Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

12. fundur 17. ágúst 2021 kl. 17:00 - 18:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022 - 2025

Málsnúmer 202105150Vakta málsnúmer

Heimastjórn fór yfir helstu atriði fjárhagsáætlunar eins og hún lítur út nú og ræddi áherslur sínar og forgangsmál. Þeim verður komið á framfæri á næsta fundi heimastjórnar Borgarfjarðar.

2.Fjárheld girðing Skriðuvík-Bakkagerði

Málsnúmer 202108038Vakta málsnúmer

Erindi barst til heimastjórnar frá öllum landeigendum frá Snotrunesi að Árbæ, þar sem óskað er eftir að heimastjórn beiti sér fyrir því að komið verði á samfelldri fjárheldri girðingu ofan vegar allt frá Skriðuvík að Bakkagerði. Jafnframt er óskað eftir því að tekið verði til skoðunar hvort færa megi 70 km hraðatakmörkunarskilti utar yfir sumarmánuði þegar umferð fólks og bíla er sem mest.

Heimastjórn tekur undir nauðsyn þess að girða þurfi meðfram Borgarfjarðarvegi á umræddum kafla, beggja vegna, enda ágangur sauðfjár þar svo mikill að hætta stafar af bæði fyrir fólk og fé. Þess utan liggur klæðning vegarins fyrir skemmdum þegar ærnar grafa sig inn í kant hans. Heimastjórn Borgarfjarðar leggur til að þrýst verði á Vegagerðina um úrbætur. Þá verði jafnframt skoðað hvernig og hvort draga megi úr umferðarhraða á umræddum kafla.

Vísað til byggðaráðs

3.Erindi um leikvöll frá grunnskólanum

Málsnúmer 202108037Vakta málsnúmer

Erindi barst frá nemendum grunnskólans á Borgarfirði um hvernig mætti gera skólalóðina betri. Þau stinga upp á því að kaupa ný leiktæki og benda á að hugsanlega þurfi að stækka skólalóðina.

Heimastjórn fagnar hugmyndum nemenda grunnskólans og vísar málinu til umhverfis og framkvæmdaráðs.

4.Fjallskil Borgarfirði 2021

Málsnúmer 202107008Vakta málsnúmer

Jón Sigmar Sigmarsson hefur beðist undan að stjórna fjallskilum í Loðmundarfirði. Rætt hefur verið við Þorstein Kristjánsson og Þórarinn Ragnarsson um að taka við stjórn fjallskila í Loðmundarfirði og hafa þeir samþykkt það. Smölun í Loðmundarfirði mun fara fram 4.- 5. september nk. Að öðru leyti verða fjallskil á Borgarfirði með hefðbundnum hætti.

5.Man and biospheere

Málsnúmer 202108039Vakta málsnúmer

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs hélt fund 22.06.21 þar sem Ragnhildur Sigurðardóttir framkvæmdarstjóri Svæðisgarðsins Snæfellsnes hélt erindi um „Man and Biosphere“ verkefnið á Snæfellsnesi.

Góð mæting var á fundinn, heimastjórn telur málið áhugavert og vill fylgjast vel með framgangi þess.



6.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Borgarfjarðar er mánudaginn 6.september næstkomandi kl. 14:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir 12:00 fimmtudaginn 2.september. Erindi skal senda á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.

Heimastjórn boðar til íbúafundar heimastjórnar Borgarfjarðar þriðjudaginn 31.ágúst kl.17:00 þar sem íbúum gefst tækifæri á því að ræða þau málefni sem á þeim brenna við heimastjórnarfólk. Jafnframt mun heimastjórn og starfsmaður sveitarfélagsins fara yfir þær hugmyndir sem snúa að fyrirhuguðum framkvæmdum í Fjarðarborg.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?