Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

118. fundur 26. nóvember 2024 kl. 12:30 - 15:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ævar Orri Eðvaldsson varamaður
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Dagný Erla Ómarsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Þóra Björnsdóttir verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri

1.Aðgangur að líkamsræktaraðstöðu fyrir unglinga

Málsnúmer 202410143Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá heimastjórn Djúpavogs vegna fyrirspurnar um gjaldfrjálst aðgengi unglinga að líkamsrækt í íþróttamiðstöðinni á Djúpavogi.
Erindinu er hafnað en málið verður tekið upp í tengslum við samræmingu á gjaldskrá og opnun sundlaugum og íþróttamiðstöðvum í Múlaþingi á vormánuðum. Verkefnastjóra íþrótta- og tómstundamála falið að svara erindinu.

Samþykkt samhjóða með handauppréttingu.

2.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202409169Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að gjaldskrám fyrir árið 2025 vegna íþróttamannvirkja.
Málið áfram í vinnslu.

3.Skíðasvæðið í Stafdal, öryggismál

Málsnúmer 202403016Vakta málsnúmer

Öryggisskýrslur vegna snjóflóða fyrir skíðasvæðið í Stafdal lagðar fram til kynningar.

4.Beiðni um áframhaldandi stuðning

Málsnúmer 202411021Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Mark Peter Andrew Rohtmaa-Jackson, skólastjóra og Heiðdísi Hólm Guðmundsdóttur, verkefnastjóra, fyrir hönd LungA skólans, dagsett 5. 11. 2024 um áframhaldandi stuðning Múlaþings við skólann.
Fjölskylduráð samþykkir að veita skólanum fjárhagsstyrk, 2.735.000 kr.af lið 04518. Fræðslustjóra er falið að búa til drög að samningi milli Múlaþings og Lungaskólans.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fundir sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna janúar til júlí 2025

Málsnúmer 202411106Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að fundadagatali sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna tímabilið janúar til júlí 2025.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram: fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að fundardagatali ráðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Skýrsla fræðslustjóra lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?