Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

131. fundur 28. október 2024 kl. 08:30 - 11:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björg Eyþórsdóttir varamaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fulltrúi D-lista (BSP) sat fundinn undir liðum nr. 1-10.

1.Fjárhagsáætlun hafna Múlaþings 2025

Málsnúmer 202410020Vakta málsnúmer

Hafnastjóri og verkefnastjóri hafnamála sitja fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að tekju- og rekstraráætlun ásamt fjárfestingaráætlun hafna Múlaþings fyrir árið 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlanir og vísar þeim til staðfestingar hjá byggðaráði.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Björn Ingimarsson
  • Eiður Ragnarsson

2.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202409169Vakta málsnúmer

Hafnastjóri og verkefnastjóri hafna sitja fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að gjaldskrá fyrir hafnir Múlaþings 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til staðfestingar hjá sveitarstjórn.
Jafnframt felur ráðið hafnastjóra að skoða mögulegar breytingar á hafnarreglugerð hafna Múlaþings með tilliti til viðurlaga við brotum á reglum um umferð á hafnarsvæðum.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Björn Ingimarsson
  • Eiður Ragnarsson

3.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, Ný vegtenging, athafna- og hafnarsvæði

Málsnúmer 202110146Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsögn heimastjórnar Djúpavogs um efni minnisblaðs þar sem bornar eru saman tvær staðsetningar fyrir nýtt athafna-, iðnaðar- og hafnarsvæði; annars vegar við Innri-Gleðivík og hins vegar Sandbrekkuvík.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að funda með hagsmunaaðilum verkefnisins og starfsfólki hafna um heildarsýn og framtíðarskipulag hafnasvæða á Djúpavogi.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

4.Deiliskipulag, Seyðisfjörður, Hafnarsvæði

Málsnúmer 202106146Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur tillaga til auglýsingar vegna breytinga á deiliskipulagi Hafnasvæðis, Fjarðarhafnar, Pálshúsreits og Öldunnar á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Seyðisfjarðar að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

5.Deiliskipulag, Eiðar, frístundasvæði

Málsnúmer 202302194Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur tillaga til auglýsingar fyrir nýtt deiliskipulag frístundbyggðar við Eiða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 (ÁMS, ÁHB og PH) voru á móti.

Fulltrúar V-lista og L-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Við sjáum okkur ekki fært að samþykkja fyrirliggjandi skipulagstillögu og vísum til fyrri bókunar fulltrúa V-lista og L-lista af 109. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 26.febrúar 2024.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

6.Umsókn um breytingu á deiliskipulagi, Öldugata 12

Málsnúmer 202410037Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðs verslunarreksturs á Öldugötu 12 á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð beinir því til málsaðila að sækja um byggingarleyfi vegna fyrirhugaðra breytinga á skráningu hluta fasteignar við Öldugötu 12 og mun ráðið taka málið fyrir að nýju þegar umsókn hefur verið skilað inn.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

7.Umsókn um stofnun lóðar, Djúpivogur, Vogaland 16

Málsnúmer 202407003Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Tekin er fyrir að nýju umsókn RARIK um stofnun lóðar undir spennistöð við Vogaland á Djúpavogi. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu áformanna og hefur staðsetningu fyrirhugaðrar lóðar verið breytt til þess að koma til móts við þær.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu sé lokið og felur skipulagsfulltrúa að stofna lóðina og úthluta til málsaðila.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

8.Innsent erindi, Uppsetning löggæslumyndavéla í Fellabæ

Málsnúmer 202410035Vakta málsnúmer

Tekið er fyrir að nýju erindi frá embætti Lögreglustjórans á Austurlandi þar sem þess að farið á leit við sveitarfélagið að það fjármagni kaup og uppsetningu á löggæslumyndavélum með númeraálestri í Fellabæ.

Frestað til næsta fundar.

9.Umhverfisviðurkenningar

Málsnúmer 202409036Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur minnisblað ásamt drögum að reglum um veitingu umhverfisviðurkenninga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela verkefnastjóra umhverfismála að kynna fyrirhugaðar reglur, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum, fyrir heimastjórnum og verður málið tekið fyrir að nýju þegar umsagnir þeirra liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson

10.Förgun dýrahræja

Málsnúmer 202405041Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur bókun frá heimastjórn Fljótsdalshéraðs þar sem því er vísað til ráðsins að taka upp mál um förgun dýrahræja og hvetja stjórnvöld til að hraða vinnu við varanlega úrlausn í málaflokknum. Jafnframt liggur fyrir minnisblað frá verkefnastjóra umhverfismála um ráðstöfun dýraleifa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem að sveitarfélagið ber ekki beina ábyrgð á söfnun og meðhöndlun aukaafurða úr dýrum beinir umhverfis- og framkvæmdaráð því til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins að koma upp viðeigandi innviðum vegna söfnunar á dýraleifum ásamt samræmdu söfnunarkerfi á landsvísu.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson

11.Garnaveikibólusetningar í Múlaþingi

Málsnúmer 202111208Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur minnisblað um stuðning við fjáreigendur vegna garnaveikibólusetninga.

Máli frestað til næsta fundar.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson

12.Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Múlaþings - 9

Málsnúmer 2410015FVakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 9. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa.

13.Fundargerðir svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 202312232Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til kynningar fundargerðir frá 127. og 128. fundum svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.

14.Fundagerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2024

Málsnúmer 202402079Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 181. fundi heilbrigðisnefndar Austurlands.

Fundi slitið - kl. 11:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?