Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

114. fundur 22. október 2024 kl. 12:30 - 16:15 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þórey Birna Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Helga Þórarinsdóttir verkefnastjóri í félagsþjónustu
  • Þóra Björnsdóttir verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála
  • Dagný Erla Ómarsdóttir verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Áheyrnarfulltrúar leikskóla Guðrún Sigríður Sigurðardóttir skólastjóri Bjarkatúns og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir og stjórnendur leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir skólastjóri Tjarnarskógar, Guðmunda Vala Jónasdóttir skólastjóri Hádegishöfða og Þórunn Hrund Óladóttir skólastjóri Seyðisfjarðarskóla sátu lið 1 undir umfjöllun um fjárhagsáætlun leikskóla. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Arna Magnúsdóttir og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir og stjórnendur grunnskóla, Viðar Jónsson skólastjóri Egilsstaðaskóla, Þórdís Sævarsdóttir skólastjóri Djúpavogsskóla og Þórunn Óladóttir skólastjóri Seyðisfjarðarskóla sátu lið 1 undir umfjöllun um fjárhagsáætlun grunnskóla. Áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla Sóley Þrastardóttir skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum og stjórnendur tónlistarskóla, Drífa Sigurðardóttir skólastjóri Tónlistarskólans í Fellabæ og Þórunn Hrund Óladóttir skólastjóri Seyðisfjarðarskóla sátu lið 1 undir umfjöllun um fjárhagsáætlun tónlistarskóla.

1.Fjárhagsáætlun fræðslumála 2025

Málsnúmer 202405185Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun ársins 2025 fyrir fræðslumál og vísar áætlun til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

2.Fjárhagsáætlun æskulýðs- og íþróttamála 2025

Málsnúmer 202410127Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun ársins 2025 fyrir æskulýðs- og íþróttamál með viðbót upp á 3.500.000 kr á lykill 06822. Áætluninni er vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

3.Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu 2025

Málsnúmer 202405187Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun ársins 2025 fyrir félagsþjónustu og vísar áætlun til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

4.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202409169Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir framlagðar breytingar á gjaldskrám hjá félagsþjónustu er varða stuðningsþjónustu og akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og vísar málinu til áframhaldandi meðferðar sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

5.Sveitarstjórnarbekkurinn

Málsnúmer 202301120Vakta málsnúmer

Þann 15. febrúar 2024 fjallaði fjölskylduráð um ábendingar frá einstaklingum er borist höfðu sveitarstjórnarbekknum í desember 2023 og bókaði þá; "Fjölskylduráð leggur áherslu á heilsueflingu eldra fólks í Múlaþingi og hefur á umliðnu ári fjölgað úrræðum hvað varðar hreyfingu. Ráðið vill benda á að unnið er að fjölskyldustefnu sveitarfélagins sem og að verkefnið Gott að eldast er til skoðunar varðandi framtíðar þjónustu við eldra fólk. Fjölskylduráð vísar erindi félags eldri borgara til umfjöllunar hjá öldungaráði".

Öldungaráð fjallaði um málið og bókaði eftirfarandi; "Eftirfarandi tillaga er lögð fram: Ráðið tekur undir það að mikilvægt er að stuðla að heilsueflingu eldra fólks í Múlaþingi og telur að Janusarverkefnið væri kjörin leið til þess og vísar í bókun sína í máli nr. 5 á fundinum. Málinu er vísað til fjölskylduráðs".

Þar sem Öldungaráð vísar í bókun í máli nr. 5 á sama fundi er svar fjölskylduráðs vegna málsins fært til bókar í máli nr. 7 á þessum fundi.

6.Beiðni um nýtingu Hlymsdala fyrir hádegisverð eldri borgara

Málsnúmer 202402030Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur fjallað um það mál sem hér er til umfjöllunar og fagnað framtaki félags eldri borgara um að ætla að borða saman mat í Hlymsdölum og auka þar með samveru og nýtingu á aðstöðunni í Hlymsdölum. Sú bókun er hér endurtekin. Fjölskylduráð fagnar því eindregið ef önnur félög eldri borgara myndu gera slíkt hið sama.

