Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

130. fundur 21. október 2024 kl. 08:30 - 11:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Einar Tómas Björnsson varamaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Þórhallur Borgarsson (D) sat fundinn undir liðum 7 -10 og Björgvin Stefán Pétursson undir liðum 1-5 og 8-9.

1.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2025

Málsnúmer 202405216Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri sitja fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs fyrir árið 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og vísar henni til staðfestingar hjá byggðaráði.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Björn Ingimarsson
  • Guðlaugur Sæbjörnsson

2.Fjárhagsáætlun Slökkviliðs Múlaþings 2025

Málsnúmer 202410021Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og varaslökkviliðsstjóri sitja fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun Slökkviliðs Múlaþings fyrir árið 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun Slökkviliðs Múlaþings og vísar henni til staðfestingar hjá byggðaráði.

Samþykkt með 4 atkvæðum, 2 (ÁMS, PH) sitja hjá.

Gestir

  • Ingvar Birkir Einarsson
  • Guðlaugur Sæbjörnsson

3.Brunavarnir á Héraði, fundagerðir

Málsnúmer 202410124Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá fundi stjórnar Brunavarna á Héraði sem haldinn var 17. október 2024.

4.Afslættir af gatnagerðargjöldum í Múlaþingi

Málsnúmer 202101232Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að afslætti af gatnagerðargjöldum í Múlaþingi fyrir árið 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að afslættir fyrir árið 2025 verði óbreyttir.

Samþykkt samhljóða.

5.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202409169Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála og verkefnastjóri framkvæmdamála sitja fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að gjaldskrám fyrir árið 2025, annars vegar fyrir skipulags- og byggingarmál og hins vegar meðhöndlun og förgun úrgangs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá skipulags- og byggingarmála í Múlaþingi 2025. Jafnframt samþykkir ráðið gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs 2025 og vísar henni til staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Vordís Jónsdóttir
  • Stefán Aspar Stefánsson

7.Deiliskipulagsbreyting, Bláargerði 4

Málsnúmer 202410123Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi suðursvæðis á Egilsstöðum vegna lóðarinnar Bláargerði 4. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til málsmeðferðar og grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi suðursvæðis Egilsstaða í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Breytingin verði grenndarkynnt fyrir fasteignaeigendum við Bláargerði 2, 8-10 og 12-14 í samræmi við gr. 5.8.2 í skipulagsreglugerð.
Málið verður tekið fyrir að nýju að grenndarkynningu lokinni.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

8.Öryggismat á ferðamannastöðum í Múlaþingi

Málsnúmer 202410120Vakta málsnúmer

Yfirlögregluþjónn Lögreglustjórans á Austurlandi kynnir stöðu vinnu almannavarnarnefndar við kortlagningu og öryggismat á ferðamannastöðum í Múlaþingi.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Kristján Ólafur Guðnason

9.Innsent erindi, Uppsetning löggæslumyndavéla í Fellabæ

Málsnúmer 202410035Vakta málsnúmer

Yfirlögregluþjónn Lögreglustjórans á Austurlandi sat fundinn undir þessum lið.
Tekið er fyrir að nýju erindi frá embætti Lögreglustjórans á Austurlandi þar sem þess að farið á leit við sveitarfélagið að það fjármagni kaup og uppsetningu á löggæslumyndavélum með númeraálestri í Fellabæ.

Málið er áfram í vinnslu og verður tekið fyrir að nýju.

Gestir

  • Kristján Ólafur Guðnason

10.Aðstaða áhorfenda í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum

Málsnúmer 202410071Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Körfuknattleiksdeild Hattar varðandi áhorfendapalla í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra og verkefnastjóra framkvæmdamála að skoða málið í samráði við forstöðumann Íþróttamiðstöðvarinnar.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 11:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?