Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

55. fundur 12. febrúar 2025 kl. 13:00 - 14:55 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson varamaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Guðrún Ásta Tryggvadóttir aðalmaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson varamaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202208012Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar dags. 06.02.2025, varðandi Fjarðarheiðargöng.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Guðrún Ásta Tryggvadóttir og Berglind Harpa Svavarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Seyðisfjarðar og fagnar því að ríkisstjórnin ætlar að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð líkt og segir í nýjum stjórnarsáttmála. Sveitarstjórn skorar á ríkisstjórn Íslands að sýna viljann í verki og veita Vegagerðinni heimild til að hefja útboðsferli svo að framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng geti hafist.

Sveitastjórn Múlaþings samþykkir að óska eftir fundi með fjármála- og efnahagsráðherra og forsætisráðherra í tengslum við gerð fjármálaáætlunar. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að þingmenn verði upplýstir um forsendur, ákvarðanaferli og stöðu Fjarðarheiðarganga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Reykjavíkurflugvöllur

Málsnúmer 202305079Vakta málsnúmer

Til máls tók: Berglind Harpa Svavarsdóttir.

Eftir farandi bókun lögð fram:
Sveitastjórn Múlaþings minnir á að óheft aðgengi að flugvellinum í Reykjavík er lífsnauðsynlegt fyrir sjúkraflug líkt og Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi hefur bent á og óásættanlegt að öryggi og aðgengi landsbyggðarinnar að innanlandsflugvellinum í Reykjavík sé stefnt í voða vegna tregðu Reykjavíkurborgar að fækka trjám til að tryggja aðflug.

Sveitarstjórn Múlaþings telur Reykjavíkurborg hafa brugðist í þessu máli og um leið og því er fagnað að byrjað sé að fella trén sem skyggja á aðflugið þá er skorað á Samgöngustofu að fullnýta allar lagaheimildir til að tryggja opnun á flugbrautinni. Sveitarstjórn gerir þá kröfu á ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála og ríkisstjórn Íslands að ganga tafarlaust í málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


3.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202409169Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá Bókasafna Múlaþings fyrir árið 2025 sem byggðaráð vísaði sveitarstjórnar til staðfestingar. Hækkunin er 2,5% frá árinu 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir fyrirliggjandi gjaldskrá Bókasafna Múlaþings fyrir árið 2025.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Eigendastefna HEF veitna ehf

Málsnúmer 202502028Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að eigendastefnu HEF veitna ehf. er unnin hefur verið af starfshópi er í sátu fulltrúar sveitarstjórnar Múlaþings, stjórnar HEF veitna og framkvæmdastjóri HEF veitna ehf. auk þess að Jón Jónsson hrl. starfaði með hópnum.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Þröstur Jónsson sem lagði fram tillögu að bókun, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Þröstur Jónsson og Eyþór Stefánsson.

Þröstur Jónssonar M-lista leggur til eftirfarandi tillögu að bókun:
Fyrirliggjandi eigendastefna HEF veitna lýsir lítt vilja eigenda hvaða hlutverk HEF á að rækja, né hvernig. Þá er lítið eða ekkert um hvaða markmið HEF eigi að stefna að tam. í orkunýtingar- og umhverfismálum (t.d. lokað/opið kerfi jarðvarmaveitu ofl.), sölu varmaorku til "stórnotenda" versus til húshitunar.
Þá stangast fyrsta grein fyrirliggjandi eigendastefnu á við grein 1.4 í samþykktum HEF. Samþykktir félagsins, kveða er á um framleiðslu raforku og varma[orku] á meðan stefnan kveður mun þrengra um orku-þáttinn í starfsemi félagsins og segir eingöngu "hitaveitu" (þ.e. jarðvarmaveitu sem inniheldur þá ekki fjarvarmaveitu, rekstur varmaskipta ofl.)
Því fer sveitarstjórn fram á að fyrirliggjandi eigendastefna verði endursamin með stefnu og markmið að leiðarljósi.

Tillagan tekin til afgreiðslu og var felld með átta atkvæðum, tveir sátu hjá (ES,JHÞ) og einn með (ÞJ)

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að eigendastefnu HEF veitna.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn á móti (ÞJ)

5.Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðaflugvöllur

Málsnúmer 202501231Vakta málsnúmer

-
Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur vísað meðfylgjandi skipulagstillögu til staðfestingar hjá sveitarstjórn.
Um er að ræða tillögu, dags. 20.01.25, að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna nýrrar akbrautar við Egilsstaðaflugvöll. Tillagan er unnin af Verkís fyrir hönd Isavia Innanlandsflugvalla ehf.

