- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Heimastjórn Seyðisfjarðar hefur móttekið ofangreint erindi, dags. 6.júlí 2021, þar sem fram koma athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi fyrir snjóflóðavarnir undir Bjólfi. Í erindinu er vísað til þinglýsts samnings, dags. 2.september 1959, um afhendingu á landi gegn því að ekki verði staðsett hús eða götur á milli húsanna Fjarðar 3 og Fjarðar 7 eða ofan við þau.
Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir legu göngustígs við rætur Fjarðargarðs, norðan við íbúðarhúsið Fjörð 7. Í greinargerð með skipulagstillögunni kemur fram að umræddur göngustígur verður malarstígur, allt að 3 m breiður, sem verður jafnframt nýttur sem þjónustuvegur til að sinna viðhaldi. Þá er í greinargerðinni jafnframt tekið fram að heimilt sé að setja upp hliðslá við enda göngustíga til að hindra almenna akstursumferð um svæðið.
Heimastjórn Seyðisfjarðar getur ekki fallist á að umræddur samningur frá 1959 geti komið í veg fyrir gerð göngustígs ofan lóðanna Fjarðar 3 og Fjarðar 7. Í samningnum er tilgreint að ekki verði staðsett hús eða götur á milli eða ofan við ofangreind húsa án heimildar Erlends Björnssonar. Eins og fyrr segir gerir deiliskipulagstillagan ráð fyrir akfærum göngustíg sem að mati heimastjórnar Seyðisfjarðar getur ekki fallið undir skilgreiningu götu eins og segir í samningnum.
Þegar af þessari ástæðu telur heimastjórn að fyrirhugaður stígur falli ekki undir samninginn sem vitnað er til og mun því ekki rekja atriði sem varða gildi hans og túlkun að öðru leyti.
Heimastjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og samþykkir að ábendingar Minjastofnunar Íslands verði teknar inn við endanlega frágang tillögunnar.