Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
1.Deiliskipulag, miðbær Egilsstaða
2.Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðir, Lagarás 21-39
3.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Flúðir
4.Úttekt á vöktun verndarsvæða og annarra svæða sem eru undir álagi ferðamanna innan Múlaþings sumarið 2020
5.Stóra - Steinsvað - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
6.Mýrar III - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
7.Hleinar 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
8.Umsókn um stofnun lóða, Eyjólfsstaðaskógur, sumarbústaðasvæði
9.Umburðarbréf vegna breytinga á jarðalögum
10.Hugmynd um merkingar við Eyvindará
11.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022 - 2025
Fundi slitið - kl. 14:42.
Eftirfarandi var bókað á fundi umhveris- og framkvæmdaráðs 11.8. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta auglýsa eftir áhugasömum aðilum um uppbyggingu á miðbæjarsvæði Egilsstaða og jafnframt láta vinna kynningarefni fyrir nýtt skipulag, sem aðgengilegt verði og kynnt sérstaklega fyrir fasteignafélögum og verktökum.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs fagnar því að endurskoðað deiliskipulag fyrir miðbæinn á Egilsstöðum hafi tekið gildi. Heimastjórnin tekur undir bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs og beinir því til sveitarstjórnar að átaksverkefni til kynningar á miðbæjarsvæðinu og kostum til uppbyggingar þar hefjist sem fyrst og að verkefninu verði tryggt fjármagn. Eins leggur heimastjórn til að fenginn verði þar til bær aðili til að undirbúa verkefnið og fylgja því eftir.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.