Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

15. fundur 01. október 2021 kl. 14:00 - 17:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022 - 2025

Málsnúmer 202105150Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Fiskveiðilandhelgi á Borgarfjarðarmiðum - Skápurinn

Málsnúmer 202011068Vakta málsnúmer

Þann 23. juní 2021 skrifaði sjávarútvegs ? og landbúnaðarráðherra undir reglugerð um tímabundið bann við veiðum með fiskibotnvörpu út af Glettinganesi. Heimastjórn vill koma á framfæri þökkum til ráðherra og þeirra starfsmanna ráðuneytisins sem unnið hafa í málinu. Heimastjórn bendir þó á að reglugerðin gildir aðeins í eitt ár og nauðsynlegt er að umræddu svæði verði lokað varanlega fyrir veiðum með fiskibotnvörpu.

Heimastjórn vill benda á bókun félags smábátaeiganda á Austurlandi sem er eftirfarandi:

Aðalfundur Félags smábátaeigenda á Austurlandi lýsir ánægju sinni með reglugerðarlokun á hluta „Skápsins“ utan Borgarfjarðar eystri, fyrir togveiðum.
Reynslan af lokuninni sýnir svo ekki verður um deilt að trillur sem róa frá Borgarfirði eystra hafa getað sótt á sín heimamið í haust , hafa ekki þurft að sækja 30-50 sjómílur á haf út útfyrir togskipin.
Veiði hefur verið með ágætum á handfæri eftir að svæðinu var lokað, það er gríðarleg breyting frá fyrri árum.
Umrædd lokun hluta skápsins er gerð með reglugerð til eins árs og gildir 1. júlí 2021 til 31. des 2021 reglugerð nr. 742/2021.
Krefst fundurinn þess að lokunin verði sett í lög og gildi í það minnsta 1. júlí til 31. des á hverju ári.

Heimastjórn bendir jafnframt að síðan lokunin tók gildi hafa aflabrögð smábáta verið með allt öðrum hætti en undanfarin ár og ljóst að lokunin skiptir miklu máli fyrir helstu atvinnugrein brothættrar byggðar. Því skorar heimastjórn á tilvonandi ráðherra sjávarútvegsmála að varanleg lokun svæðisins verði sett á dagskrá.

3.Umsókn um framkvæmdaleyfi smávirkjun í Loðmundarfirði

Málsnúmer 202103077Vakta málsnúmer

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis - og framkvæmdaráðs 15.09.21:

Borist hafa ábendingar frá Skipulagsstofnun um að endurskoða fyrri ákvörðun sveitarstjórnar um að gera breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps vegna fyrirhugaðra framkvæmda við smávirkjun í Loðmundarfirði. Taka þarf afstöðu til málsmeðferðar og áframhaldandi vinnu við breytingu á skipulagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Eftir að hafa farið yfir ábendingar Skipulagsstofnunar telur umhverfis- og framkvæmdaráð að áform um smávirkjun fyrir aðstöðu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs að Klyppstað í Loðmundarfirði falli undir nauðsynlega aðstöðusköpun á svæðinu, líkt og vatns- og fráveita þar sem ekki er um tengingu við samveitu að ræða, og sé því í samræmi við gildandi aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2004-2016. Ráðið telur enn fremur að framkvæmdin sé í samræmi við
meginmarkmið aðalskipulagsins með vísan til umfjöllunar um uppbyggingu aðstöðu fyrir ferðaþjónustu á landbúnaðarsvæðum og svæðum sem njóta hverfisverndar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Borgarfjarðar að unnin verði breyting á deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustu í landi Klyppstaða í Loðmundarfirði í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem gert verði ráð fyrir áformum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs á svæðinu.

Heimastjórn Borgarfjarðar samþykkir að unnin verði breyting á deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustu í landi Klyppstaða í Loðmundarfirði í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem gert verði ráð fyrir áformum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs á svæðinu.

4.Lækjartún - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202109001Vakta málsnúmer

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis ? og framkvæmdaráðs 15.09.21:
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform vegna íbúðarhúss á lóðinni Lækjartún á Borgarfirði. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Borgarfjarðarherpps 2004-2016 en ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr.skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum að Smáragrund. Málinu er vísað til heimastjórnar Borgarfjarðar til afgreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar staðfestir afgreiðslu umhverfis og framkvæmdaráðs.

5.Afgreiðsla mála og verkferlar á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202104327Vakta málsnúmer

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis ? og framkvæmdaráðs 29.09.21:
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja tillögur að breytingum á verkferlum við grenndarkynningar. Jafnframt var farið yfir fyrirliggjandi verkferla varðandi deiliskipulag og mögulegar breytingar á þeim með breytingum á samþykktum sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa tillögum að breytingum á verkferlum við grenndarkynningar til umsagnar heimastjórna sveitarfélagsins. Jafnframt samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að beina því til byggðarráðs að hafin verði vinna við endurskoðun á samþykktum sveitarfélagsins, með það í huga að geta stytt og gert skilvirkari verkferla í skipulagsmálum. Meðal annars verði horft til þeirra tillagna sem fyrir fundinum liggja.

Sóley Valdimarsdóttir kynnti framkomnar tillögur um styttingu ferla skipulagsmála hjá Múlaþingi.
Heimastjórn tekur undir að stytta þurfi ferla þar sem það er hægt og fellst á framkomnar tillögur en leggur til að hún fái allar grenndarkynningar til umsagnar. Umsögn heimastjórnar varðandi aðkomu heimastjórna að deiliskipulagi frestað til næsta fundar.


Gestir

  • Sóley Valdimarsdóttir - mæting: 14:30

6.Gjaldskrár og álagningarhlutföll 2021

Málsnúmer 202011082Vakta málsnúmer


Frestað til næsta fundar.

7.Betri Borgarfjörður

Málsnúmer 202110005Vakta málsnúmer

Alda Marín Kristinsdóttir vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu og var það samþykkt einróma. Vék hún af fundi undir þessum lið.

Heimastjórn Borgarfjarðar tók til umræðu framhald verkefnisins Betri Borgarfjörður. Verkefnið mun að óbreyttu renna sitt skeið næstkomandi áramót.


Heimastjórn Borgarfjarðar beinir því til Byggðaráðs Múlaþings að sótt verði um framlengingu verkefnisins til eins árs til Byggðastofnunar. Formanni heimastjórnar falið að koma sjónarmiðum heimastjórnar á framfæri við Byggðaráð.

8.Hafnarhús

Málsnúmer 202010633Vakta málsnúmer

Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson komu á fundinn og fóru yfir rekstur í Hafnarhúsi. Þau óskuðu eftir endurskoðun leigusamnings líkt og kveðið er um í 8.gr. hans. Heimastjórn er sammála því að ástæður séu til að endurskoða samninginn.

Heimastjórn felur formanni heimastjórnar að fara yfir samninginn í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins og vísa honum í kjölfarið til byggðaráðs.

Gestir

  • Auður Vala Gunarsdóttir - mæting: 15:30
  • Helgi Sigurðsson - mæting: 15:30

9.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur Heimastjórnar Borgarfjarðar er 1. nóvember næstkomandi kl. 13:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 fimmtudaginn 28.október. Erindi skal senda á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?