Fara í efni

Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022 - 2025

Málsnúmer 202105150

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 24. fundur - 01.06.2021

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir Múlaþing. Unnið er að því að hægt verði að afgreiða tillögu rammaáætlunar fjárhagsáætlunar Múlaþings 2022 og þriggja ára áætlunar 2023 til 2025 á fundi byggðaráðs 6.júlí nk.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 25. fundur - 15.06.2021

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir Múlaþing.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 10. fundur - 21.06.2021

Á fundinn undir þessum lið mætti Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri Múlaþings sem fór yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2022 og þriggja ára áætlun.

Byggðaráð Múlaþings - 26. fundur - 22.06.2021

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu við vinnu fjárhagsáætlunar og verður rammi fjárhagsáætlunar lagður fyrir til afgreiðslu á fundi byggðaráðs 6. júlí.

Byggðaráð Múlaþings - 27. fundur - 06.07.2021

Fjármálastjóri og sveitarstjóri kynntu tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings 2022 og þriggja ára áætlunar 2023 til 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir rammaáætlunina eins og hún liggur fyrir fundinum og vísar henni til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar á komandi hausti.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 12. fundur - 16.08.2021

Fyrir liggja gögn frá fjármálastjóra um vinnuferli fjárhagsáætlunargerðar sem og greinargerð með rammaáætlun 2022. Lagt fram til kynningar en málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi heimastjórnar.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 12. fundur - 17.08.2021

Heimastjórn fór yfir helstu atriði fjárhagsáætlunar eins og hún lítur út nú og ræddi áherslur sínar og forgangsmál. Þeim verður komið á framfæri á næsta fundi heimastjórnar Borgarfjarðar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 14. fundur - 20.08.2021

Umræða fór fram um fjárhagsáætlun næsta árs og Heimastjórn minnir á mikilvægi þess að húsnæðismál Seyðisfjarðarskóla verði sett í forgang.

Byggðaráð Múlaþings - 29. fundur - 24.08.2021

Fyrir lá minnisblað frá sviðstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem reifaðar eru helstu forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2022-2025

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 13. fundur - 06.09.2021

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur skrifstofustjóra að koma samantekt heimastjórnar um áhersluverkefni, sem fylgir með málinu, í vinnslu vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 13. fundur - 06.09.2021

Guðlaugur Snæbjörnsson kom inn á fundinn og kynnti fyrir heimastjórnarfólki forsendur og ramma fjárhagsáætlunar Múlaþings 2022 - 2025.

Heimastjórn Borgarfjarðar mun innan tíðar halda aukfund þar sem áherslur lagðar.

Gestir

  • Guðlagur Sæbjörnsson - mæting: 14:00

Byggðaráð Múlaþings - 32. fundur - 21.09.2021

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu við vinnu fjárhagsáætlunar.

Lagt framt til kynningar

Heimastjórn Borgarfjarðar - 14. fundur - 22.09.2021

Heimastjórn Borgarfjarðar leggur áherslu á eftirtaldar framkvæmdir fyrir fjárhagsáætlun 2022 2025.

1. Samfélagsmiðstöðin Fjarðarborg. Verkefnið er nú þegar hafið. Markmiðið er að í húsinu verði starfsstöð Múlaþings á Borgarfirði auk tíu vinnustöðva fyrir aðra starfsemi. Heimastjórn telur það vera í forgangi að haldið verði áfram með verkefnið með myndarlegum hætti og það klárað á næstu þremur árum og framkvæmdir hefjist 2022. Umhverfis ? og framkvæmdasvið Múlaþings hefur umsjón með verkefninu og unnið er að kostnaðaráætlun þess. Heimastjórn óskar eftir fjármagni til verksins í samræmi við það kostnaðarmat.

2. Starfsemi Múlaþings á Borgarfirði. Heimastjórn leggur á það áherslu að Múlaþing auki starfsemi sína á Borgarfirði. Verkefnið Betri Borgarfjörður mun að óbreyttu renna sitt skeið um áramót. Mikilvægt er að sveitarfélagið tryggi áframhaldandi umgjörð um verkefnið með því að ráða inn einstakling með starfsaðstöðu á Borgarfirði. Viðkomandi starfsmaður/starfsmenn gæti jafnframt unnið í öðrum verkefnum sveitarfélagsins.

