhöndlun og förgun úrgangs. Ekki er gert ráð fyrir breytingu á gjaldskrám fyrir handsömum og vörslu búfjár eða hunda- og kattahald á næsta ári.

Málið er áfram í vinnslu og verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson
  • Vordís Jónsdóttir

Heimastjórn Djúpavogs - 53. fundur - 10.10.2024

Fram hafa komið athugasemdir frá foreldrum á Djúpavogi varðandi kostnað við aðgang að líkamsræktaraðstöðu fyrir unglinga.

Heimastjórn leggur til að frítt verði í líkamsræktaraðstöðuna í Íþróttamiðstöð Djúpavogs með sama hætti og í sundlaugina fyrir unglinga og hefur því þegar verið komið á framfæri við starfsfólk fjölskyldusviðs sem mun taka málið upp á næsta fundi Fjölskylduráðs.

Ekki sé rétt að mismuna unglingum eftir því hvort þeir velji sund eða líkamsrækt sér til heilsubótar innan íþróttamiðstöðvarinnar.

Getum við bætt efni þessarar síðu?