Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

33. fundur 28. september 2021 kl. 08:30 - 11:05 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022 - 2025

Málsnúmer 202105150Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu við vinnu fjárhagsáætlunar. Einnig lá fyrir minnisblað varðandi skapandi sumarstörf í Múlaþingi 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa framkomnum hugmyndum varðandi skapandi sumarstörf í Múlaþingi 2022 til atvinnu- og menningarstjóra, íþrótta- og æskulýðsstjóra og framkvæmda- og umhverfismálastjóra til frekari úrvinnslu við endanlega útfærslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022. Horft verði til þess að verkefnið rúmist innan þess fjárhagsramma er gert er ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

Samþykkt samhljóða.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:

Í ljósi fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, tel ég rétt vegna forgangsröðunar að hafna skapandi sumarstörfum sumarið 2022.


3.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2021

Málsnúmer 202101106Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð Almannavarnarnefndar Austurlands dags. 20.09.2021.

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerðir stjórnar HEF - 2021

Málsnúmer 202102237Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar HEF veitna ehf dags. 23.09.2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að óska eftir því að fulltrúar stjórnar HEF veitna komi til fundar með byggðaráði á næsta fundi og að umfjöllunarefnið verði m.a. neysluvatnsskortur í dreifbýli.

Samþykkt samhljóða

5.Breyting á deiliskipulagi við Lagarfossvirkjun, áform um vindmyllur

Málsnúmer 202109106Vakta málsnúmer

Inn á fundinn tengdust þeir Magnús Kristjánsson,Þórhallur Halldórsson og Þengill Ásgrímsson frá Orkusölunni og gerðu grein fyrir tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Lagarfossvirkjun vegna áforma um vindorkunýtingu. Málið var áður til umfjöllunar hjá sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði þar sem tekið var jákvætt í erindið en ákveðið að skilgreina þurfi svæði þar sem heimilt verði að nýta til vindorkuöflunar við gerð nýs aðalskipulags í sameinuðu sveitarfélagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að beina því til umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings að tillaga Orkusölunnar að breytingu á deiliskipulagi verði tekin til umfjöllunar. Jafnframt tekur byggðaráð undir bókun bæjastjórnar Fljótsdalshéraðs dags.18.mars 2020 varðandi nauðsyn þess að skilgreina þurfi þau svæði sem heimild verði að nýta til vindorkuöflunar í Múlaþingi.


Samþykkt samhljóða

6.Cittaslow 2021

Málsnúmer 202101008Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá atvinnu- og menningarsviði Múlaþings varðandi umsýslu og fyrirkomulag Cittaslow á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til framkominna ábendinga samþykkir byggðaráð Múlaþings að fela atvinnu- og menningarstjóra og sveitarstjóra Múlaþings að vinna greiningu á verkefnum sviðsins, forgangsröðun og mönnun með það að markmiði að hægt verði að uppfylla þær væntingar er til þess eru gerðar. Horft verði til þessa við endanlega útfærslu fjárhagsáætlunar vegna ársins 2022.

Samþykkt samhljóða

7.Styrkbeiðni frá Skógræktarfélagi Djúpavogs vegna 2022

Málsnúmer 202109128Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Skógræktarfélagi Djúpavogs þar sem óskað er eftir styrk fyrir árið 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að gert verði ráð fyrir sambærilegum styrk í formi vinnuframlags til Skógræktarfélags Djúpavogs árið 2022 og var á árinu 2021. Gert verði ráð fyrir þessu við endanlega útfærslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

Samþykkt samhljóða

8.Tækniminjasafn Austurlands, fjármál

Málsnúmer 202012074Vakta málsnúmer

Fyrir lá samantekt frá Tækniminjasafni Austurlands þar sem farið er yfir stöðu safnsins í dag, þriggja ára aðgerðaráætlun og beiðni til Múlaþings varðandi samstarf og fjárhagslegan stuðning.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að óska eftir samantekt er unnin var í framhaldi af vinnustofu er fór fram í júní sl. þar sem umfjöllunarefnið var staða Tækniminjasafnsins og leiðir til framtíðar. Jafnframt er sveitarstjóra falið að fá lögfræðing til að fara yfir reglur, samþykktir og stjórnsýslulega stöðu félagsins.

Samþykkt samhljóða

9.Hreindýrakálfar - Ósk um aðkomu Múlaþings

Málsnúmer 202107013Vakta málsnúmer

Fyrir lá, til upplýsingar, afrit af erindi Ásdísar Sigríðar Björnsdóttur, Björns Magnússonar og Fannars Magnússonar til umhverfisstofnunar varðandi heimild til vörslu tveggja hreindýra.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?