Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

115. fundur 29. október 2024 kl. 12:30 - 15:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þórey Birna Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Dagný Erla Ómarsdóttir verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála
  • Þóra Björnsdóttir verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála
  • Aðalheiður Árnadóttir verkefnastjóri í félagslegri ráðgjöf og stuðningi
  • Guðbjörg Gunnarsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri

1.Samhæfingarteymi - Ný skipting á landsvísu

Málsnúmer 202410133Vakta málsnúmer

Samþykkt er af hálfu fjölskylduráðs að undirrita samning á milli Tryggingastofnunar ríksins, félagsþjónustu sveitarfélaga og fleiri um þátttöku í samhæfingarteymi á Austurlandi um samstarf á sviði endurhæfingar. Félagsmálastjóra er falið að undirrita samninginn fyrir hönd Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202409169Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrár er varða íþróttamannvirki og frístundaþjónustu og er hækkunin 2,5%. Málinu er vísað til áframhaldandi meðferðar sveitarstjórnar. Fræðslustjóra er falið að koma með drög að samræmdri gjaldskrá fyrir íþróttamiðstöðvar og sundlaugar í Múlaþingi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðgangur að líkamsræktaraðstöðu fyrir unglinga

Málsnúmer 202410143Vakta málsnúmer

Málið áfram í vinnslu.

4.Reglur um styrk Múlaþings við afreksíþróttafólk

Málsnúmer 202410026Vakta málsnúmer

Fyrir liggja reglur um styrk Múlaþings við afreksíþróttafólk og var fjölskylduráði ætlað að endurskoða þær í september 2024.
Engar tillögur eru að breytingum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Húsnæði fyrir inniaðstöðu Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202410142Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs, dags. 13.09.24, þar sem óskað er eftir nýju húsnæði fyrir inniaðstöðu klúbbsins á Egilsstöðum.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið en vísar málinu til Umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Samningar við íþróttafélög 2025

Málsnúmer 202410155Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja styrktarsamningar Múlaþings við íþróttafélög ásamt vinnuskjali.

Til kynningar.

7.Erindi til Fjölskylduráðs

Málsnúmer 202410179Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Ungmennafélaginu Neista þar sem óskað er eftir upplýsingum varðandi fjárúthlutanir Múlaþings til íþróttafélaga innan sveitarfélagsins fyrir árið 2025.
Málinu vísað til fræðslustjóra og hann beðinn um að svara ungmennafélaginu í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Sólin frístundaþjónusta

Málsnúmer 202410208Vakta málsnúmer

Fyrir liggja reglur um frístundaþjónustu Sólarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Skýrsla fræðslustjóra lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?