3.Þáttaka í byggingu atvinnuhúsnæðis.
Atvinnuhúsnæði og húsnæðisvandi björgunarsveitarinnar og Slökkviliðs ? Heimastjórn hefur unnið að þarfagreiningu um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis á Borgarfirði. Niðurstöður sýna að þörf er á slíkri framkvæmd. Heimastjórn óskar eftir því að Múlaþing taki til skoðunar þátttöku í verkefninu sem gæti falist í niðurfellingu gjalda og/eða sem einn framkvæmdaaðila. Líkur eru til þess að sveitarfélagið vanti húsnæði undir endurvinnslu sem gæti þurft að víkja úr núverandi húsnæði vegna athugasemda Húsnæðis ? og mannvirkjastofnunar varðandi starfsaðstöðu slökkviliðs.

4.Hafnarframkvæmdir.
Hafnarframkvæmdir ? Heimastjórn fagnar fyrirhugaðri lengingu Skarfaskersgarðs og dýpkun innsiglingar í haust. Í kjölfar lokunar skápsins hefur starfsemi og umsvif hafnarinnar aukist verulega sem kallar nú þegar aukningu viðlegupláss og byggingu löndunarbryggju.

5.Skilavegur og viðhald gatna.
Heimastjórn hvetur Múlaþing til þess að ráðast í nauðsynlegt viðhald gatna í þorpinu samhliða fyrirhuguðum framkvæmdum Vegagerðarinnar við skilaveg og huga að götulýsingu í þorpinu sem er í miklum ólestri.

6.Viðhald fasteigna
Viðhald fasteigna ? Heimastjórn hvetur Múlaþing til áframhaldandi viðhalds leiguíbúða. Í úttekt sem unnin var til grundvallar sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í Múlaþing var gerð átætlun um viðhald leiguíbúða Borgarfjarðarhrepps. Heimastjórn hvetur Múlaþing til að hefja viðhaldsframkvæmdir í samræmi við þá úttekt.

7.Íþróttaaðstaða á Borgarfirði
Vegna endurbóta á Fjarðarborg þarf líkamsræktarstöð UMFB að víkja. Heimastjórn óskar eftir því að Múlaþing komi að því í samstarfi við UMFB að koma upp aðstöðu fyrir hana við Sparkhöllina ásamt sturtu ? og búningaaðstöðu. Sparkhöllin þjónar tilgangi íþróttahúss fyrir Borgfirðinga og grunnskólanemendur þar og því myndi slík framkvæmd auka nýtingu hennar.

Að lokum vill heimastjórn minna á eðlilega endurnýjun véla og tækja áhaldahúss meðal annars með tilliti til snjómoksturs.

Formanni falið að koma fylgigögnum til skila.

Samþykkt einróma.

Byggðaráð Múlaþings - 33. fundur - 28.09.2021

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu við vinnu fjárhagsáætlunar. Einnig lá fyrir minnisblað varðandi skapandi sumarstörf í Múlaþingi 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa framkomnum hugmyndum varðandi skapandi sumarstörf í Múlaþingi 2022 til atvinnu- og menningarstjóra, íþrótta- og æskulýðsstjóra og framkvæmda- og umhverfismálastjóra til frekari úrvinnslu við endanlega útfærslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022. Horft verði til þess að verkefnið rúmist innan þess fjárhagsramma er gert er ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

Samþykkt samhljóða.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:

Í ljósi fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, tel ég rétt vegna forgangsröðunar að hafna skapandi sumarstörfum sumarið 2022.


Byggðaráð Múlaþings - 34. fundur - 05.10.2021

Fjármálastjóri, atvinnu- og menningarstjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu við vinnu fjárhagsáætlunar.

Í vinnslu

Byggðaráð Múlaþings - 35. fundur - 19.10.2021

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu við vinnu fjárhagsáætlunar.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 36. fundur - 26.10.2021

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu við vinnu fjárhagsáætlunar.

Í vinnslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 19. fundur - 28.10.2021

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 kynnt og áherslur fyrir Djúpavog ræddar.

Gestir

  • Guðlaugur Sæbjörnsson - mæting: 10:50
  • Björn Ingimarsson - mæting: 10:50

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 15. fundur - 01.11.2021

Fyrir liggja drög og vinnugögn vegna fjárhagsáætlunar Múlaþings fyrir 2022.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs óskar eftir upplýsingum og verkáætlun þeirra áhersluverkefna sem heimastjórnin lagði til vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árin 2022-2025, á 13. fundi sínum. Einnig óskar heimastjórnin eftir upplýsingum um þau verkefni sem eru á fjárfestingaáætlun undir Gatnagerð og skipulagsmál.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 37. fundur - 02.11.2021

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu drög að fjárhagsáætlun Múlaþings 2022-2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa drögum að fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árin 2022-2025 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða

Heimastjórn Borgarfjarðar - 16. fundur - 03.11.2021

Fyrir liggja drög og vinnugögn vegna fjárhagsáætlunar Múlaþings fyrir 2022 - 2025.

Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við drög að fjárhagsáætlun Múlaþings 2022 - 2025.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 17. fundur - 08.11.2021

fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir 2022 - 2025. Heimastjórn fór yfir þau gögn sem lágu fyrir fundinum og gerir ekki athugasemdir. Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Múlaþings - 17. fundur - 10.11.2021

Fyrir fundinum liggur fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2022, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2023 - 2025, sem vísað var frá byggðaráði til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Eftirtaldir tóku til máls um fjárhagsáætlunina: Björn Ingimarsson sveitarstjóri sem fór yfir fjárhagsáætlun,Gauti Jóhannesson,Berglind Harpa Svavarsdóttir,Elvar Snær Kristjánsson,Kristjana Sigurðardóttir,Hildur Þórisdóttir,Helgi Hlynur Ásgrímsson,Þröstur Jónsson,Eyþór Stefánsson,Stefán Bogi Sveinsson,Eyþór Stefánsson, Jakob Sigurðsson og Þröstur Jónsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2022, ásamt þriggja ára áætlun, til síðari umræðu í byggðaráði og sveitarstjórn.

Samþykkt samhjóða án atkvæðagreiðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2022 verði óbreytt, eða 14,52%.

Samþykkt samhljóða án átkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 38. fundur - 16.11.2021

Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022-2025 yfirfarin og rædd

Í Vinnslu

Byggðaráð Múlaþings - 39. fundur - 23.11.2021

Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022-2025 yfirfarin og rædd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2022, ásamt þriggja ára áætlun 2023-2025, til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 18. fundur - 08.12.2021

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri, lagði fram áætlunina til síðari umræðu í sveitarstjórn. Áður hefur hún verið afgreidd af byggðaráði og við fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Aðrir sem til máls tóku um fjárhagsáætlunina voru: Þröstur Jónsson,Eyþór Stefánsson sem bar upp fyrirspurn,Helgi Hlynur Ásgrímsson,Hildur Þórisdóttir,Stefán B.Sveinsson sem svaraði fyrirspurn,Vilhjálmur Jónsson,Björn Ingimarsson sveitarstjóri sem svaraði fyrirspurn, Berglind H.Svavarsdóttir, Helgi H.Ásgrímsson,Þröstur Jónsson,kristjana Sigurðardóttir og Jakob Sigurðsson.

Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2022 nema 8.028 millj. kr. samkvæmt samstæðu fyrir A og B hluta, en þar af nema rekstrartekjur A hluta 6.996 millj. kr.

Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir verða alls 7.003 millj. kr. í samstæðu fyrir A og B hluta, þar af eru rekstrargjöld A hluta áætluð 6.593 millj. kr. Afskriftir ársins í A og B hluta nema 465 millj., þar af 266 millj. í A hluta. Fjármagnsliðir verða neikvæðir um 470 millj. í samanteknum A og B hluta, þar af 329 millj. í A hluta.

Eftir fjármagnsliði, afskriftir, skatta og óreglulega liði er rekstrarafkoma ársins jákvæð um 65 millj. kr. í samanteknum A og B hluta. Afkoma A-hluta er neikvæð og nema rekstrargjöld umfram rekstrartekjur um 202 millj. kr.

Veltufé frá rekstri er jákvætt um 855 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 318 millj. kr.
Fjárfestingahreyfingar ársins 2022 nema nettó 1.914 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 801 millj. í A hluta.
Afborganir af lánum og leiguskuldbindingum hjá samstæðu A og B hluta verða 949 millj. kr. á árinu 2022, þar af 640 millj. í A hluta.

Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 12.207 millj. kr. í árslok 2022 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 8.089 millj. kr.

Skuldaviðmið samstæðu A og B hluta verður 138% í árslok 2022.

Fjárhagsáætlun 2022-2025 í heild sinni verður að öðru leyti aðgengileg á heimasíðu Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2022 við seinni umræðu, ásamt þriggja ára áætlun 2023 - 2025 og framangreindum álagningarhlutföllum og viðmiðunartölum. Fyrri umræða um fjárhagsáætlunina fór fram 10. nóvember sl.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?