Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

24. fundur 01. júní 2021 kl. 08:30 - 11:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur mál er varðar fjármál og rekstur sveitarfélagsins m.a.fasteignamat 2022 frá Þjóðskrá.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022 - 2025

Málsnúmer 202105150Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir Múlaþing. Unnið er að því að hægt verði að afgreiða tillögu rammaáætlunar fjárhagsáætlunar Múlaþings 2022 og þriggja ára áætlunar 2023 til 2025 á fundi byggðaráðs 6.júlí nk.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi samskipti við húseigendur varðandi möguleg uppkaup sveitarfélagsins á íbúðarhúsnæði á Seyðisfirði.

4.Samningur um byggingu íbúðarhúsnæðis í Múlaþingi

Málsnúmer 202105255Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings varðandi rammasamning vegna fyrirhugaðrar byggingar að minnsta kosti 40 íbúða í Múlaþingi á árunum 2021 til 2025. Einnig lá fyrir umsögn heimastjórnar Fljótadalshéraðs varðandi þann hluta samningsins er snýr að mögulegum framkvæmdum og breytingu á deiliskipulagi í Selbrún í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til bókunar umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, þar sem fram kemur m.a. að ekki eru gerðar athugasemdir við þau áform er fram koma í fyrirliggjandi drögum að rammasamningi, samþykkir byggðaráð Múlaþings að veita sveitarstjóra umboð til að ganga frá rammasamningi við félögin Hrafnshól ehf., Nýjatún ehf. og Bæjartún íbúðafélag hses. varðandi byggingu á hagkvæmu íbúðarhúsnæði í byggðakjörnum sveitarfélagsins á árunum 2021 til 2025.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Húsnæðisáætlun og skipulagsmál

Málsnúmer 202104062Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs þar sem því er beint til byggðaráðs Múlaþings að húsnæðisáætlun Fljótsdalshéraðs verði uppfærð og þá horft m.a. til þeirra forsendubreytinga er orðið hafa frá því að hún var unnin.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir það er fram kemur í bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs að mikilvægt sé að taka gildandi húsnæðisáætlanir til endurskoðunar. Byggðaráð felur sveitarstjóra að láta hefja vinnu við gerð uppfærðrar húsnæðisáætlunar fyrir Múlaþing.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


6.Siðareglur starfsfólks Múlaþings

Málsnúmer 202105267Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað frá verkefnastjóra mannauðs varðandi siðareglur starfsfólks sem unnið var af teymi er samanstóð af fimm fulltrúum starfsfólks sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi siðareglur og fagnar því að starfsfólk sveitarfélagsins hafi lagst í vinnu við að móta siðareglur er snúa að þeirra störfum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2021

Málsnúmer 202101106Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir stjórnar HEF - 2021

Málsnúmer 202102237Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Erindi vegna listasafns fyrir alþjóðlega myndlist - Vogaland 5 Djúpavogi

Málsnúmer 202012050Vakta málsnúmer

Fyrir lá viljayfirlýsing varðandi fjárframlög aðila til Ars Longa, samtímalistasafns ses á tímabilinu 01.06.2021 til 01.06.2023 auk upplýsinga úr Fyrirtækjaskrá varðandi stjórn, prókúruhafa, endurskoðendur og stofnfé félagsins. Einnig kom fram að félagið hefur sótt um styrk til Lóu Nýsköpunarsjóðs sem og að viðræður eru í gangi við mennta- og menningarmálaráðuneytið varðandi styrkveitingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við afgreiðslu byggðaráðs dags. 30.03.2021.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


10.Almannavarnir-skipulag

Málsnúmer 202105280Vakta málsnúmer

Fyrir lá kynning á skipulagi almannavarna á Austurlandi sem samþykkt var á fundi almannavarnanefndar Austurlands dags. 19.04.2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings lýsir yfir stuðningi við það skipulag almannavarna á Austurlandi er samþykkt var á fundi almannavarnanefndar Austurlands 19.04.2021. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn Múlaþings að sveitarstjóri Múlaþings verði tilnefndur sem aðalmaður í almannavarnahóp þann er sveitarfélagið tilheyrir og að fulltrúi sveitarstjóra á Fljótsdalshéraði verði til vara.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


11.Afturköllun gjafaloforðs til Ríkharðshúss á Djúpavogi.

Málsnúmer 202105265Vakta málsnúmer

Fyrir lá yfirlýsing, undirrituð af Ásdísi Elísabet Ríkharðsdóttur, um afturköllun gjafaloforðs til Ríkharðshúss á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi yfirlýsingu til heimastjórnar Djúpavogs til upplýsingar og umfjöllunar auk þess að forseta sveitarstjórnar verði, ásamt sveitarstjóra, falið að taka upp viðræður við undirritunaraðila og lögmann viðkomandi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.



12.Jafnréttisáætlun,jafnlaunastefna Múlaþings

Málsnúmer 202101048Vakta málsnúmer

Verkefnistjóri mannauðsmála kom inn á fundinn og fór yfir stöðu verkefnisins, samkvæmt ósk sveitarstjórnar.

13.Skýrsla vegna barna með fjölþættan vanda - athugasemdir til ráðuneytis frá stjórnendum í velferðarþjónustu á Íslandi

Málsnúmer 202105257Vakta málsnúmer

Fyrir lá skýrsla vegna barna með fjölþættan vanda auk ábendinga til barna- og félagsmálaráðherra frá vorfundi samtaka stjórnenda í velferðarþjónustu á Íslandi.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?