Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

38. fundur 16. nóvember 2021 kl. 08:30 - 11:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson áheyrnarfulltrúi
  • Örn Bergmann Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022 - 2025

Málsnúmer 202105150Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022-2025 yfirfarin og rædd

Í Vinnslu

3.Lánasamningar 2021

Málsnúmer 202102234Vakta málsnúmer

Fyrir lá lánasamningur Múlaþings við Lánasjóð sveitarfélaga þar sem fram kemur að Múlaþing taki að láni hjá Lánasjóð sveitarfélaga þrjú hundruð milljónir króna til 12 ára. Lánið verði verðtryggt og breytist í samræmi við vísitölu neysluverðs. Tilgangur láns er fjármögnun á framkvæmdum ársins og endurfjármögnun eldri lána.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir lántökuna, sem er samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2021 og vísar henni til sveitarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Beiðni um stofnframlög til byggingar á hagkvæmu íbúðarhúsnæði í Múlaþingi

Málsnúmer 202102117Vakta málsnúmer

Fyrir lá tölvupóstur frá Húsnæðis og mannvirkjastofnun þar sem fram kemur að opnað hefur verið fyrir umsóknir um stofnframlög í seinni úthlutun ársins 2021. Umsóknarfrestur er til 22. nóvember 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að skipa Björn Ingimarsson sem fulltrúa Múlaþings í stjórn Bæjartúns hses. Auk þess verði Berglind Harpa Svavarsdóttir og Eyþór Stefánsson skipaðir sem fulltrúar Múlaþings í fulltrúaráð stofnunarinnar. Lögð verði á það áhersla að umsókn Bæjartúns hses til HMS um stofnframlag vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Selbrún verði endurnýjuð.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Upplýsingastefna fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202111020Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að upplýsingastefnu fyrir Múlaþing auk minnisblaðs frá skrifstofustjóra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar þeirri vönduðu vinnu sem liggur að baki fyrirliggjandi drögum að upplýsingastefnu fyrir Múlaþing. Byggðaráð leggur til að sveitarstjórn samþykki stefnuna og feli sveitarstjóra að sjá til þess að henni verði framfylgt.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Jafnréttisáætlun, jafnlaunastefna Múlaþings

Málsnúmer 202101048Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá jafnlaunateymi minnisblað um skipan jafnréttisteymis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að sjá til þess að jafnréttisteymi verði skipað í samræmi við þær áherslur er fram koma í fyrirliggjandi minnisblaði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Gjaldskrár 2022

Málsnúmer 202111059Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að gjaldskrám.

Í vinnslu.

8.Egilsstaðaflugvöllur - Ástand og uppbygging

Málsnúmer 202111074Vakta málsnúmer

Farið yfir gögn er kynnt voru á fundi stjórnar ISAVIA með fulltrúum sveitarfélagsins, SSA og Samtaka ferðaþjónustunnar og snúast um framtíðarsýn varðandi uppbyggingu og þróun Egilsstaðaflugvallar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar þeirri vinnu er stjórn ISAVIA hefur lagt í varðandi uppbyggingu og þróun Egilsstaðaflugvallar. Byggðaráð beinir því til stjórnar ISAVIA að strax verði hafin vinna við deiliskipulagsgerð í samræmi við fyrirliggjandi tillögur. Byggðaráð Múlaþings leggur þunga áherslu á að samgönguyfirvöld sjái til þess að fjármunir verði til staðar til að fjármagna nauðsynlegar framkvæmdir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Fundargerðir stjórnar Ársala 2021

Málsnúmer 202102141Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Ársala frá 03.11.2021.

Frestað.

10.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2021

Málsnúmer 202101106Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð Almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi frá 01.11.2021.

Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202102049Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29.10.2021.

Lagt fram til kynningar.

12.Fundagerðir stjórnar - Tækniminjasafn Austurlands

Málsnúmer 202111076Vakta málsnúmer

Fyrir lágu þrettán fundargerðir stjórnar Tækniminjasafnsins ásamt tveimur fundargerðum vinnuhóps auk ársreiknings Tækniminjasafnsins fyrir árið 2020.

Lagt fram til kynningar.

13.Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál

Málsnúmer 202111016Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélag þar sem fram kemur að á fundi stjórnar Sambandsins þann 29.10.2021 var samþykkt að taka undir ályktun bæjarráðs Árborgar, dags. 30.09.2021, varðandi mikilvægi þess að ríkisvaldið viðurkenni leikskólastigið sem menntastofnun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir ályktun bæjarráðs Árborgar varðandi mikilvægi þess að Samband íslenskra sveitarfélaga beiti sér fyrir fullri viðurkenningu ríkisvaldsins á leikskólastiginu sem menntastofnun og að sveitarfélögunum verði skilgreindur tekjustofn til að standa straum af kostnaði við rekstur leikskóla frá lokum fæðingarorlofs sem og að tryggja leiðir til að fjármagna þjónustu við fötluð börn á leikskólum og börn með annað móðurmál en íslensku. Byggðaráð fagnar jafnframt því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi sett í ferli viðræður við stjórnvöld vegna málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

14.Sáttarumleitan vegna kaupa á Hreiðarsstöðum.

