- Þjónusta
- Mannlíf
- Afþreying og ýmis þjónusta
- Kort, vegvísar og upplýsingar
- Menning og listir
- Bókasöfn Múlaþings
- Héraðsskjalasafn Austfirðinga
- Minjasafn Austurlands
- Sláturhúsið, Menningarmiðstöð
- Skaftfell, Myndlistarmiðstöð
- Tækniminjasafn Austurlands
- Félagsheimili
- Herðubíó
- Langabúð, Djúpavogi
- Cittaslow, Djúpavogi
- Bóndavarðan, bæjarblað Djúpavogs
- Teigarhorn, Geislasteinasafn
- Árlegir viðburðir
- Útilistaverk
- Tankurinn
- Náttúra og útivist
- Um Múlaþing
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
1. Samfélagsmiðstöðin Fjarðarborg. Verkefnið er nú þegar hafið. Markmiðið er að í húsinu verði starfsstöð Múlaþings á Borgarfirði auk tíu vinnustöðva fyrir aðra starfsemi. Heimastjórn telur það vera í forgangi að haldið verði áfram með verkefnið með myndarlegum hætti og það klárað á næstu þremur árum og framkvæmdir hefjist 2022. Umhverfis ? og framkvæmdasvið Múlaþings hefur umsjón með verkefninu og unnið er að kostnaðaráætlun þess. Heimastjórn óskar eftir fjármagni til verksins í samræmi við það kostnaðarmat.
2. Starfsemi Múlaþings á Borgarfirði. Heimastjórn leggur á það áherslu að Múlaþing auki starfsemi sína á Borgarfirði. Verkefnið Betri Borgarfjörður mun að óbreyttu renna sitt skeið um áramót. Mikilvægt er að sveitarfélagið tryggi áframhaldandi umgjörð um verkefnið með því að ráða inn einstakling með starfsaðstöðu á Borgarfirði. Viðkomandi starfsmaður/starfsmenn gæti jafnframt unnið í öðrum verkefnum sveitarfélagsins.
3.Þáttaka í byggingu atvinnuhúsnæðis.
Atvinnuhúsnæði og húsnæðisvandi björgunarsveitarinnar og Slökkviliðs ? Heimastjórn hefur unnið að þarfagreiningu um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis á Borgarfirði. Niðurstöður sýna að þörf er á slíkri framkvæmd. Heimastjórn óskar eftir því að Múlaþing taki til skoðunar þátttöku í verkefninu sem gæti falist í niðurfellingu gjalda og/eða sem einn framkvæmdaaðila. Líkur eru til þess að sveitarfélagið vanti húsnæði undir endurvinnslu sem gæti þurft að víkja úr núverandi húsnæði vegna athugasemda Húsnæðis ? og mannvirkjastofnunar varðandi starfsaðstöðu slökkviliðs.
4.Hafnarframkvæmdir.
Hafnarframkvæmdir ? Heimastjórn fagnar fyrirhugaðri lengingu Skarfaskersgarðs og dýpkun innsiglingar í haust. Í kjölfar lokunar skápsins hefur starfsemi og umsvif hafnarinnar aukist verulega sem kallar nú þegar aukningu viðlegupláss og byggingu löndunarbryggju.
5.Skilavegur og viðhald gatna.
Heimastjórn hvetur Múlaþing til þess að ráðast í nauðsynlegt viðhald gatna í þorpinu samhliða fyrirhuguðum framkvæmdum Vegagerðarinnar við skilaveg og huga að götulýsingu í þorpinu sem er í miklum ólestri.
6.Viðhald fasteigna
Viðhald fasteigna ? Heimastjórn hvetur Múlaþing til áframhaldandi viðhalds leiguíbúða. Í úttekt sem unnin var til grundvallar sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í Múlaþing var gerð átætlun um viðhald leiguíbúða Borgarfjarðarhrepps. Heimastjórn hvetur Múlaþing til að hefja viðhaldsframkvæmdir í samræmi við þá úttekt.
7.Íþróttaaðstaða á Borgarfirði
Vegna endurbóta á Fjarðarborg þarf líkamsræktarstöð UMFB að víkja. Heimastjórn óskar eftir því að Múlaþing komi að því í samstarfi við UMFB að koma upp aðstöðu fyrir hana við Sparkhöllina ásamt sturtu ? og búningaaðstöðu. Sparkhöllin þjónar tilgangi íþróttahúss fyrir Borgfirðinga og grunnskólanemendur þar og því myndi slík framkvæmd auka nýtingu hennar.
Að lokum vill heimastjórn minna á eðlilega endurnýjun véla og tækja áhaldahúss meðal annars með tilliti til snjómoksturs.
Formanni falið að koma fylgigögnum til skila.
Samþykkt einróma.