7.Erindi er varðar Janus heilsuefling, verkefni fyrir 65 plús

Málsnúmer 202401122Vakta málsnúmer

Á fundi öldungaráðs þann 30. maí 2024 bókaði ráðið að það hefði ekki heimild eða fjármagn til að gera þær kannanir sem fjölskylduráð hafði beðið um að gerðar væru til að fjölskylduráð gæti tekið formlega ákvörðun um það hvort taka ætti þátt í Janusarverkefninu af hálfu sveitarfélagsins. Öldungaráð fól fjölskylduráði að vinna málið áfram og gera ráð fyrir Janusarverkefninu í fjárhagsáætlun ársins 2025.

Fjölskylduráð bendir á að hreyfiúrræðum fyrir eldra fólk í Múlaþingi hefur fjölgað verulega á umliðnu ári, í öllum byggðarkjörnum öðrum en á Borgarfirði eystri. Ráðið vill auk þess enn benda á að unnið er að betri þjónustu við eldra fólk í sveitarfélaginu í samstarfi við HSA og viðkomandi ráðuneyti í gegnum verkefnið Gott að eldast. Fjölskylduráð vill sjá hverjar niðurstöður þeirrar vinnu verða, áður en ákvarðanir eru teknar um frekari hreyfiúrræði eins og Janusarverkefnið, þar sem möguleikar á samstarfi við heilbrigðisstarfsfólk HSA um heilsueflingu eldra fólks gætu leitt til hagstæðari úrræða heldur en það sem öldungaráð vill koma á fót. Ráðið vill einnig benda á að félag eldri borgara getur sjálft gengið til samninga við Janus um þjónustu við félagsmenn, telji þeir að nægur fjöldi þátttakenda fengist til að standa undir kostnaði.

Samþykkt samhljóða.

8.Staða á þjónustu við aldraða í Múlaþingi

Málsnúmer 202405173Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun öldungaráðs þar sem því er beint til fjölskylduráðs og sveitarstjórnar að leiðrétt verði sú mismunun sem felst í því að ekki sé greitt fyrir fundarsetu allra ráða í Múlaþingi.
Fjölskylduráð vísar til bókunar Sveitarstjórnar frá 16. október sl. þar sem fram kemur að í erindisbréfi öldungaráðs er ekki um fastanefnd á vegum sveitarfélagsins að ræða, heldur samráðsvettvang sem skipað er til á grundvelli laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Seta í ráðinu er því ekki launuð.

Samþykkt: SG, GBH, ÞBJ og GLG. Sátu hjá: ÁMS, ES og JHÞ.

Varðandi bókun öldungaráðs á fundi þann 30. maí 2024, þar sem því var vísað til fjölskylduráðs að gera þyrfti greiningu á húsnæðisþörf fyrir félags- og tómstundastarf eldri borgara í hverjum byggðarkjarna er því til að svara að viðraðar hafa verið óánægjuraddir með aðstöðu félaganna á Djúpavogi og á Seyðisfirði. Fjölskylduráð vill skipuleggja heimsóknir til stjórna félags eldri borgara, skoða aðstöðuna sem þau búa við og heyra sjónarmið notenda.

Samþykkt samhljóða.

9.Samhæfingarteymi - Ný skipting á landsvísu

Málsnúmer 202410133Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

10.Samráðsgátt. Drög að frumvarpi til laga um breytingu á 44. gr. laga um útlendinga (fjöldaflótti)

Málsnúmer 202410045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Samráðsgátt. Drög að reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk.

Málsnúmer 202410022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2025

Málsnúmer 202409025Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir beiðni Samtaka um kvennaathvarf um rekstrarstyrk fyrir árið 2025. Fjölskylduráð samþykkir að veita samtökunum árlegan styrk að upphæð 200.000,- kr. Tekið af lið 9160.

13.Bréf stýrihóps, Okkar heims á norður- og austurlandi

Málsnúmer 202310061Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir beiðni frá samtökunum Okkar heimur um fjárstuðning til starfsemi samtakanna á Norður- og Austurlandi. Fjölskylduráð sér sér ekki fært að styrkja samtökin að þessu sinni og óskar þeim góðs gengis í störfum sínum.

Samþykkt samhljóða.

14.Öldungaráð Múlaþings - 7

Málsnúmer 2405017FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

15.Öldungaráð Múlaþings - 8

Málsnúmer 2409007FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Skýrsla félagsmálastjóra 2024

Málsnúmer 202305269Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri reifar þau mál er helst eru til meðferðar á sviðinu.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?