Málsnúmer 202111007Vakta málsnúmer

Fyrir lá afrit af erindi frá kaupanda jarðarinnar Hreiðarstaða í Fellum til seljanda jarðarinnar.

Lagt fram til kynningar.

15.Styrkbeiðni vegna landvörslu á Víknaslóðum 2022

Málsnúmer 202109147Vakta málsnúmer

Fyrir lágu bókanir frá heimastjórn Fljótsdalshéraðs, dags. 01.11.2021, og frá heimastjórn Borgarfjarðar, dags. 03.11.2021, þar sem lagt er til að sveitarfélagið komi áfram að verkefninu landvörslu á Víknaslóðum með fjárframlagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Borgarfjarðar og harmar þá ákvörðun Umhverfisráðuneytisins að leggja verkefninu ekki til fjármagn líkt og verið hefur og óskar eftir því að sú ákvörðun ráðuneytisins verði tekin til endurskoðunar. Byggðaráð samþykkir jafnframt að sveitarfélagið komi áfram að verkefninu og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að sjá um að svo verði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

16.Vitundarvakning gegn kynbundnu ofbeldi

Málsnúmer 202011039Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Soroptimistaklúbb Austurlands varðandi átak um að efla vitundarvakningu gegn kyndbundnu ofbeldi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sveitarfélagið taki þátt í umræddu átaki og felur starfsmönnum Eignasjóðs, í samráði við forsvarsmenn stofnana, að annast framkvæmd þess fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

17.Umsókn um leiguhúsnæði í eigu Múlaþings, Lækjarbrún 1

Málsnúmer 202107047Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun heimstjórnar Borgarfjarðar, dags. 03.11.2021, þar sem því er beint til byggðaráðs að meta hvort endurskoða þurfi reglur varðandi úthlutun á húsnæði í eigu sveitarfélagsins (öðru en félagslegu).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur skrifstofustjóra að láta uppfæra reglur varðandi úthlutun á húsnæði sveitarfélagsins með hliðsjón af framkomnum athugasemdum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

18.Hafnarhús

Málsnúmer 202010633Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 03.11.2021, þar sem lagt er til að leiga vegna 2. hæðar Hafnarhússins verði felld niður frá og með 01.11.2021 til og með 30.04.2022 vegna þeirra áhrifa sem sóttvarnarreglur og Covid hafa haft á forsendur rekstarins yfir vetrartímann.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til þeirra áhrifa sem alheimsfaraldurinn hefur haft á forsendur starfsemi rekstraraðila 2. hæðar Hafnarhússins samþykkir byggðaráð Múlaþings þá tillögu heimastjórnar Borgarfjarðar að leiga verði felld niður frá og með 01.11.2021 til og með 30.04.2022.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

19.Póstþjónusta á Borgarfirði

Málsnúmer 202110219Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun heimstjórnar Borgarfjarðar, dags. 03.11.2021, þar sem því er beint til byggðaráðs að koma því á framfæri við Íslandspóst að Borgarfjörður verði skilgreindur á annan veg en Íslandspóstur gerir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir þær ábendingar er fram koma í bókun heimastjórnar Borgarfjarðar varðandi óréttmæti þess að Íslandspóstur skuli skilgreina Borgarfjörð sem dreifbýli í stað þéttbýlis. Bæði Póst- og fjarskiptastofnun og Byggðstofnun skilgreina Borgarfjörð sem þéttbýli en það að Íslandspóstur skuli velja að skilgreina byggðakjarnann sem dreifbýli mun valda íbúum þar umtalsverðum kostnaðarauka. Byggðaráð Múlaþings beinir því til Íslandspósts að þessi skilgreining verði leiðrétt.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

20.Menningarstyrkir 2022

Málsnúmer 202111080Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað frá verkefnastjóra menningarmála og atvinnu- og menningarmálastjóra varðandi úthlutanir menningarstyrkja Múlaþings þar sem ákveðnar breytingar eru lagðar til.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur að breytingum á reglum um úthlutun menningarstyrkja Múlaþings og felur atvinnu- og menningarmálastjóra að sjá til þess að þær verði kynntar með viðunandi hætti.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 11:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?