Til máls tóku: Jóhann Hjalti Þorsteinsson sem bar upp fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir sem kom til svara, Ívar Karl Hafliðason, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn og Jónína Brynjólf sem svaraði fyrirspurn Þrastar Jónssonar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 -2028 vegna nýrrar akbrautar við Egilsstaðaflugvöll. Breytingin er óveruleg og er ekki talin hafa veruleg áhrif á núverandi landnotkun né eru áhrif hennar metin mikil á einstaka aðila eða stórt landsvæði. Um málsmeðferð fari skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Samstarfssamningur um byggðasamlag, Minjasafn Austurlands

Málsnúmer 202012071Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga stjórnar Minjasafns Austurlands varðandi framtíðarfyrirkomulag á rekstri safnsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir tillögu stjórnar Minjasafns Austurlands um að gengið verði frá samningi á milli Múlaþings og Fljótsdalshrepps er byggi á drögum að nýjum samþykktum fyrir Minjasafn Austurlands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2024-2025

Málsnúmer 202501193Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 06.02.2025, varðandi úthlutun almenns byggðakvóta.

Til máls tóku: Helgi Hlynur Ásgrímsson og Eyþór Stefánsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir bókun heimastjórnar Borgarfjarðar og samþykkir að óska ekki eftir sérreglum vegna úthlutunar almenns byggðakvóta í byggðakjörnum Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Snjóhreinsun á Öxi

Málsnúmer 202101012Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Djúpavogs, dags. 07.02.2025 varðandi snjóhreinsun á Öxi.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í samræmi við bókun sveitastjórnar Múlaþings frá síðasta fundi er málið í vinnslu hjá umhverfis- og framkvæmdaráði. Fyrirhugaður er fundur með Vegagerðinni og kjörnum fulltrúum 18. febrúar þar sem snjómokstur á Öxi verður m.a. til umræðu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Heimastjórn Djúpavogs - 57

Málsnúmer 2501033FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Heimastjórn Borgarfjarðar - 55

Málsnúmer 2501028FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 3, Ívar Karl Hafliðason sem bar upp fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir sem kom til svara, Eyþór Stefánsson sem svaraði fyrirspurn Ívars og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Lagt fram til kynningar.

11.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 53

Málsnúmer 2501025FVakta málsnúmer

Til máls tók: Vegna liðar 2, Jóhann Hjalti Þorsteinsson sem lagði fram bókun.

Lagt fram til kynningar.

Jóhann Hjalti Þorsteinsson lagði fram eftir farandi bókun fyrir hönd Austurlista og Vinstri Grænna:
Fulltrúar Austurlista og Vinstri Grænna vilja vekja athygli á bréfi forstjóra Veðurstofunnar til MAST dags. 20.01.2025 þar sem áréttað er að Veðurstofa Íslands, VÍ hefur í ofanflóðahættumati fyrir fiskeldi í Selstaðavík frá 23.06.2023 ekki lagt mat á annað en líkur á mannskaða að völdum ofanflóða á kvíasvæðinu í Selastaðavík. Það mat segir áhættuna ásættanlega.
Ekki var tekin afstaða til áhættu vegna mögulegra slysasleppinga að völdum ofanflóða. Þá hefur VÍ ekki lagt mat áhrif ofanflóða á önnur mannvirki og akkerisfestingar.
Þá tekur VÍ fram í bréfinu að í Strandsvæðaskipulagi Austfjarða eru ákvæði fyrir Selstaðavík SN2 um að fyrir þurfi að liggja nánara mat í hættu á ofanflóðum og þannig mögulegum slysasleppingum vegna þeirra.
Það er skýlaus krafa að vandað sé til verka í þessum undirbúningi, annað væri óásættanlegt. Nýlega hafa verið umræður um ábyrgð sveitarstjórnar annars staðar á landinu sem brást ekki við upplýsingum um ofanflóðahættu fyrir nokkrum áratugum. Við eigum að læra af slíku.



12.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 54

Málsnúmer 2412015FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

13.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 55

Málsnúmer 2501029FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Byggðaráð Múlaþings - 140

Málsnúmer 2501014FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

15.Byggðaráð Múlaþings - 141

Málsnúmer 2501023FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Byggðaráð Múlaþings - 142

Málsnúmer 2501027FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 138

18.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 139

19.Fjölskylduráð Múlaþings - 121

Málsnúmer 2501008FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Fjölskylduráð Múlaþings - 122

Málsnúmer 2501018FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

21.Fjölskylduráð Múlaþings - 123

Málsnúmer 2501024FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Fjölskylduráð Múlaþings - 124

Málsnúmer 2501030FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

23.Ungmennaráð Múlaþings - 36

Málsnúmer 2501020FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

24.Skýrsla sveitarstjóra

Fundi slitið - kl. 14:55.

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd